Sauðfjárbúskapur: 7 milljarða árlegt tap? 8. september 2011 06:00 Umræða undangenginna vikna um afkomu sauðfjárbænda og réttlætingu fyrir styrkjum til þeirra vekur upp spurningar um framlag greinarinnar til þjóðarbúsins. Ekki er auðvelt að finna öruggar tölur þar um. Byggja má á búreikningum Hagþjónustu landbúnaðarins. Á heimasíðu Hagþjónustunnar má finna upplýsingar um afkomu meðalsauðfjárbús á árinu 2009. Tölurnar sem þar eru birtar er þó ekki hægt að nota eins og þær koma beint af skepnunni ef svo má segja. Í fyrsta lagi er bændum í sjálfsvald sett hvort þeir senda Hagþjónustunni niðurstöður úr bókhaldi sínu. Almennt er talið að betur búandi bændur séu líklegri til að senda inn bókhaldsupplýsingar en lakar búandi. Í öðru lagi er talnameðferð Hagþjónustunnar talsvert frábrugðin talnameðferð þeirra sem gera upp þjóðhagsreikninga. Tilfærslum (beingreiðslum) er blandað inn í tekjutölur Hagþjónustunnar. Laun bónda eru reiknuð samkvæmt skattmati Ríkisskattstjóra. Reiknað endurgjald sauðfjárbónda var 102 þúsund krónur á mánuði á árinu 2009. Til samanburðar voru atvinnuleysisbætur um 150 þúsund krónur á mánuði á sama tíma og reiknað endurgjald stjórnanda traktorsgröfu var 240 þúsund krónur á sama tíma. Eðlilegast væri að reikna fórnarkostnað vegna vinnuframlags með hliðsjón af atvinnuleysisbótum og bæta launatengdum gjöldum við. Þannig reiknað er þjóðhagslegur kostnaður vegna vinnuframlags sauðfjárbænda tvöfalt hærri í raun en kemur fram í tölum Hagþjónustunnar. Í þriðja lagi er ekki lagt mat á hagræði það sem bændur hafa af að nýta úthaga sem beitarland. Gera má ráð fyrir að ríflega helmingur fæðuþarfar sauðfjárstofnsins sé leystur með beit utan heimalanda. Sé hliðsjón höfð af kostnaði við að afla fóðurs á heimalöndum eru ógjaldfærð útgjöld vegna þessa þáttar milli 1.600 og 1.700 þúsund krónur fyrir meðalsauðfjárbúið á ári. Reikningsdæmið lítur þá þannig út að meðalsauðfjárbú selur afurðir fyrir 3,7 milljónir króna á ári og fær tekjur af ferðaþjónustu og öðru tilfallandi sem svarar til tæplega 700 þúsund króna árlega. Aðföng (olía, rúlluplast, áburður, þjónusta dýralækna, viðhald tækja og véla) eru keypt fyrir 4,3 milljónir árlega. Vinnuframlag svarar til 13,2 mánaða vinnu sem Hagþjónustan metur á 1.221 þúsund krónur en ætti að réttu lagi að metast á 2,5 milljónir króna. Vaxtakostnaður er tæpar 1,9 milljónir króna og afskriftir tækja og húsa 1 milljón króna. Þjóðhagslegt tap á meðalbúinu er því um 7 milljónir króna eða langleiðina í 2 krónur á hverja krónu sem fæst fyrir sölu sauðfjárafurða. Tekjur bænda eru nokkuð skárri en þarna kemur fram þar sem þeir fá um 3,3 milljónir króna í beingreiðslur og framleiðslustyrki auk þess sem þeir telja sér líklega trú um að fórnarkostnaður vegna vinnuframlags sé aðeins um 1 milljón króna árlega en ekki 2,5 milljónir. Meðalsauðfjárbúið er rekið í kringum 364,4 vetrarfóðraðar kindur. Heildarfjöldi vetrarfóðraðra kinda á landinu losar 360 þúsund. Meðalbúið er því um 1 prómill af heildinni. Það er því ekkert verri ágiskun en hver önnur að heildartap þjóðarbúsins vegna sauðfjárframleiðslunnar nemi um 7 milljörðum króna á ári. Sagt með öðrum orðum: Ef það tækist að breyta skipulagi sauðfjárframleiðslunnar þannig að búin væru ekki rekin með því gífurlega þjóðhagslega tapi sem þau eru rekin með myndi landsframleiðsla á Íslandi aukast um 7 milljarða króna á ársgrundvelli. Þetta jafngildir einum Héðinsfjarðargöngum á ári svo upphæðin sé sett í landsbyggðarsamhengi. Ríkisstjórnin áformar að leggja 40 til 50 milljarða króna í byggingu nýs spítala. Tilgangurinn er að ná fram 3ja milljarða árlegum sparnaði í rekstri Landspítalans. Kannski það sé hagkvæmara að líta til mögulegs sparnaðar í landbúnaðarkerfinu fyrst? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræða undangenginna vikna um afkomu sauðfjárbænda og réttlætingu fyrir styrkjum til þeirra vekur upp spurningar um framlag greinarinnar til þjóðarbúsins. Ekki er auðvelt að finna öruggar tölur þar um. Byggja má á búreikningum Hagþjónustu landbúnaðarins. Á heimasíðu Hagþjónustunnar má finna upplýsingar um afkomu meðalsauðfjárbús á árinu 2009. Tölurnar sem þar eru birtar er þó ekki hægt að nota eins og þær koma beint af skepnunni ef svo má segja. Í fyrsta lagi er bændum í sjálfsvald sett hvort þeir senda Hagþjónustunni niðurstöður úr bókhaldi sínu. Almennt er talið að betur búandi bændur séu líklegri til að senda inn bókhaldsupplýsingar en lakar búandi. Í öðru lagi er talnameðferð Hagþjónustunnar talsvert frábrugðin talnameðferð þeirra sem gera upp þjóðhagsreikninga. Tilfærslum (beingreiðslum) er blandað inn í tekjutölur Hagþjónustunnar. Laun bónda eru reiknuð samkvæmt skattmati Ríkisskattstjóra. Reiknað endurgjald sauðfjárbónda var 102 þúsund krónur á mánuði á árinu 2009. Til samanburðar voru atvinnuleysisbætur um 150 þúsund krónur á mánuði á sama tíma og reiknað endurgjald stjórnanda traktorsgröfu var 240 þúsund krónur á sama tíma. Eðlilegast væri að reikna fórnarkostnað vegna vinnuframlags með hliðsjón af atvinnuleysisbótum og bæta launatengdum gjöldum við. Þannig reiknað er þjóðhagslegur kostnaður vegna vinnuframlags sauðfjárbænda tvöfalt hærri í raun en kemur fram í tölum Hagþjónustunnar. Í þriðja lagi er ekki lagt mat á hagræði það sem bændur hafa af að nýta úthaga sem beitarland. Gera má ráð fyrir að ríflega helmingur fæðuþarfar sauðfjárstofnsins sé leystur með beit utan heimalanda. Sé hliðsjón höfð af kostnaði við að afla fóðurs á heimalöndum eru ógjaldfærð útgjöld vegna þessa þáttar milli 1.600 og 1.700 þúsund krónur fyrir meðalsauðfjárbúið á ári. Reikningsdæmið lítur þá þannig út að meðalsauðfjárbú selur afurðir fyrir 3,7 milljónir króna á ári og fær tekjur af ferðaþjónustu og öðru tilfallandi sem svarar til tæplega 700 þúsund króna árlega. Aðföng (olía, rúlluplast, áburður, þjónusta dýralækna, viðhald tækja og véla) eru keypt fyrir 4,3 milljónir árlega. Vinnuframlag svarar til 13,2 mánaða vinnu sem Hagþjónustan metur á 1.221 þúsund krónur en ætti að réttu lagi að metast á 2,5 milljónir króna. Vaxtakostnaður er tæpar 1,9 milljónir króna og afskriftir tækja og húsa 1 milljón króna. Þjóðhagslegt tap á meðalbúinu er því um 7 milljónir króna eða langleiðina í 2 krónur á hverja krónu sem fæst fyrir sölu sauðfjárafurða. Tekjur bænda eru nokkuð skárri en þarna kemur fram þar sem þeir fá um 3,3 milljónir króna í beingreiðslur og framleiðslustyrki auk þess sem þeir telja sér líklega trú um að fórnarkostnaður vegna vinnuframlags sé aðeins um 1 milljón króna árlega en ekki 2,5 milljónir. Meðalsauðfjárbúið er rekið í kringum 364,4 vetrarfóðraðar kindur. Heildarfjöldi vetrarfóðraðra kinda á landinu losar 360 þúsund. Meðalbúið er því um 1 prómill af heildinni. Það er því ekkert verri ágiskun en hver önnur að heildartap þjóðarbúsins vegna sauðfjárframleiðslunnar nemi um 7 milljörðum króna á ári. Sagt með öðrum orðum: Ef það tækist að breyta skipulagi sauðfjárframleiðslunnar þannig að búin væru ekki rekin með því gífurlega þjóðhagslega tapi sem þau eru rekin með myndi landsframleiðsla á Íslandi aukast um 7 milljarða króna á ársgrundvelli. Þetta jafngildir einum Héðinsfjarðargöngum á ári svo upphæðin sé sett í landsbyggðarsamhengi. Ríkisstjórnin áformar að leggja 40 til 50 milljarða króna í byggingu nýs spítala. Tilgangurinn er að ná fram 3ja milljarða árlegum sparnaði í rekstri Landspítalans. Kannski það sé hagkvæmara að líta til mögulegs sparnaðar í landbúnaðarkerfinu fyrst?
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun