Af sögufölsunarfélaginu 25. október 2011 06:00 Mottó „...að verma sitt hræ við annarra eld og eigna sér bráð sem af hinum var felld var grikkur að raumanna geði“. (E. Ben. Fróðárhirðin) Mér hefur borist til eyrna, (seint og um síðir, þar sem ég er einn þeirra fjölmörgu, sem sjá ekki Moggann), að þann 17. sept. sl. hafi formaður þingflokks sjálfstæðismanna, Ragnheiður Elín Árnadóttir, birt greinarkorn í Mbl., þar sem hún eignaði frumkvæðið að stuðningi Íslands við sjálfstæði baráttu Eystrasaltsþjóða fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, Þorsteini Pálssyni. Það mátti ekki seinna vera. Er búið að láta Eystrasaltsbúa vita af þessu? Kannast þeir við manninn? Getur þetta hafa farið framhjá þeim? Í alvöru talað: Mikið hlýtur málefnastaða og sjálfsmynd sjálfstæðismanna á þessum síðustu og verstu dögum eftir Hrun að vera orðin bágborin, fyrst þingflokksformaðurinn telur sæmandi að grípa til svona örþrifaráða til að hressa upp á sálartetrið og sjálfsmyndina. Stuðningur Íslands við endurreisn sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða snerist ekki um eitthvert ímyndað kapphlaup á heimavettvangi um það, hver yrði fyrstur til að viðurkenna sjálfstæði þeirra, til þess að geta montað sig af því hér innan lands. Nóg er nú þjóðremban fyrir á bæ þingflokksformannsins og ekki á hana bætandi. Ótímabærar yfirlýsingar af því tagi hefðu ekki komið Eystrasaltsþjóðum að neinu haldi í háska þeirra. Stuðningur Íslands við sjálfstæðisbaráttu þessara þjóða á árunum 1988–91 snerist um að ljá málstað þeirra rödd okkar á alþjóðavettvangi, þegar þeirra eigin rödd var þögguð niður fyrir atbeina leiðtoga vestrænna lýðræðisríkja á þeim tíma. Þetta gerði utanríkisráðherra Íslands, hvarvetna þar sem hann hafði til þess vettvang: hjá Sameinuðu þjóðunum, í ráðherraráði NATO, í Evrópuráðinu, hjá RÖSE og víðar. Málið snerist um að skýra málstað þessara þjóða fyrir leiðandi stjórnmálamönnum á Vesturlöndum og að afla fylgis við hann, sem hægt væri að virkja, þegar tækifæri skapaðist til að láta til skarar skríða. Það gerðist við hina misheppnuðu valdaránstilraun í Moskvu, 19. ágúst, 1991. Þá munaði um frumkvæði og samstöðu smáþjóða – þegar sjálfskipuð forysturíki brugðust – og dugði til þess að ekki yrði aftur snúið. Það er misskilningur, að samþykktir stjórnarandstöðuflokks handa galleríinu heima fyrir hafi skipt einhverju máli í þessu samhengi. Málið var reifað, flutt og unnið á alþjóðavettvangi. Þar kom Sjálfstæðisflokkurinn einfaldlega hvergi við sögu. Um það er svo sem ekkert meira að segja. Hitt má kannski heita guðsþakkarvert, að flokkurinn var ekki á móti, eins og hann var á móti EES í stjórnarandstöðu, en skipti snarlega um skoðun til að komast í ríkisstjórn. Eftirmáli: Ég hef líka heyrt á skotspónum, að yfirhugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, dæmdur ritþjófur við Háskóla Íslands, hafi skrifað heila grein um sama efni og samviskusamlega gætt þess að nefna aldrei mitt nafn. Það sannar bara, að prófessorinn kann miklu betur til verka við sögufalsanir en þingflokksformaðurinn, enda hefur hann miklu lengri starfsreynslu í faginu. En ósköp finnst mér illa komið fyrir minni þjóð, sem trúir karakterum af þessu tagi fyrir því göfuga hlutverki að uppfræða æskuna. (Höf. er heiðursborgari í Vilnius, höfuðborg Litháen) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Skoðanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mottó „...að verma sitt hræ við annarra eld og eigna sér bráð sem af hinum var felld var grikkur að raumanna geði“. (E. Ben. Fróðárhirðin) Mér hefur borist til eyrna, (seint og um síðir, þar sem ég er einn þeirra fjölmörgu, sem sjá ekki Moggann), að þann 17. sept. sl. hafi formaður þingflokks sjálfstæðismanna, Ragnheiður Elín Árnadóttir, birt greinarkorn í Mbl., þar sem hún eignaði frumkvæðið að stuðningi Íslands við sjálfstæði baráttu Eystrasaltsþjóða fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, Þorsteini Pálssyni. Það mátti ekki seinna vera. Er búið að láta Eystrasaltsbúa vita af þessu? Kannast þeir við manninn? Getur þetta hafa farið framhjá þeim? Í alvöru talað: Mikið hlýtur málefnastaða og sjálfsmynd sjálfstæðismanna á þessum síðustu og verstu dögum eftir Hrun að vera orðin bágborin, fyrst þingflokksformaðurinn telur sæmandi að grípa til svona örþrifaráða til að hressa upp á sálartetrið og sjálfsmyndina. Stuðningur Íslands við endurreisn sjálfstæðis Eystrasaltsþjóða snerist ekki um eitthvert ímyndað kapphlaup á heimavettvangi um það, hver yrði fyrstur til að viðurkenna sjálfstæði þeirra, til þess að geta montað sig af því hér innan lands. Nóg er nú þjóðremban fyrir á bæ þingflokksformannsins og ekki á hana bætandi. Ótímabærar yfirlýsingar af því tagi hefðu ekki komið Eystrasaltsþjóðum að neinu haldi í háska þeirra. Stuðningur Íslands við sjálfstæðisbaráttu þessara þjóða á árunum 1988–91 snerist um að ljá málstað þeirra rödd okkar á alþjóðavettvangi, þegar þeirra eigin rödd var þögguð niður fyrir atbeina leiðtoga vestrænna lýðræðisríkja á þeim tíma. Þetta gerði utanríkisráðherra Íslands, hvarvetna þar sem hann hafði til þess vettvang: hjá Sameinuðu þjóðunum, í ráðherraráði NATO, í Evrópuráðinu, hjá RÖSE og víðar. Málið snerist um að skýra málstað þessara þjóða fyrir leiðandi stjórnmálamönnum á Vesturlöndum og að afla fylgis við hann, sem hægt væri að virkja, þegar tækifæri skapaðist til að láta til skarar skríða. Það gerðist við hina misheppnuðu valdaránstilraun í Moskvu, 19. ágúst, 1991. Þá munaði um frumkvæði og samstöðu smáþjóða – þegar sjálfskipuð forysturíki brugðust – og dugði til þess að ekki yrði aftur snúið. Það er misskilningur, að samþykktir stjórnarandstöðuflokks handa galleríinu heima fyrir hafi skipt einhverju máli í þessu samhengi. Málið var reifað, flutt og unnið á alþjóðavettvangi. Þar kom Sjálfstæðisflokkurinn einfaldlega hvergi við sögu. Um það er svo sem ekkert meira að segja. Hitt má kannski heita guðsþakkarvert, að flokkurinn var ekki á móti, eins og hann var á móti EES í stjórnarandstöðu, en skipti snarlega um skoðun til að komast í ríkisstjórn. Eftirmáli: Ég hef líka heyrt á skotspónum, að yfirhugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, dæmdur ritþjófur við Háskóla Íslands, hafi skrifað heila grein um sama efni og samviskusamlega gætt þess að nefna aldrei mitt nafn. Það sannar bara, að prófessorinn kann miklu betur til verka við sögufalsanir en þingflokksformaðurinn, enda hefur hann miklu lengri starfsreynslu í faginu. En ósköp finnst mér illa komið fyrir minni þjóð, sem trúir karakterum af þessu tagi fyrir því göfuga hlutverki að uppfræða æskuna. (Höf. er heiðursborgari í Vilnius, höfuðborg Litháen)
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar