Ingimundur: Get verið fljótur að bæta aftur á mig kílóum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2011 06:00 Ingimundur Ingimundarson hefur tekið af sér nokkur kíló að undanförnu. Fréttablaðið/Anton Ingimundur Ingimundarson, leikmaður Fram og íslenska landsliðsins, hefur verið duglegur við að létta sig síðustu vikur og mánuði svo eftir því var tekið. Hann sneri aftur heim til Íslands úr atvinnumennskunni í sumar og hefur lagt ríka áherslu á að halda sér í sem allra bestu formi. „Ég hef æft vel í sumar og haust og er í fínu standi. Ég er kannski búinn að æfa of mikið því Guðmundur er búinn að tuða yfir því hvað ég er orðinn léttur,“ segir Ingimundur og brosir. „En þó svo að ég sé léttari en ég hef verið að undanförnu held ég mínum styrk. Ég hef allavega verið að glíma við afturendann á Kára á hverri æfingu og það er ekkert smáræði. Hann er öflugur í blokkeringunum og harður af sér,“ segir Ingimundur sem æfði með íslenska landsliðinu í síðustu viku. „En svo ég tali af fullri alvöru þá finnst mér þetta virka vel fyrir mig og ef nauðsyn krefur þá er ég fljótur að bæta á mig nokkrum kílóum. Ég á frekar auðvelt með það.“ Hann segir að það hafi aldrei verið ætlunin að slaka eitthvað á eftir að hann kom aftur til Íslands. „Ég ætla mér að halda áfram í handbolta af fullum krafti. Ég æfi mikið aukalega enda vissi ég að ég þyrfti að halda mér á tánum til að detta ekki úr landsliðinu og gera áfram góða hluti með því,“ segir Ingimundur en bætir við að það hafi verið mikil breyting fyrir sig að koma aftur heim. „Hérna heima er mikið um létta leikmenn, snögga og tekníska, en ytra er maður helst að glíma við tveggja metra menn sem beita sér á annan hátt. Það á enginn fast sæti í landsliðinu og ég þarf að vera í toppformi hér heima til að halda sæti mínu þar.“ Hann segist vera opinn fyrir því að fara aftur út í atvinnumennsku eftir tímabilið. „Ég get ekki sagt að ég stefni beinlínis að því að komast aftur út en ég vil halda mér í góðu standi ef eitthvað áhugavert kemur upp. En mér líður líka mjög vel heima. Það gefur mér mikið að vera nálægt fjölskyldu og vinum, auk þess sem æfingamenningin í handboltanum hér heima er mjög góð.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sjá meira
Ingimundur Ingimundarson, leikmaður Fram og íslenska landsliðsins, hefur verið duglegur við að létta sig síðustu vikur og mánuði svo eftir því var tekið. Hann sneri aftur heim til Íslands úr atvinnumennskunni í sumar og hefur lagt ríka áherslu á að halda sér í sem allra bestu formi. „Ég hef æft vel í sumar og haust og er í fínu standi. Ég er kannski búinn að æfa of mikið því Guðmundur er búinn að tuða yfir því hvað ég er orðinn léttur,“ segir Ingimundur og brosir. „En þó svo að ég sé léttari en ég hef verið að undanförnu held ég mínum styrk. Ég hef allavega verið að glíma við afturendann á Kára á hverri æfingu og það er ekkert smáræði. Hann er öflugur í blokkeringunum og harður af sér,“ segir Ingimundur sem æfði með íslenska landsliðinu í síðustu viku. „En svo ég tali af fullri alvöru þá finnst mér þetta virka vel fyrir mig og ef nauðsyn krefur þá er ég fljótur að bæta á mig nokkrum kílóum. Ég á frekar auðvelt með það.“ Hann segir að það hafi aldrei verið ætlunin að slaka eitthvað á eftir að hann kom aftur til Íslands. „Ég ætla mér að halda áfram í handbolta af fullum krafti. Ég æfi mikið aukalega enda vissi ég að ég þyrfti að halda mér á tánum til að detta ekki úr landsliðinu og gera áfram góða hluti með því,“ segir Ingimundur en bætir við að það hafi verið mikil breyting fyrir sig að koma aftur heim. „Hérna heima er mikið um létta leikmenn, snögga og tekníska, en ytra er maður helst að glíma við tveggja metra menn sem beita sér á annan hátt. Það á enginn fast sæti í landsliðinu og ég þarf að vera í toppformi hér heima til að halda sæti mínu þar.“ Hann segist vera opinn fyrir því að fara aftur út í atvinnumennsku eftir tímabilið. „Ég get ekki sagt að ég stefni beinlínis að því að komast aftur út en ég vil halda mér í góðu standi ef eitthvað áhugavert kemur upp. En mér líður líka mjög vel heima. Það gefur mér mikið að vera nálægt fjölskyldu og vinum, auk þess sem æfingamenningin í handboltanum hér heima er mjög góð.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sjá meira