Sauðfjárbúskapur: 7 milljarða árlegt tap? 8. september 2011 06:00 Umræða undangenginna vikna um afkomu sauðfjárbænda og réttlætingu fyrir styrkjum til þeirra vekur upp spurningar um framlag greinarinnar til þjóðarbúsins. Ekki er auðvelt að finna öruggar tölur þar um. Byggja má á búreikningum Hagþjónustu landbúnaðarins. Á heimasíðu Hagþjónustunnar má finna upplýsingar um afkomu meðalsauðfjárbús á árinu 2009. Tölurnar sem þar eru birtar er þó ekki hægt að nota eins og þær koma beint af skepnunni ef svo má segja. Í fyrsta lagi er bændum í sjálfsvald sett hvort þeir senda Hagþjónustunni niðurstöður úr bókhaldi sínu. Almennt er talið að betur búandi bændur séu líklegri til að senda inn bókhaldsupplýsingar en lakar búandi. Í öðru lagi er talnameðferð Hagþjónustunnar talsvert frábrugðin talnameðferð þeirra sem gera upp þjóðhagsreikninga. Tilfærslum (beingreiðslum) er blandað inn í tekjutölur Hagþjónustunnar. Laun bónda eru reiknuð samkvæmt skattmati Ríkisskattstjóra. Reiknað endurgjald sauðfjárbónda var 102 þúsund krónur á mánuði á árinu 2009. Til samanburðar voru atvinnuleysisbætur um 150 þúsund krónur á mánuði á sama tíma og reiknað endurgjald stjórnanda traktorsgröfu var 240 þúsund krónur á sama tíma. Eðlilegast væri að reikna fórnarkostnað vegna vinnuframlags með hliðsjón af atvinnuleysisbótum og bæta launatengdum gjöldum við. Þannig reiknað er þjóðhagslegur kostnaður vegna vinnuframlags sauðfjárbænda tvöfalt hærri í raun en kemur fram í tölum Hagþjónustunnar. Í þriðja lagi er ekki lagt mat á hagræði það sem bændur hafa af að nýta úthaga sem beitarland. Gera má ráð fyrir að ríflega helmingur fæðuþarfar sauðfjárstofnsins sé leystur með beit utan heimalanda. Sé hliðsjón höfð af kostnaði við að afla fóðurs á heimalöndum eru ógjaldfærð útgjöld vegna þessa þáttar milli 1.600 og 1.700 þúsund krónur fyrir meðalsauðfjárbúið á ári. Reikningsdæmið lítur þá þannig út að meðalsauðfjárbú selur afurðir fyrir 3,7 milljónir króna á ári og fær tekjur af ferðaþjónustu og öðru tilfallandi sem svarar til tæplega 700 þúsund króna árlega. Aðföng (olía, rúlluplast, áburður, þjónusta dýralækna, viðhald tækja og véla) eru keypt fyrir 4,3 milljónir árlega. Vinnuframlag svarar til 13,2 mánaða vinnu sem Hagþjónustan metur á 1.221 þúsund krónur en ætti að réttu lagi að metast á 2,5 milljónir króna. Vaxtakostnaður er tæpar 1,9 milljónir króna og afskriftir tækja og húsa 1 milljón króna. Þjóðhagslegt tap á meðalbúinu er því um 7 milljónir króna eða langleiðina í 2 krónur á hverja krónu sem fæst fyrir sölu sauðfjárafurða. Tekjur bænda eru nokkuð skárri en þarna kemur fram þar sem þeir fá um 3,3 milljónir króna í beingreiðslur og framleiðslustyrki auk þess sem þeir telja sér líklega trú um að fórnarkostnaður vegna vinnuframlags sé aðeins um 1 milljón króna árlega en ekki 2,5 milljónir. Meðalsauðfjárbúið er rekið í kringum 364,4 vetrarfóðraðar kindur. Heildarfjöldi vetrarfóðraðra kinda á landinu losar 360 þúsund. Meðalbúið er því um 1 prómill af heildinni. Það er því ekkert verri ágiskun en hver önnur að heildartap þjóðarbúsins vegna sauðfjárframleiðslunnar nemi um 7 milljörðum króna á ári. Sagt með öðrum orðum: Ef það tækist að breyta skipulagi sauðfjárframleiðslunnar þannig að búin væru ekki rekin með því gífurlega þjóðhagslega tapi sem þau eru rekin með myndi landsframleiðsla á Íslandi aukast um 7 milljarða króna á ársgrundvelli. Þetta jafngildir einum Héðinsfjarðargöngum á ári svo upphæðin sé sett í landsbyggðarsamhengi. Ríkisstjórnin áformar að leggja 40 til 50 milljarða króna í byggingu nýs spítala. Tilgangurinn er að ná fram 3ja milljarða árlegum sparnaði í rekstri Landspítalans. Kannski það sé hagkvæmara að líta til mögulegs sparnaðar í landbúnaðarkerfinu fyrst? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Umræða undangenginna vikna um afkomu sauðfjárbænda og réttlætingu fyrir styrkjum til þeirra vekur upp spurningar um framlag greinarinnar til þjóðarbúsins. Ekki er auðvelt að finna öruggar tölur þar um. Byggja má á búreikningum Hagþjónustu landbúnaðarins. Á heimasíðu Hagþjónustunnar má finna upplýsingar um afkomu meðalsauðfjárbús á árinu 2009. Tölurnar sem þar eru birtar er þó ekki hægt að nota eins og þær koma beint af skepnunni ef svo má segja. Í fyrsta lagi er bændum í sjálfsvald sett hvort þeir senda Hagþjónustunni niðurstöður úr bókhaldi sínu. Almennt er talið að betur búandi bændur séu líklegri til að senda inn bókhaldsupplýsingar en lakar búandi. Í öðru lagi er talnameðferð Hagþjónustunnar talsvert frábrugðin talnameðferð þeirra sem gera upp þjóðhagsreikninga. Tilfærslum (beingreiðslum) er blandað inn í tekjutölur Hagþjónustunnar. Laun bónda eru reiknuð samkvæmt skattmati Ríkisskattstjóra. Reiknað endurgjald sauðfjárbónda var 102 þúsund krónur á mánuði á árinu 2009. Til samanburðar voru atvinnuleysisbætur um 150 þúsund krónur á mánuði á sama tíma og reiknað endurgjald stjórnanda traktorsgröfu var 240 þúsund krónur á sama tíma. Eðlilegast væri að reikna fórnarkostnað vegna vinnuframlags með hliðsjón af atvinnuleysisbótum og bæta launatengdum gjöldum við. Þannig reiknað er þjóðhagslegur kostnaður vegna vinnuframlags sauðfjárbænda tvöfalt hærri í raun en kemur fram í tölum Hagþjónustunnar. Í þriðja lagi er ekki lagt mat á hagræði það sem bændur hafa af að nýta úthaga sem beitarland. Gera má ráð fyrir að ríflega helmingur fæðuþarfar sauðfjárstofnsins sé leystur með beit utan heimalanda. Sé hliðsjón höfð af kostnaði við að afla fóðurs á heimalöndum eru ógjaldfærð útgjöld vegna þessa þáttar milli 1.600 og 1.700 þúsund krónur fyrir meðalsauðfjárbúið á ári. Reikningsdæmið lítur þá þannig út að meðalsauðfjárbú selur afurðir fyrir 3,7 milljónir króna á ári og fær tekjur af ferðaþjónustu og öðru tilfallandi sem svarar til tæplega 700 þúsund króna árlega. Aðföng (olía, rúlluplast, áburður, þjónusta dýralækna, viðhald tækja og véla) eru keypt fyrir 4,3 milljónir árlega. Vinnuframlag svarar til 13,2 mánaða vinnu sem Hagþjónustan metur á 1.221 þúsund krónur en ætti að réttu lagi að metast á 2,5 milljónir króna. Vaxtakostnaður er tæpar 1,9 milljónir króna og afskriftir tækja og húsa 1 milljón króna. Þjóðhagslegt tap á meðalbúinu er því um 7 milljónir króna eða langleiðina í 2 krónur á hverja krónu sem fæst fyrir sölu sauðfjárafurða. Tekjur bænda eru nokkuð skárri en þarna kemur fram þar sem þeir fá um 3,3 milljónir króna í beingreiðslur og framleiðslustyrki auk þess sem þeir telja sér líklega trú um að fórnarkostnaður vegna vinnuframlags sé aðeins um 1 milljón króna árlega en ekki 2,5 milljónir. Meðalsauðfjárbúið er rekið í kringum 364,4 vetrarfóðraðar kindur. Heildarfjöldi vetrarfóðraðra kinda á landinu losar 360 þúsund. Meðalbúið er því um 1 prómill af heildinni. Það er því ekkert verri ágiskun en hver önnur að heildartap þjóðarbúsins vegna sauðfjárframleiðslunnar nemi um 7 milljörðum króna á ári. Sagt með öðrum orðum: Ef það tækist að breyta skipulagi sauðfjárframleiðslunnar þannig að búin væru ekki rekin með því gífurlega þjóðhagslega tapi sem þau eru rekin með myndi landsframleiðsla á Íslandi aukast um 7 milljarða króna á ársgrundvelli. Þetta jafngildir einum Héðinsfjarðargöngum á ári svo upphæðin sé sett í landsbyggðarsamhengi. Ríkisstjórnin áformar að leggja 40 til 50 milljarða króna í byggingu nýs spítala. Tilgangurinn er að ná fram 3ja milljarða árlegum sparnaði í rekstri Landspítalans. Kannski það sé hagkvæmara að líta til mögulegs sparnaðar í landbúnaðarkerfinu fyrst?
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun