Það voru bara tvær mínútur eftir af æfingunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2011 07:00 Einar Ingi Hrafnsson spilar ekki handbolta fyrr en á næsta ári. Mynd/Stefán Það var stutt gaman hjá línumanninum Einari Inga Hrafnssyni sem var valinn í íslenska landsliðið á dögunum. Hann varð fyrir miklu áfalli í fyrrakvöld þegar hann handarbrotnaði á æfingu íslenska landsliðsins. Einar Ingi var að fá sín fyrstu alvöru kynni af A-landsliðinu en átti að baki einn leik með hálfgerðu b-liði sumarið 2009. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist. Ég greip boltann og er í baráttu á milli tveggja manna. Það kemur einhver slinkur á puttann og ég hélt fyrst að ég hefði farið í og úr lið. Svo kom í ljós að þetta var brotið. Ég hef fengið eitthvert högg á höndina í þessu krafsi en ég datt samt ekkert á höndina eða neitt,“ sagði Einar Ingi og bætti við: „Ég held að það sé ekki hægt að ímynda sér þetta meira svekkjandi. Þetta er alveg skelfilegt og ég veit ekki hvað ég gerði til þess að verðskulda þetta,“ sagði Einar en slysið gerðist í lok æfingarinnar. „Þetta er þvílík óheppni og það voru bara svona tvær mínútur eftir af æfingunni þegar þetta gerðist. Þetta var algjörlega í restina á æfingunni. Ofan á allt annað er þetta síðan skothöndin,“ sagði Einar. Hann hefur leikið ákaflega vel fyrir félag sitt, Mors Thy, í Danmörku á þessu tímabili og hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að hringja út og láta þjálfarann vita af meiðslunum. „Ég var stressaður vegna þessa símtals í morgun. Svona er þetta bara og hann blótaði þessu örugglega í sand og ösku þegar hann var búinn að skella á mig. Hann sýndi mér stuðning á meðan ég talaði við hann,“ sagði Einar en það var strax komin pressa á hann að ná leikjum í lok ársins. „Ég er ekki bjartsýnn á að ég nái að spila þennan leik sem hann vill að ég spili milli jóla og nýárs. Það er bara bull að reyna að taka einhvern einn leik þar og skemma meira fyrir sérstaklega þar sem það kemur pása þarna á eftir,“ segir Einar Ingi en landsliðsdraumurinn er dáinn í bili. „Læknirinn sagði við mig í morgun að gifs-tíminn væri svona fjórar vikur og svo eru sex til sjö vikur þangað til maður getur byrjað að gera eitthvað. Þetta ætti því að gróa án þess að ég þurfi að fara í aðgerð. Ef ég er ekki negldur þá á þetta ekki að há mér neitt í framtíðinni. Þeir vilja samt fá mynd af þessu aftur eftir átta til níu daga til að sjá hvort það sé komin einhver hreyfing á þetta. Ef það verður komin einhver hreyfing á brotið þá þarf að negla þetta,“ segir Einar. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Sjá meira
Það var stutt gaman hjá línumanninum Einari Inga Hrafnssyni sem var valinn í íslenska landsliðið á dögunum. Hann varð fyrir miklu áfalli í fyrrakvöld þegar hann handarbrotnaði á æfingu íslenska landsliðsins. Einar Ingi var að fá sín fyrstu alvöru kynni af A-landsliðinu en átti að baki einn leik með hálfgerðu b-liði sumarið 2009. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist. Ég greip boltann og er í baráttu á milli tveggja manna. Það kemur einhver slinkur á puttann og ég hélt fyrst að ég hefði farið í og úr lið. Svo kom í ljós að þetta var brotið. Ég hef fengið eitthvert högg á höndina í þessu krafsi en ég datt samt ekkert á höndina eða neitt,“ sagði Einar Ingi og bætti við: „Ég held að það sé ekki hægt að ímynda sér þetta meira svekkjandi. Þetta er alveg skelfilegt og ég veit ekki hvað ég gerði til þess að verðskulda þetta,“ sagði Einar en slysið gerðist í lok æfingarinnar. „Þetta er þvílík óheppni og það voru bara svona tvær mínútur eftir af æfingunni þegar þetta gerðist. Þetta var algjörlega í restina á æfingunni. Ofan á allt annað er þetta síðan skothöndin,“ sagði Einar. Hann hefur leikið ákaflega vel fyrir félag sitt, Mors Thy, í Danmörku á þessu tímabili og hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að hringja út og láta þjálfarann vita af meiðslunum. „Ég var stressaður vegna þessa símtals í morgun. Svona er þetta bara og hann blótaði þessu örugglega í sand og ösku þegar hann var búinn að skella á mig. Hann sýndi mér stuðning á meðan ég talaði við hann,“ sagði Einar en það var strax komin pressa á hann að ná leikjum í lok ársins. „Ég er ekki bjartsýnn á að ég nái að spila þennan leik sem hann vill að ég spili milli jóla og nýárs. Það er bara bull að reyna að taka einhvern einn leik þar og skemma meira fyrir sérstaklega þar sem það kemur pása þarna á eftir,“ segir Einar Ingi en landsliðsdraumurinn er dáinn í bili. „Læknirinn sagði við mig í morgun að gifs-tíminn væri svona fjórar vikur og svo eru sex til sjö vikur þangað til maður getur byrjað að gera eitthvað. Þetta ætti því að gróa án þess að ég þurfi að fara í aðgerð. Ef ég er ekki negldur þá á þetta ekki að há mér neitt í framtíðinni. Þeir vilja samt fá mynd af þessu aftur eftir átta til níu daga til að sjá hvort það sé komin einhver hreyfing á þetta. Ef það verður komin einhver hreyfing á brotið þá þarf að negla þetta,“ segir Einar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Fleiri fréttir „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Sjá meira