Kveðjupartí Game of Thrones á Fjörukránni 13. desember 2011 10:00 Mikið stuð Jóhannes Viðar Bjarnason skellti upp mikilli veislu á Fjörukránni fyrir tökulið Game of Thrones, en fimm mánaða vinnu við þættina lauk formlega hér á landi á laugardaginn.Fréttablaðið/Arnþór Fimm mánaða löngu tökutímabili hjá tökuliði Game of Thrones lauk á laugardaginn og af því tilefni var skellt upp mikilli veislu á sunnudeginum. Staðsetningin var varla tilviljun, víkingastaðurinn Fjörukráin í Hafnarfirði. „Þeir lögðu staðinn undir sig en þetta var mjög þægilegt og gott fólk sem var auðvelt að vera með,“ segir Jóhannes Viðar Bjarnason, vert á Fjörukránni. Jóhannes bauð tökuliðinu upp á þjóðlega íslenska rétti og íslenskt jólahlaðborð. Stærstur hluti tökuliðsins er frá írskum armi HBO og þegar tveir trúbadorar stigu á stokk söng tökuliðið hástöfum með. „Það er gott að halda partí á Fjörukránni,“ segir annar trúbadorinn, Ólafur Bjarnason. Hann spilaði og söng í næstum tvo tíma og þegar komið var að kveðjustund vildu gestirnir ekki fá neitt diskótek heldur heimtuðu meira kassagítarstuð. „Þeir þekktu lögin mjög vel og voru duglegir að skála,“ segir Ólafur. Mestu athyglina vakti auðvitað Kit Harington, sjálfur Jon Snow, sem leyfði hverjum sem vildi að mynda sig með sér. Tökuliðið svaf síðan úr sér á gistiheimilinu og hafði sig loks á brott eftir tæplega þriggja vikna dvöl hér á landi. Síðustu tökurnar fóru fram við Höfðabrekkuheiði á laugardaginn og lék blindbylur tökuliðið grátt. Sumum íslensku statistunum stóð hreinlega ekki á sama þegar veðrið var sem verst en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins náðist hins vegar að klára allar tökur. Íslensku statistarnir urðu aftur á móti veðurtepptir og neyddust því til að gista á Vík yfir nóttina.- fgg Game of Thrones Lífið Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira
Fimm mánaða löngu tökutímabili hjá tökuliði Game of Thrones lauk á laugardaginn og af því tilefni var skellt upp mikilli veislu á sunnudeginum. Staðsetningin var varla tilviljun, víkingastaðurinn Fjörukráin í Hafnarfirði. „Þeir lögðu staðinn undir sig en þetta var mjög þægilegt og gott fólk sem var auðvelt að vera með,“ segir Jóhannes Viðar Bjarnason, vert á Fjörukránni. Jóhannes bauð tökuliðinu upp á þjóðlega íslenska rétti og íslenskt jólahlaðborð. Stærstur hluti tökuliðsins er frá írskum armi HBO og þegar tveir trúbadorar stigu á stokk söng tökuliðið hástöfum með. „Það er gott að halda partí á Fjörukránni,“ segir annar trúbadorinn, Ólafur Bjarnason. Hann spilaði og söng í næstum tvo tíma og þegar komið var að kveðjustund vildu gestirnir ekki fá neitt diskótek heldur heimtuðu meira kassagítarstuð. „Þeir þekktu lögin mjög vel og voru duglegir að skála,“ segir Ólafur. Mestu athyglina vakti auðvitað Kit Harington, sjálfur Jon Snow, sem leyfði hverjum sem vildi að mynda sig með sér. Tökuliðið svaf síðan úr sér á gistiheimilinu og hafði sig loks á brott eftir tæplega þriggja vikna dvöl hér á landi. Síðustu tökurnar fóru fram við Höfðabrekkuheiði á laugardaginn og lék blindbylur tökuliðið grátt. Sumum íslensku statistunum stóð hreinlega ekki á sama þegar veðrið var sem verst en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins náðist hins vegar að klára allar tökur. Íslensku statistarnir urðu aftur á móti veðurtepptir og neyddust því til að gista á Vík yfir nóttina.- fgg
Game of Thrones Lífið Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira