Lélegir brandarar Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 8. desember 2011 06:00 Besti flokkurinn og Samfylkingin hafa einbeitt sér sérstaklega að því að hræra í leikskólakerfi borgarinnar frá því þau tóku við stjórn í fyrra. Enginn málaflokkur á að vera undanskilinn hagræðingu, en reynslan hefur sýnt að hagræðing fylgir fáum aðgerðum meirihlutans. Þeim, sem þekkja til leikskólastarfs í borginni, ofbýður hvað stefnuleysið er algjört. Stefnuleysið lýsir sér í ákvörðunum án markmiða og því að mikilvægum spurningum er ekki svarað. Spurningum eins og hvort foreldrar ættu að greiða sambærileg gjöld fyrir leikskólapláss og dagforeldrapláss. Í dag er allt að 300% munur á þessum tveimur þjónustuleiðum. Ekki fást heldur svör við því hvaða stefnu eigi að fylgja í matarmálum leikskólabarna en þess má geta að leikskólabörnum er gefið að borða fyrir 232 kr. á dag. Sá rétti upp hönd sem veit hvernig á að lækka þann kostnað. Hagræðing sem engu skilarSjálfstætt leikskólasvið hefur verið bitbein á milli flokka í borgarstjórn en meirihlutinn varpaði orðinu leikskóli fyrir róða í sumar þegar leikskólasvið hvarf inn í nýtt skóla- og frístundasvið. Í kjölfarið létu af störfum öflugir fagmenn í yfirstjórn leikskóla borgarinnar. Nú hallar verulega á leikskólana og breytingarnar hafa reynst mikil blóðtaka fyrir þá. Með öllu er óljóst hvaða fjármunir sparast með þessari leikfimi. Á sama tíma voru 24 leikskólar sameinaðir í ellefu, þrátt fyrir hörð mótmæli. Stjórn félags leikskólakennara fordæmdi vinnubrögðin og mótmælti harðlega. Vinnubrögðin voru hroðvirknisleg og sameiningar settar af stað án nokkurs fyrirvara. Sem betur fer eru stjórnendur sameinuðu skólanna með mikla reynslu og kalla ekki allt ömmu sína. Uppákomurnar í kjölfarið hafa verið flóknar og margir skólanna glíma við að sameina gjörólíkar áherslur og skipulag. Það hlýtur að vera þreytandi að vera leikskólakennari og heyra stjórnmálamenn hrósa starfi sínu í hástert en fá síðan vanhugsaðar breytingar yfir sig með offorsi. Og hver er afraksturinn af þessum umbyltingum? Eftir að fagsviðið neyddist til að skila afkomuviðvörun var ljóst að niðurstaðan var sú sem varað hafði verið við. Hagræðingin reyndist engin fyrir grunnskóla og einungis 0,7% af rekstri leikskóla. Að auki verður að hafa í huga að ekki hafa verið gefnar upplýsingar um kostnaðinn sem fallið hefur til vegna breytinganna. Getnaðarvarnir til bjargar?Með réttu var mikill þungi settur í að koma öllum börnum fæddum 2009 inn á leikskóla á þessu ári en sá árgangur er stór. Þessu fylgdi mikið álag og þýddi að stækka þurfti marga leikskóla á sama tíma og verið var að sameina, hagræða og leggja niður leikskólasvið. Þjónustutryggingin sem hjálpaði mörgum var lögð niður og ekkert gert til að lækka greiðslur foreldra fyrir dagforeldraþjónustu þrátt fyrir að kostnaður við hvert rými hjá dagforeldri sé mun minni en við leikskólapláss. Síðar kom í ljós að margir skólar höfðu bæði pláss og starfsfólk til að bjóða að auki yngri börnum, fæddum 2010, pláss á þessu ári. Meirihlutinn hafnaði að taka þau börn inn og enn hafa ekki fengist skýringar á þeim skrípaleik sem átti sér stað í fjölmiðlum í kjölfar frétta um þessi lausu pláss. Fulltrúar Besta flokksins komu fram og sögðu ranglega að alltaf væru geymdir tugir plássa til þess að mæta óvæntum uppákomum! Borgarstjóri sagði að börn fædd 2010 yrðu ekki innrituð fyrr en á næsta ári og nefndi í furðulegri ræðu að það væri mjög dýrt að eiga börn og benti „fólki á þann möguleika að nota smokkinn, getnaðarvarnir og ófrjósemisaðgerðir“. Ég get fullvissað Jón Gnarr um að þessi málaflokkur er ekkert grín og að það er ekki tilviljun að málshátturinn „lengi býr að fyrstu gerð“ varð til. Meirihlutinn hækkar laun með því að lækka launRúsínan í pylsuendanum er svo launalækkun leikskólakennara. Fyrir stuttu kom formaður borgarráðs fram og varði ákvörðun borgarinnar um að leggja af svokallað neysluhlé leikskólakennara en starfsmenn njóta ekki hefðbundins matarhlés frá vinnu. Dagur B. Eggertsson fór með rangt mál þegar hann sagði að kjarasamningar fælu í sér að greiðslur fyrir neysluhlé færðust inn í grunnlaun í áföngum. Ekkert slíkt er í nýjum kjarasamningi og með ólíkindum að einn æðsti stjórnandi borgarinnar segi að fjármagna þurfi betri kjör leikskólakennara með því að rýra kjör þeirra. Skýrt stefnuleysiVandræðagangur meirihlutans í leikskólamálum kristallaðist í því að daginn eftir skýringar á launalækkunum sendi borgin frá sér yfirlýsingu um að innrita ætti á næstu dögum börn fædd 2010, réttum tveimur vikum eftir að borgarstjóri sagðist ekkert geta gert annað en að bjóða upp á smokka fyrir foreldra. Veit einhver hvert þessi meirihluti stefnir með leikskólastarf í borginni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Besti flokkurinn og Samfylkingin hafa einbeitt sér sérstaklega að því að hræra í leikskólakerfi borgarinnar frá því þau tóku við stjórn í fyrra. Enginn málaflokkur á að vera undanskilinn hagræðingu, en reynslan hefur sýnt að hagræðing fylgir fáum aðgerðum meirihlutans. Þeim, sem þekkja til leikskólastarfs í borginni, ofbýður hvað stefnuleysið er algjört. Stefnuleysið lýsir sér í ákvörðunum án markmiða og því að mikilvægum spurningum er ekki svarað. Spurningum eins og hvort foreldrar ættu að greiða sambærileg gjöld fyrir leikskólapláss og dagforeldrapláss. Í dag er allt að 300% munur á þessum tveimur þjónustuleiðum. Ekki fást heldur svör við því hvaða stefnu eigi að fylgja í matarmálum leikskólabarna en þess má geta að leikskólabörnum er gefið að borða fyrir 232 kr. á dag. Sá rétti upp hönd sem veit hvernig á að lækka þann kostnað. Hagræðing sem engu skilarSjálfstætt leikskólasvið hefur verið bitbein á milli flokka í borgarstjórn en meirihlutinn varpaði orðinu leikskóli fyrir róða í sumar þegar leikskólasvið hvarf inn í nýtt skóla- og frístundasvið. Í kjölfarið létu af störfum öflugir fagmenn í yfirstjórn leikskóla borgarinnar. Nú hallar verulega á leikskólana og breytingarnar hafa reynst mikil blóðtaka fyrir þá. Með öllu er óljóst hvaða fjármunir sparast með þessari leikfimi. Á sama tíma voru 24 leikskólar sameinaðir í ellefu, þrátt fyrir hörð mótmæli. Stjórn félags leikskólakennara fordæmdi vinnubrögðin og mótmælti harðlega. Vinnubrögðin voru hroðvirknisleg og sameiningar settar af stað án nokkurs fyrirvara. Sem betur fer eru stjórnendur sameinuðu skólanna með mikla reynslu og kalla ekki allt ömmu sína. Uppákomurnar í kjölfarið hafa verið flóknar og margir skólanna glíma við að sameina gjörólíkar áherslur og skipulag. Það hlýtur að vera þreytandi að vera leikskólakennari og heyra stjórnmálamenn hrósa starfi sínu í hástert en fá síðan vanhugsaðar breytingar yfir sig með offorsi. Og hver er afraksturinn af þessum umbyltingum? Eftir að fagsviðið neyddist til að skila afkomuviðvörun var ljóst að niðurstaðan var sú sem varað hafði verið við. Hagræðingin reyndist engin fyrir grunnskóla og einungis 0,7% af rekstri leikskóla. Að auki verður að hafa í huga að ekki hafa verið gefnar upplýsingar um kostnaðinn sem fallið hefur til vegna breytinganna. Getnaðarvarnir til bjargar?Með réttu var mikill þungi settur í að koma öllum börnum fæddum 2009 inn á leikskóla á þessu ári en sá árgangur er stór. Þessu fylgdi mikið álag og þýddi að stækka þurfti marga leikskóla á sama tíma og verið var að sameina, hagræða og leggja niður leikskólasvið. Þjónustutryggingin sem hjálpaði mörgum var lögð niður og ekkert gert til að lækka greiðslur foreldra fyrir dagforeldraþjónustu þrátt fyrir að kostnaður við hvert rými hjá dagforeldri sé mun minni en við leikskólapláss. Síðar kom í ljós að margir skólar höfðu bæði pláss og starfsfólk til að bjóða að auki yngri börnum, fæddum 2010, pláss á þessu ári. Meirihlutinn hafnaði að taka þau börn inn og enn hafa ekki fengist skýringar á þeim skrípaleik sem átti sér stað í fjölmiðlum í kjölfar frétta um þessi lausu pláss. Fulltrúar Besta flokksins komu fram og sögðu ranglega að alltaf væru geymdir tugir plássa til þess að mæta óvæntum uppákomum! Borgarstjóri sagði að börn fædd 2010 yrðu ekki innrituð fyrr en á næsta ári og nefndi í furðulegri ræðu að það væri mjög dýrt að eiga börn og benti „fólki á þann möguleika að nota smokkinn, getnaðarvarnir og ófrjósemisaðgerðir“. Ég get fullvissað Jón Gnarr um að þessi málaflokkur er ekkert grín og að það er ekki tilviljun að málshátturinn „lengi býr að fyrstu gerð“ varð til. Meirihlutinn hækkar laun með því að lækka launRúsínan í pylsuendanum er svo launalækkun leikskólakennara. Fyrir stuttu kom formaður borgarráðs fram og varði ákvörðun borgarinnar um að leggja af svokallað neysluhlé leikskólakennara en starfsmenn njóta ekki hefðbundins matarhlés frá vinnu. Dagur B. Eggertsson fór með rangt mál þegar hann sagði að kjarasamningar fælu í sér að greiðslur fyrir neysluhlé færðust inn í grunnlaun í áföngum. Ekkert slíkt er í nýjum kjarasamningi og með ólíkindum að einn æðsti stjórnandi borgarinnar segi að fjármagna þurfi betri kjör leikskólakennara með því að rýra kjör þeirra. Skýrt stefnuleysiVandræðagangur meirihlutans í leikskólamálum kristallaðist í því að daginn eftir skýringar á launalækkunum sendi borgin frá sér yfirlýsingu um að innrita ætti á næstu dögum börn fædd 2010, réttum tveimur vikum eftir að borgarstjóri sagðist ekkert geta gert annað en að bjóða upp á smokka fyrir foreldra. Veit einhver hvert þessi meirihluti stefnir með leikskólastarf í borginni?
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun