Róbert Spanó Grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins Mál vararíkissaksóknara hefur mikið verið til umræðu að undanförnu. Í framhaldi af beiðni ríkissaksóknara til dómsmálaráðherra um að honum yrði veitt lausn um stundarsakir hefur ráðherra tekið þá ákvörðun hafna beiðninni. Skoðun 12.9.2024 11:03 Samfélagsleg áhrif kláms Innanríkisráðuneytið og lagadeild Háskóla Íslands hafa undanfarin misseri efnt til umræðu um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Hófst þetta ferli haustið 2010 með stórum samráðsfundi þáverandi dómsmála- og mannréttindaráðuneytis og í framhaldinu smærri fundum með fulltrúum réttarvörslukerfisins, fræðasamfélagsins, stofnana og frjálsra félagasamtaka. Í framhaldi af samráðinu hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða og má þar nefna lagabreytingar, ráðstefnuhald, aukið formlegt samráð varðandi rannsókn kynferðisbrota og gerð fræðilegrar rannsóknar sem nú stendur yfir. Fastir pennar 12.10.2012 00:01 Á að hljóðrita ríkisstjórnarfundi? Ríkisstjórn er vettvangur samráðs ráðherra um stjórn landsins. Stjórnskipunin gerir ráð fyrir því að þar séu rædd mikilvæg stjórnarmálefni sem hafi áhrif á hag allrar þjóðarinnar. Það má því fullyrða að margir hefðu áhuga á því að vera fluga á vegg á ríkisstjórnarfundum. Fáir hafa upplifað það og fáir sem munu upplifa það í framtíðinni. Eða hvað? Fastir pennar 3.10.2012 21:47 Hæstiréttur og Mannréttindadómstóll Evrópu Hinn 10. júlí sl. kvað Mannréttindadómstóll Evrópu upp dóma í málum tveggja íslenskra blaðamanna sem höfðu fyrir dómstólum hér á landi sætt ómerkingu ummæla og verið gert að greiða miskabætur vegna greinarskrifa í DV annars vegar og í Vikunni hins vegar. Fastir pennar 28.8.2012 18:06 Dómur Landsdóms – síðari hluti Hinn 15. maí sl. birti höfundur fyrri pistil sinn um dóm Landsdóms frá 23. apríl sl. Þar var fjallað um fyrri hluta ákæru á hendur fyrrverandi forsætisráðherra fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í síðari hluta ákærunnar, sem er viðfangsefni þessa pistils, var ákærða gefið að sök að hafa látið farast fyrir að halda ríkisstjórnarfundi um mikilvæg Fastir pennar 25.6.2012 23:35 Dómur Landsdóms - fyrri hluti Hinn 23. apríl sl. kvað Landsdómur upp dóm í máli fyrrverandi forsætisráðherra. Hann markar tímamót í íslenskri réttarsögu, enda fyrsti dómurinn sem kveðinn er upp á grundvelli laga um ráðherraábyrgð. Í þessari grein og þeirri næstu verður til fróðleiks leitast við að gera almenna grein fyrir efni dómsins auk þess sem farið verður nokkrum orðum um fordæmisgildi hans. Fastir pennar 14.5.2012 16:28 Um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu Undanfarin misseri hefur talsvert verið rætt um þróun skipulagðrar brotastarfsemi hér á landi og hvernig eigi að bregðast við henni. Umræðan hefur einkum beinst að því hvort og þá að hvaða marki lögreglunni skuli fengnar víðtækari rannsóknarheimildir en hún hefur samkvæmt gildandi lögum til að stemma stigu við slíkri starfsemi. Eru heimildir af þessu tagi jafnan nefndar "forvirkar rannsóknarheimildir". Fastir pennar 2.4.2012 17:06 Um fordæmisgildi hæstaréttardóma Að undanförnu hefur talsvert verið rætt um fordæmisgildi dóma, einkum í tengslum við ýmis mál sem varða fjárhagslegt uppgjör vegna bankahrunsins og dæmd hafa verið í Hæstarétti. Er því tilefni til að fara nokkrum almennum orðum um hvernig fordæmisgildi dóma er metið. Þess skal getið að í eftirfarandi umfjöllun er fyrst og fremst horft til hæstaréttardóma í einkamálum. Fastir pennar 5.3.2012 17:08 Um börnin og refsilöggjöfina – dómur Hæstaréttar Lög eiga að tryggja sanngjarna málsmeðferð, réttlæti í samskiptum fólks og velferð. Börn sem hópur í samfélaginu eiga mikið undir því að Alþingi og stjórnvöld nái þessum markmiðum auk þess sem ábyrgð foreldra er mikil. Þau eru því ávallt fullorðnum háð. Er því afar brýnt að málefni barna séu jafnan í brennidepli í réttarkerfinu, í sífellu sé leitast við að gera betur, styrkja stöðu þeirra, efla vitund og þekkingu um aðstæður þeirra og velferð. Er þetta áréttað í 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar þar sem fram kemur að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Mótunarár barna eiga að vera tími öryggis, umhyggju og gleði. Áföll sem verða í lífi barns geta fylgt því til æviloka. Fastir pennar 6.2.2012 17:01 Áskorun réttarkerfis og samfélags Virðingin sem mér var sýnd! Ég bar ekki virðingu fyrir sjálfri mér og að mér skyldi sýnd þetta mikil virðing og vinsemd, það fékk mig til að hugsa: " […] Þau koma fram við mig eins og ég sé eðlileg. Eitthvað hræðilegt átti sér stað en ég fæ móttökur eins og ég sé eðlileg!“ Og smátt og smátt varð ég sjálfsöruggari og fannst ég ná stjórn að nýju.“ Skoðun 5.2.2012 22:35 Getur Alþingi afturkallað málshöfðun á hendur fyrrverandi forsætisráðherra? Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram tillögu á Alþingi þar sem lagt er til að þingið álykti að fella úr gildi fyrri ályktun þess um málshöfðun gegn fyrrverandi forsætisráðherra frá 28. september 2010. Þá feli Alþingi saksóknara þingsins að afturkalla í heild ákæru sem þingfest var fyrir Landsdómi 7. júní 2011. En getur Alþingi afturkallað málshöfðun á hendur ráðherra? Um það verður fjallað að þessu sinni. Fastir pennar 9.1.2012 16:54 Um gömul refsilög og nýja tækni - dómur Hæstaréttar Tíminn líður hratt á gervihnattaöld“ var eitt sinn sönglað fyrir Íslands hönd í Júróvisjón. Sá söngur hljómar alla daga á Alþingi því löggjafinn er gjarnan í kappi við tímann. Hraðar samfélagsbreytingar og tækniþróun kalla oft á snör handtök í löggjafarstarfinu. Á þetta sérstaklega við þegar löggjafinn hyggst nota refsingar til að hafa áhrif á breytni manna. Lög þarf hins vegar að túlka eftir samhenginu eins og áður hefur verið umfjöllunarefni á þessari síðu. Það er því ekki útilokað að gömul refsilög geti tekið mið af nýjum aðstæðum. Fastir pennar 28.11.2011 16:54 Hugleiðingar um lög og rétt - um jarðskjálfta á Hengilssvæðinu og friðhelgi heimilisins Jarðskjálftar eru í senn óhugnanlegt og merkilegt náttúrufyrirbæri sem við Íslendingar höfum oft upplifað. Sem betur fer hafa þó jarðskjálftar hér á landi, a.m.k. á síðari tímum, ekki valdið manntjóni þótt eignaspjöll hafi stundum orðið talsverð. Annað hefur verið uppi á teningnum erlendis, eins og nýleg dæmi í Tyrklandi, Japan og á Haítí sanna. Fastir pennar 14.11.2011 22:26 Er lögreglu heimilt að hlera samtöl fólks án vitundar þess? Í nýlegu svari innanríkisráðherra á Alþingi kom fram að á árinu 2009 hefðu 173 úrskurðir til símhlerana verið kveðnir upp, einum færri á síðasta ári og 73 úrskurðir það sem af er þessu ári. Á árinu 2010 hefði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérstakur saksóknari fengið heimild til símhlerana í 72 tilvikum hvor, þ.e. samtals 144 heimildir. Ekki lægi fyrir á þessu stigi í hversu mörgum tilvikum kröfum lögreglu um símhleranir hefði verið hafnað. Fastir pennar 31.10.2011 16:46 Um stöðu mála fyrir Landsdómi Með ályktun 28. september 2010 samþykkti Alþingi að höfða bæri sakamál fyrir Landsdómi á hendur fyrrum forsætisráðherra fyrir ætluð brot framin í embætti á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár. Af því tilefni kom Landsdómur saman í fyrsta skipti. Saksóknari Alþingis gaf út ákæru á hendur ráðherra í maí sl. á grundvelli ályktunar þingsins. Ákærunni er skipt upp í tvo kafla. Í þeim fyrri er ráðherra gefin að sök alvarleg Fastir pennar 17.10.2011 16:57 Skipta formreglur í lögum einhverju máli? Það er algengt að kvartað sé yfir því að lögfræðingar séu "óttalegir formalistar“. Helst heyrist þessi gagnrýni þegar fregnir berast af því að sakamáli hafi verið vísað frá dómi vegna brots á formreglum. Þá er gjarnan fussað og sveiað yfir því að ákærðu hafi "sloppið á tækniatriðum“, að dómstólar "hangi um of í forminu“. Fastir pennar 3.10.2011 16:57 Um Grímsstaði og vald ráðherra Að undanförnu hefur mikið verið rætt um áhuga útlendings á því að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum til að stunda þar atvinnurekstur á sviði ferðaþjónustu. Í því sambandi hafa menn rætt um hvort heimila eigi útlendingum yfirleitt að kaupa jarðir og auðlindir hér á landi. Þessi umræða er þörf. Brýnt er að málefnaleg rök komi fram með og á móti. Í lögum frá 1966 um eignarétt og afnotarétt fasteigna er innanríkisráðherra veitt leyfi til að víkja frá skilyrðum um íslenskan ríkisborgararétt eða lögheimili hér á landi við kaup á fasteign. Er undanþáguheimild ráðherra opin og matskennd. Því má velta fyrir sér hvort ráðherrar geti við þessar aðstæður gert það sem þeim sýnist. Geta þeir lagalega látið pólitík ráða ferðinni? Svarið er nei. Þegar ráðherra er falið með lögum að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna eru þær lagalegs eðlis en ekki pólitískar, eins og nú verður útskýrt. Skoðun 19.9.2011 20:23 Um lög og lögskýringar Í þjóðfélagsumræðunni hefur að undanförnu borið á gagnrýni á lögin og störf lögfræðinga. Dómarar hafa sætt ámæli fyrir að stunda pólitík klædda í lögfræðilegan búning og verið sakaðir á stundum um óhóflegan "formalisma“, eins og t.d. þegar Hæstiréttur ógilti kosningar til stjórnlagaþings í janúar sl. Þegar málsúrslit hafa hins vegar átt upp á pallborðið hjá almenningi, og einkum hjá þeim sem hæst hafa haft í umræðunni, þá eru dómarar lofaðir fyrir störf sín. Dæmi um þetta eru gengisdómar Hæstaréttar frá því í júní og september 2010. Skoðun 5.9.2011 20:41 Tillögur stjórnlagaráðs Sá er þetta ritar lýsti þeirri skoðun sinni umbeðinn á vettvangi allsherjarnefndar Alþingis að í framhaldi af ákvörðun Hæstaréttar frá 25. janúar sl. um ógildingu kosninga til stjórnlagaþings væru fyrirætlanir um að skipa þá í stjórnlagaráð, sem fremstir voru í kjörinu, byggðar á ótraustum grundvelli. Skoðun 7.8.2011 22:11
Grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins Mál vararíkissaksóknara hefur mikið verið til umræðu að undanförnu. Í framhaldi af beiðni ríkissaksóknara til dómsmálaráðherra um að honum yrði veitt lausn um stundarsakir hefur ráðherra tekið þá ákvörðun hafna beiðninni. Skoðun 12.9.2024 11:03
Samfélagsleg áhrif kláms Innanríkisráðuneytið og lagadeild Háskóla Íslands hafa undanfarin misseri efnt til umræðu um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Hófst þetta ferli haustið 2010 með stórum samráðsfundi þáverandi dómsmála- og mannréttindaráðuneytis og í framhaldinu smærri fundum með fulltrúum réttarvörslukerfisins, fræðasamfélagsins, stofnana og frjálsra félagasamtaka. Í framhaldi af samráðinu hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða og má þar nefna lagabreytingar, ráðstefnuhald, aukið formlegt samráð varðandi rannsókn kynferðisbrota og gerð fræðilegrar rannsóknar sem nú stendur yfir. Fastir pennar 12.10.2012 00:01
Á að hljóðrita ríkisstjórnarfundi? Ríkisstjórn er vettvangur samráðs ráðherra um stjórn landsins. Stjórnskipunin gerir ráð fyrir því að þar séu rædd mikilvæg stjórnarmálefni sem hafi áhrif á hag allrar þjóðarinnar. Það má því fullyrða að margir hefðu áhuga á því að vera fluga á vegg á ríkisstjórnarfundum. Fáir hafa upplifað það og fáir sem munu upplifa það í framtíðinni. Eða hvað? Fastir pennar 3.10.2012 21:47
Hæstiréttur og Mannréttindadómstóll Evrópu Hinn 10. júlí sl. kvað Mannréttindadómstóll Evrópu upp dóma í málum tveggja íslenskra blaðamanna sem höfðu fyrir dómstólum hér á landi sætt ómerkingu ummæla og verið gert að greiða miskabætur vegna greinarskrifa í DV annars vegar og í Vikunni hins vegar. Fastir pennar 28.8.2012 18:06
Dómur Landsdóms – síðari hluti Hinn 15. maí sl. birti höfundur fyrri pistil sinn um dóm Landsdóms frá 23. apríl sl. Þar var fjallað um fyrri hluta ákæru á hendur fyrrverandi forsætisráðherra fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í síðari hluta ákærunnar, sem er viðfangsefni þessa pistils, var ákærða gefið að sök að hafa látið farast fyrir að halda ríkisstjórnarfundi um mikilvæg Fastir pennar 25.6.2012 23:35
Dómur Landsdóms - fyrri hluti Hinn 23. apríl sl. kvað Landsdómur upp dóm í máli fyrrverandi forsætisráðherra. Hann markar tímamót í íslenskri réttarsögu, enda fyrsti dómurinn sem kveðinn er upp á grundvelli laga um ráðherraábyrgð. Í þessari grein og þeirri næstu verður til fróðleiks leitast við að gera almenna grein fyrir efni dómsins auk þess sem farið verður nokkrum orðum um fordæmisgildi hans. Fastir pennar 14.5.2012 16:28
Um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu Undanfarin misseri hefur talsvert verið rætt um þróun skipulagðrar brotastarfsemi hér á landi og hvernig eigi að bregðast við henni. Umræðan hefur einkum beinst að því hvort og þá að hvaða marki lögreglunni skuli fengnar víðtækari rannsóknarheimildir en hún hefur samkvæmt gildandi lögum til að stemma stigu við slíkri starfsemi. Eru heimildir af þessu tagi jafnan nefndar "forvirkar rannsóknarheimildir". Fastir pennar 2.4.2012 17:06
Um fordæmisgildi hæstaréttardóma Að undanförnu hefur talsvert verið rætt um fordæmisgildi dóma, einkum í tengslum við ýmis mál sem varða fjárhagslegt uppgjör vegna bankahrunsins og dæmd hafa verið í Hæstarétti. Er því tilefni til að fara nokkrum almennum orðum um hvernig fordæmisgildi dóma er metið. Þess skal getið að í eftirfarandi umfjöllun er fyrst og fremst horft til hæstaréttardóma í einkamálum. Fastir pennar 5.3.2012 17:08
Um börnin og refsilöggjöfina – dómur Hæstaréttar Lög eiga að tryggja sanngjarna málsmeðferð, réttlæti í samskiptum fólks og velferð. Börn sem hópur í samfélaginu eiga mikið undir því að Alþingi og stjórnvöld nái þessum markmiðum auk þess sem ábyrgð foreldra er mikil. Þau eru því ávallt fullorðnum háð. Er því afar brýnt að málefni barna séu jafnan í brennidepli í réttarkerfinu, í sífellu sé leitast við að gera betur, styrkja stöðu þeirra, efla vitund og þekkingu um aðstæður þeirra og velferð. Er þetta áréttað í 3. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar þar sem fram kemur að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Mótunarár barna eiga að vera tími öryggis, umhyggju og gleði. Áföll sem verða í lífi barns geta fylgt því til æviloka. Fastir pennar 6.2.2012 17:01
Áskorun réttarkerfis og samfélags Virðingin sem mér var sýnd! Ég bar ekki virðingu fyrir sjálfri mér og að mér skyldi sýnd þetta mikil virðing og vinsemd, það fékk mig til að hugsa: " […] Þau koma fram við mig eins og ég sé eðlileg. Eitthvað hræðilegt átti sér stað en ég fæ móttökur eins og ég sé eðlileg!“ Og smátt og smátt varð ég sjálfsöruggari og fannst ég ná stjórn að nýju.“ Skoðun 5.2.2012 22:35
Getur Alþingi afturkallað málshöfðun á hendur fyrrverandi forsætisráðherra? Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram tillögu á Alþingi þar sem lagt er til að þingið álykti að fella úr gildi fyrri ályktun þess um málshöfðun gegn fyrrverandi forsætisráðherra frá 28. september 2010. Þá feli Alþingi saksóknara þingsins að afturkalla í heild ákæru sem þingfest var fyrir Landsdómi 7. júní 2011. En getur Alþingi afturkallað málshöfðun á hendur ráðherra? Um það verður fjallað að þessu sinni. Fastir pennar 9.1.2012 16:54
Um gömul refsilög og nýja tækni - dómur Hæstaréttar Tíminn líður hratt á gervihnattaöld“ var eitt sinn sönglað fyrir Íslands hönd í Júróvisjón. Sá söngur hljómar alla daga á Alþingi því löggjafinn er gjarnan í kappi við tímann. Hraðar samfélagsbreytingar og tækniþróun kalla oft á snör handtök í löggjafarstarfinu. Á þetta sérstaklega við þegar löggjafinn hyggst nota refsingar til að hafa áhrif á breytni manna. Lög þarf hins vegar að túlka eftir samhenginu eins og áður hefur verið umfjöllunarefni á þessari síðu. Það er því ekki útilokað að gömul refsilög geti tekið mið af nýjum aðstæðum. Fastir pennar 28.11.2011 16:54
Hugleiðingar um lög og rétt - um jarðskjálfta á Hengilssvæðinu og friðhelgi heimilisins Jarðskjálftar eru í senn óhugnanlegt og merkilegt náttúrufyrirbæri sem við Íslendingar höfum oft upplifað. Sem betur fer hafa þó jarðskjálftar hér á landi, a.m.k. á síðari tímum, ekki valdið manntjóni þótt eignaspjöll hafi stundum orðið talsverð. Annað hefur verið uppi á teningnum erlendis, eins og nýleg dæmi í Tyrklandi, Japan og á Haítí sanna. Fastir pennar 14.11.2011 22:26
Er lögreglu heimilt að hlera samtöl fólks án vitundar þess? Í nýlegu svari innanríkisráðherra á Alþingi kom fram að á árinu 2009 hefðu 173 úrskurðir til símhlerana verið kveðnir upp, einum færri á síðasta ári og 73 úrskurðir það sem af er þessu ári. Á árinu 2010 hefði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérstakur saksóknari fengið heimild til símhlerana í 72 tilvikum hvor, þ.e. samtals 144 heimildir. Ekki lægi fyrir á þessu stigi í hversu mörgum tilvikum kröfum lögreglu um símhleranir hefði verið hafnað. Fastir pennar 31.10.2011 16:46
Um stöðu mála fyrir Landsdómi Með ályktun 28. september 2010 samþykkti Alþingi að höfða bæri sakamál fyrir Landsdómi á hendur fyrrum forsætisráðherra fyrir ætluð brot framin í embætti á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár. Af því tilefni kom Landsdómur saman í fyrsta skipti. Saksóknari Alþingis gaf út ákæru á hendur ráðherra í maí sl. á grundvelli ályktunar þingsins. Ákærunni er skipt upp í tvo kafla. Í þeim fyrri er ráðherra gefin að sök alvarleg Fastir pennar 17.10.2011 16:57
Skipta formreglur í lögum einhverju máli? Það er algengt að kvartað sé yfir því að lögfræðingar séu "óttalegir formalistar“. Helst heyrist þessi gagnrýni þegar fregnir berast af því að sakamáli hafi verið vísað frá dómi vegna brots á formreglum. Þá er gjarnan fussað og sveiað yfir því að ákærðu hafi "sloppið á tækniatriðum“, að dómstólar "hangi um of í forminu“. Fastir pennar 3.10.2011 16:57
Um Grímsstaði og vald ráðherra Að undanförnu hefur mikið verið rætt um áhuga útlendings á því að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum til að stunda þar atvinnurekstur á sviði ferðaþjónustu. Í því sambandi hafa menn rætt um hvort heimila eigi útlendingum yfirleitt að kaupa jarðir og auðlindir hér á landi. Þessi umræða er þörf. Brýnt er að málefnaleg rök komi fram með og á móti. Í lögum frá 1966 um eignarétt og afnotarétt fasteigna er innanríkisráðherra veitt leyfi til að víkja frá skilyrðum um íslenskan ríkisborgararétt eða lögheimili hér á landi við kaup á fasteign. Er undanþáguheimild ráðherra opin og matskennd. Því má velta fyrir sér hvort ráðherrar geti við þessar aðstæður gert það sem þeim sýnist. Geta þeir lagalega látið pólitík ráða ferðinni? Svarið er nei. Þegar ráðherra er falið með lögum að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna eru þær lagalegs eðlis en ekki pólitískar, eins og nú verður útskýrt. Skoðun 19.9.2011 20:23
Um lög og lögskýringar Í þjóðfélagsumræðunni hefur að undanförnu borið á gagnrýni á lögin og störf lögfræðinga. Dómarar hafa sætt ámæli fyrir að stunda pólitík klædda í lögfræðilegan búning og verið sakaðir á stundum um óhóflegan "formalisma“, eins og t.d. þegar Hæstiréttur ógilti kosningar til stjórnlagaþings í janúar sl. Þegar málsúrslit hafa hins vegar átt upp á pallborðið hjá almenningi, og einkum hjá þeim sem hæst hafa haft í umræðunni, þá eru dómarar lofaðir fyrir störf sín. Dæmi um þetta eru gengisdómar Hæstaréttar frá því í júní og september 2010. Skoðun 5.9.2011 20:41
Tillögur stjórnlagaráðs Sá er þetta ritar lýsti þeirri skoðun sinni umbeðinn á vettvangi allsherjarnefndar Alþingis að í framhaldi af ákvörðun Hæstaréttar frá 25. janúar sl. um ógildingu kosninga til stjórnlagaþings væru fyrirætlanir um að skipa þá í stjórnlagaráð, sem fremstir voru í kjörinu, byggðar á ótraustum grundvelli. Skoðun 7.8.2011 22:11
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent