Um Grímsstaði og vald ráðherra Róbert R. Spanó skrifar 19. september 2011 20:23 I. Lög og pólitíkAð undanförnu hefur mikið verið rætt um áhuga útlendings á því að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum til að stunda þar atvinnurekstur á sviði ferðaþjónustu. Í því sambandi hafa menn rætt um hvort heimila eigi útlendingum yfirleitt að kaupa jarðir og auðlindir hér á landi. Þessi umræða er þörf. Brýnt er að málefnaleg rök komi fram með og á móti. Í lögum frá 1966 um eignarétt og afnotarétt fasteigna er innanríkisráðherra veitt leyfi til að víkja frá skilyrðum um íslenskan ríkisborgararétt eða lögheimili hér á landi við kaup á fasteign. Er undanþáguheimild ráðherra opin og matskennd. Því má velta fyrir sér hvort ráðherrar geti við þessar aðstæður gert það sem þeim sýnist. Geta þeir lagalega látið pólitík ráða ferðinni? Svarið er nei. Þegar ráðherra er falið með lögum að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna eru þær lagalegs eðlis en ekki pólitískar, eins og nú verður útskýrt. II. Tvíþætt hlutverk ráðherra í stjórnskipuninniÍ stjórnarskránni segir að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Það þýðir að ráðherrar eru ásamt forseta æðstu handhafar framkvæmdarvaldsins. Þeir eiga með öðrum orðum að framkvæma þau lög sem Alþingi setur. Ráðherrar framkvæma lög einkum með því að setja reglugerðir eða taka ákvarðanir í einstökum málum á grundvelli laga. Þegar ráðherrar taka ákvarðanir eru þeir stjórnvaldshafar og verða að fylgja lögunum í einu og öllu. Pólitískar áherslur eða hugsjónir ráðherrans mega ekki hafa áhrif á slíkar ákvarðanir. Það er sú pólitík sem birtist í gildandi lögum sem ræður ferðinni. Engu máli skiptir hvort ráðherra er ósammála þeirri pólitík eða ekki. Hann verður samkvæmt stjórnarskránni að framkvæma lögin eins og þau eru þegar ákvörðun er tekin. Ráðherrar eru hins vegar ekki bara stjórnvaldshafar. Þeir eiga einnig að vinna að pólitískri stefnumótun á því málefnasviði sem þeir fara með. Þeir geta í krafti svokallaðs frumkvæðisréttar lagt fram frumvörp á Alþingi ef þeir vilja gera tillögur um breytingar á lögum. Það geta þeir t.d. gert ef gildandi lög mæla fyrir um áherslur eða lausnir sem þeir eru pólitískt ósammála. Ráðherrar mega hins vegar ekki blanda saman hlutverki sínu sem stjórnvaldshafar annars vegar og þess sem fer með pólitíska stefnumótun hins vegar. III. Ákvarðanir ráðherra á grundvelli opinna og matskenndra heimilda í lögumRáðherrar þurfa gjarnan að taka ákvarðanir á grundvelli opinna og matskenndra heimilda í lögum. Það gera þeir sem stjórnvaldshafar. Það er ekkert einhlítt svar við því hvernig ráðherra ber að taka ákvörðun í tilvikum sem þessum. Ræðst það að nokkru marki af þeim lögum sem í hlut eiga hverju sinni. Í lögfræðinni eru þó viðurkennd ýmis sjónarmið sem horfa verður til. Til að útskýra þau nánar verður til hægðarauka horfið aftur til Grímsstaða. Áréttað er að það mál er hér aðeins tekið til umfjöllunar í dæmaskyni, enda gilda þessi sjónarmið einnig í ýmsum öðrum málum sem stjórnsýsla ráðuneytanna þarf að kljást við. Þegar útlendingur utan EES-svæðisins vill kaupa fasteign hér á landi verður hann að fá leyfi ráðherra til þess. Í lögunum segir hins vegar ekkert meira um það til hvaða sjónarmiða ráðherrann á að líta. Í ljósi þessa verður hann að svara a.m.k. eftirtöldum spurningum þegar ákvörðun er tekin: Hvaða ályktanir um beitingu heimildar ráðherra verða dregnar af ákvæðum laganna frá 1966 og þeim markmiðum og meginreglum sem að baki þeim búa? Hvaða málefnalegu sjónarmið má ráðherra draga inn í mat sitt í ljósi sögulegs aðdraganda og uppbyggingar laganna? Hvaða þýðingu hefur grundvallarregla stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignaréttar í því sambandi? Hvernig hefur áður á grundvelli sömu laga verið leyst úr beiðnum útlendinga utan EES-svæðisins um kaup á fasteignum hér á landi? Hvaða þýðingu hafa þær afgreiðslur ráðherra í ljósi jafnræðisreglu? Þegar þessum spurningum hefur verið svarað lögfræðilega kann ráðherra að hafa ákveðið val á milli sjónarmiða sem teljast málefnaleg. Aðalatriðið er það að útgangspunktur matsins er ákvæði stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignaréttar, gildandi lög frá 1966 og ályktanir sem af þeim verða dregnar. Það myndi því stoða lítt fyrir ráðherra að glugga t.d. í stefnuyfirlýsingu sitjandi ríkisstjórnar eða tiltekins stjórnmálaflokks þegar hann undirbýr ákvörðun sína. Þá geta nýjustu skoðanakannanir um afstöðu fólksins í landinu ekki heldur skipt neinu máli eins og lögunum frá 1966 er háttað. Horfi ráðherra til slíkra sjónarmiða við mat sitt á hann því á hættu að blanda eigin pólitík saman við skyldur sínar sem stjórnvaldshafa. Ákvörðun hans kann þá að vera dæmd ólögmæt ef á hana reynir fyrir dómi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Róbert Spanó Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
I. Lög og pólitíkAð undanförnu hefur mikið verið rætt um áhuga útlendings á því að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum til að stunda þar atvinnurekstur á sviði ferðaþjónustu. Í því sambandi hafa menn rætt um hvort heimila eigi útlendingum yfirleitt að kaupa jarðir og auðlindir hér á landi. Þessi umræða er þörf. Brýnt er að málefnaleg rök komi fram með og á móti. Í lögum frá 1966 um eignarétt og afnotarétt fasteigna er innanríkisráðherra veitt leyfi til að víkja frá skilyrðum um íslenskan ríkisborgararétt eða lögheimili hér á landi við kaup á fasteign. Er undanþáguheimild ráðherra opin og matskennd. Því má velta fyrir sér hvort ráðherrar geti við þessar aðstæður gert það sem þeim sýnist. Geta þeir lagalega látið pólitík ráða ferðinni? Svarið er nei. Þegar ráðherra er falið með lögum að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna eru þær lagalegs eðlis en ekki pólitískar, eins og nú verður útskýrt. II. Tvíþætt hlutverk ráðherra í stjórnskipuninniÍ stjórnarskránni segir að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Það þýðir að ráðherrar eru ásamt forseta æðstu handhafar framkvæmdarvaldsins. Þeir eiga með öðrum orðum að framkvæma þau lög sem Alþingi setur. Ráðherrar framkvæma lög einkum með því að setja reglugerðir eða taka ákvarðanir í einstökum málum á grundvelli laga. Þegar ráðherrar taka ákvarðanir eru þeir stjórnvaldshafar og verða að fylgja lögunum í einu og öllu. Pólitískar áherslur eða hugsjónir ráðherrans mega ekki hafa áhrif á slíkar ákvarðanir. Það er sú pólitík sem birtist í gildandi lögum sem ræður ferðinni. Engu máli skiptir hvort ráðherra er ósammála þeirri pólitík eða ekki. Hann verður samkvæmt stjórnarskránni að framkvæma lögin eins og þau eru þegar ákvörðun er tekin. Ráðherrar eru hins vegar ekki bara stjórnvaldshafar. Þeir eiga einnig að vinna að pólitískri stefnumótun á því málefnasviði sem þeir fara með. Þeir geta í krafti svokallaðs frumkvæðisréttar lagt fram frumvörp á Alþingi ef þeir vilja gera tillögur um breytingar á lögum. Það geta þeir t.d. gert ef gildandi lög mæla fyrir um áherslur eða lausnir sem þeir eru pólitískt ósammála. Ráðherrar mega hins vegar ekki blanda saman hlutverki sínu sem stjórnvaldshafar annars vegar og þess sem fer með pólitíska stefnumótun hins vegar. III. Ákvarðanir ráðherra á grundvelli opinna og matskenndra heimilda í lögumRáðherrar þurfa gjarnan að taka ákvarðanir á grundvelli opinna og matskenndra heimilda í lögum. Það gera þeir sem stjórnvaldshafar. Það er ekkert einhlítt svar við því hvernig ráðherra ber að taka ákvörðun í tilvikum sem þessum. Ræðst það að nokkru marki af þeim lögum sem í hlut eiga hverju sinni. Í lögfræðinni eru þó viðurkennd ýmis sjónarmið sem horfa verður til. Til að útskýra þau nánar verður til hægðarauka horfið aftur til Grímsstaða. Áréttað er að það mál er hér aðeins tekið til umfjöllunar í dæmaskyni, enda gilda þessi sjónarmið einnig í ýmsum öðrum málum sem stjórnsýsla ráðuneytanna þarf að kljást við. Þegar útlendingur utan EES-svæðisins vill kaupa fasteign hér á landi verður hann að fá leyfi ráðherra til þess. Í lögunum segir hins vegar ekkert meira um það til hvaða sjónarmiða ráðherrann á að líta. Í ljósi þessa verður hann að svara a.m.k. eftirtöldum spurningum þegar ákvörðun er tekin: Hvaða ályktanir um beitingu heimildar ráðherra verða dregnar af ákvæðum laganna frá 1966 og þeim markmiðum og meginreglum sem að baki þeim búa? Hvaða málefnalegu sjónarmið má ráðherra draga inn í mat sitt í ljósi sögulegs aðdraganda og uppbyggingar laganna? Hvaða þýðingu hefur grundvallarregla stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignaréttar í því sambandi? Hvernig hefur áður á grundvelli sömu laga verið leyst úr beiðnum útlendinga utan EES-svæðisins um kaup á fasteignum hér á landi? Hvaða þýðingu hafa þær afgreiðslur ráðherra í ljósi jafnræðisreglu? Þegar þessum spurningum hefur verið svarað lögfræðilega kann ráðherra að hafa ákveðið val á milli sjónarmiða sem teljast málefnaleg. Aðalatriðið er það að útgangspunktur matsins er ákvæði stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignaréttar, gildandi lög frá 1966 og ályktanir sem af þeim verða dregnar. Það myndi því stoða lítt fyrir ráðherra að glugga t.d. í stefnuyfirlýsingu sitjandi ríkisstjórnar eða tiltekins stjórnmálaflokks þegar hann undirbýr ákvörðun sína. Þá geta nýjustu skoðanakannanir um afstöðu fólksins í landinu ekki heldur skipt neinu máli eins og lögunum frá 1966 er háttað. Horfi ráðherra til slíkra sjónarmiða við mat sitt á hann því á hættu að blanda eigin pólitík saman við skyldur sínar sem stjórnvaldshafa. Ákvörðun hans kann þá að vera dæmd ólögmæt ef á hana reynir fyrir dómi.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar