(G)narrismi Sighvatur Björgvinsson skrifar 14. september 2011 11:00 Í síðustu sveitarstjórnarkosningum urðu til í Reykjavík nýr straumur og ný stefna í íslenskum stjórnmálum, sem menn höfðu ekki áður séð. Það varð þegar enginn gat sagt fyrir um hvort frambjóðandi væri að grínast – narrast – með fólk eða tala við það í alvöru. Dæmi: „Ég ætla að gera allt fyrir aumingja!“ Annað dæmi: „Ég ætla að setja ísbjörn í HÚSDÝRA(!)garðinn.“ Þessum nýja straumi var fjarskavel tekið. Í kjölsogi hans komst minn flokkur víst til áhrifa í höfuðborginni – eða svo er sagt. Í framkvæmdinni eftir kosningar gætti einnig áhrifa þessa nýja straums í stjórnmálalífi þjóðarinnar. A.m.k. um sumt. „Lord Mayor of Reykjavík“ skrýddist lokkaprúðri hárkollu, háhæluðum skóm, dragkjól, skar skegg sitt, farðaði kinnar sínar, augu, varir og neglur, lét setja sig upp á vagn og bað, að sögn fjölmiðla, borgarfulltrúa að ganga eftir vagninum í gæsagangi. Narr – eða alvara? Hver veit? Þegar nýjar stefnur og straumar ná miklum áhrifum eru þær gjarna kenndar við skapara sína. Sbr. Kalvínismi í trúarbrögðum, Darwinismi í vísindum – nú eða Marxismi í stjórnmálum. Þykir fólki fremur felast heiður en vansæmd að slíku. Að kenna sköpunina við skapara sinn. Það fer þá ekki á milli mála hvað um er rætt. Allir vita hvað Marxismi er, flestir hvað Darwinismi er – og talsvert margir hvað Kalvínismi er. Þarf ekki um það fleiri orðum að fara. Því þykir mér vel til fundið að kenna hina nýju stefnu og strauma, sem svo miklum hljómgrunni hefur náð meðal okkar Íslendinga, við skapara sinn. Tala um (G)narrisma og að verið sé að (G)narrast með fólk þegar enginn getur vitað hvort verið er að ræða málin í alvöru eða gríni. Eða getur miðborgarstjórinn fundið á því betri, sannari og meira lýsandi nafngift? Nú bið ég lesendur að misskilja mig ekki. Ég er ekki að (G)narrast með þá. Þvert á móti. Skrifa þetta í fullri alvöru. Nema hvað! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í síðustu sveitarstjórnarkosningum urðu til í Reykjavík nýr straumur og ný stefna í íslenskum stjórnmálum, sem menn höfðu ekki áður séð. Það varð þegar enginn gat sagt fyrir um hvort frambjóðandi væri að grínast – narrast – með fólk eða tala við það í alvöru. Dæmi: „Ég ætla að gera allt fyrir aumingja!“ Annað dæmi: „Ég ætla að setja ísbjörn í HÚSDÝRA(!)garðinn.“ Þessum nýja straumi var fjarskavel tekið. Í kjölsogi hans komst minn flokkur víst til áhrifa í höfuðborginni – eða svo er sagt. Í framkvæmdinni eftir kosningar gætti einnig áhrifa þessa nýja straums í stjórnmálalífi þjóðarinnar. A.m.k. um sumt. „Lord Mayor of Reykjavík“ skrýddist lokkaprúðri hárkollu, háhæluðum skóm, dragkjól, skar skegg sitt, farðaði kinnar sínar, augu, varir og neglur, lét setja sig upp á vagn og bað, að sögn fjölmiðla, borgarfulltrúa að ganga eftir vagninum í gæsagangi. Narr – eða alvara? Hver veit? Þegar nýjar stefnur og straumar ná miklum áhrifum eru þær gjarna kenndar við skapara sína. Sbr. Kalvínismi í trúarbrögðum, Darwinismi í vísindum – nú eða Marxismi í stjórnmálum. Þykir fólki fremur felast heiður en vansæmd að slíku. Að kenna sköpunina við skapara sinn. Það fer þá ekki á milli mála hvað um er rætt. Allir vita hvað Marxismi er, flestir hvað Darwinismi er – og talsvert margir hvað Kalvínismi er. Þarf ekki um það fleiri orðum að fara. Því þykir mér vel til fundið að kenna hina nýju stefnu og strauma, sem svo miklum hljómgrunni hefur náð meðal okkar Íslendinga, við skapara sinn. Tala um (G)narrisma og að verið sé að (G)narrast með fólk þegar enginn getur vitað hvort verið er að ræða málin í alvöru eða gríni. Eða getur miðborgarstjórinn fundið á því betri, sannari og meira lýsandi nafngift? Nú bið ég lesendur að misskilja mig ekki. Ég er ekki að (G)narrast með þá. Þvert á móti. Skrifa þetta í fullri alvöru. Nema hvað!
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun