Lady Ga Ga? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 7. september 2011 06:00 Ólafur Ragnar Grímsson stærir sig nú af því, að hann hafi alltaf vitað, að þrotabú LB ætti fyrir forgangskröfum (Icesave). Hann hafi m.ö.o. vitað, að skuldir óreiðumanna (eigenda LB) myndu aldrei lenda á almenningi. Hvorugt er að vísu rétt. En trúi hann þessu sjálfur vaknar sú spurning, hvers vegna hann hafi vísað máli, sem hann vissi allan tímann að væri ekki um neitt, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Til hvers? Er nokkur önnur skýring en sú, að hann vildi endurreisa gengisfelldan orðstír sinn? Eftir hrun varð ekki framhjá því litið, að forsetinn hafði verið fremstur í flokki að hvetja óreiðumenn útrásarinnar til dáða sem veislustjóri þeirra og viðskiptasmyrill. Skrumræðan um viðskiptasnilli skuldakónganna var sérgrein hans. Sem kunnugt er ber forsetinn enga ábyrgð á stjórnarathöfnum, skv. gildandi stjórnarskrá. Honum var því útlátalaust að vísa Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar með birtist hann þjóðinni í nýju ljósi. Honum tókst að slá sjálfan sig til riddara sem vörslumann almannahagsmuna. Veislustjóri útrásarinnar breyttist eins og hendi væri veifað í hugrakkan Hróa hött. Þetta var hókus-pókus, allt fyrir ekkert. „Tær snilld", eins og annar maður komst að orði af svipuðu tilefni. En forsetinn lætur ekki þar við sitja. Hann brigslar ríkisstjórninni um landráð, hvorki meira né minna. Með því að semja um Icesave – beygja sig fyrir fáránlegum kröfum og ofbeldi Breta og Hollendinga, eins og hann kallar það – hafi ríkisstjórnin brugðist þjóðarhagsmunum. Ísland er eina ríkið í heiminum, svo mér sé kunnugt um, þar sem forseti ríkisins getur brigslað sitjandi ríkisstjórn um landráð, án þess að það gerist nokkuð. Engin viðbrögð. Hvurnig er það – tekur enginn mark á forsetanum? Frá upphafi var um tvær leiðir að velja til að leysa Icesave-deiluna: Samningaleið eða dómstólaleið. Samningaleiðinni var hafnað – að frumkvæði forsetans – en dómstólaleiðinni hefur ekki verið lokað. ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) hefur komist að þeirri niðurstöðu, að sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að tryggja allar innistæður í íslenskum bönkum og útibúum – en ekki útibúum í útlöndum – sé ólögmæt. Staðfesti EFTA-dómstóllinn þessa niðurstöðu er greið leið fyrir tjónþola að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Þá gætum við ekki borið fyrir okkur samninga um hámarksinnistæður, lægstu vexti og bestu kjör. Þá verða settar fram ýtrustu kröfur um fullar bætur, hæstu vexti og enga greiðslufresti. Þá kann að vakna fyrir alvöru spurningin um, hverjir hafi brugðist þjóðarhagsmunum: Þeir sem höfnuðu samningaleiðinni og opnuðu fyrir dómstólaleiðina – eða hinir? Hvar verður Hrói höttur þá? Á Íslandsdeginum í Tallinn um daginn flutti forsetinn eina af þessum skrumræðum sínum um ágæti Íslendinga (les: eigið ágæti), sem telst vera orðin hans sérgrein – óminnugur orða Snorra um, að oflof er háð. Áður en forsetinn flutti ræðuna hafði eistneski utanríkisráðherrann á orði, að dætur hans ungar væru í sjöunda himni, af því að þeim hefði hlotnast sú náð að taka í höndina á átrúnaðargoði sínu – poppstjörnu, sem væri þekkt sem hin eistneska „Lady Ga Ga". Nærstaddur landi vor, sem heyrði þetta, missti þá út úr sér: Heldurðu að þær verði nokkuð minna upp með sér af því að fá að taka í höndina á okkar íslenska „President Ga Ga"? Það er ekki í lagi, að forseti sem enga ábyrgð ber á stjórnarathöfnum, brigsli þeim ráðherrum, sem axla alla ábyrgðina, um landráð – án þess að það kalli á nokkur viðbrögð. Íslendingar eiga að vísu að vita um ábyrgðarleysi forsetans og geta þess vegna látið eins og orð hans séu ábyrgðarlaust blaður. Öðru máli gegnir um útlendinga. Þeir vita margir hverjir ekki betur en, að forsetinn sé æðsti valdamaður þjóðarinnar og að hann tali f.h. íslenskra stjórnvalda. Sá misskilningur getur reynst þjóðinni dýr, þegar milliríkjasamningar, sem varða brýnustu þjóðarhagsmuni, eru í húfi. Lítt dulin andúð forsetans á Evrópusambandinu og flestu sem því viðkemur, er t.d. þegar orðið milliríkjavandamál. Það fer t.d. ekki framhjá neinum, þegar forseti landsins brigslar Norðurlandaþjóðum og Pólverjum – sem redduðu okkur eftir gjaldþrot seðlabankans – um fjandskap. Þvílík ósvífni. Ríkisstjórn Íslands getur ekki látið svikabrigsl forsetans eins og vind um eyru þjóta. Ef forsetinn sér ekki sjálfur sóma sinn í að gæta tungu sinnar, geta ábyrgir stjórnmálaleiðtogar – eins og ráðherrar utanríkis- og ríkisfjármála – ekki lengur leyft sér að láta hjá líða að svara fullum hálsi – þegar forsetinn fer yfir strikið. Þeim er skylt að taka af tvímæli um, hverjir beri ábyrgð á íslenskum þjóðarhagsmunum. Eða á bara að útskýra málið fyrir viðsemjendum okkar með sögunni af „Lady Ga Ga"? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson stærir sig nú af því, að hann hafi alltaf vitað, að þrotabú LB ætti fyrir forgangskröfum (Icesave). Hann hafi m.ö.o. vitað, að skuldir óreiðumanna (eigenda LB) myndu aldrei lenda á almenningi. Hvorugt er að vísu rétt. En trúi hann þessu sjálfur vaknar sú spurning, hvers vegna hann hafi vísað máli, sem hann vissi allan tímann að væri ekki um neitt, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Til hvers? Er nokkur önnur skýring en sú, að hann vildi endurreisa gengisfelldan orðstír sinn? Eftir hrun varð ekki framhjá því litið, að forsetinn hafði verið fremstur í flokki að hvetja óreiðumenn útrásarinnar til dáða sem veislustjóri þeirra og viðskiptasmyrill. Skrumræðan um viðskiptasnilli skuldakónganna var sérgrein hans. Sem kunnugt er ber forsetinn enga ábyrgð á stjórnarathöfnum, skv. gildandi stjórnarskrá. Honum var því útlátalaust að vísa Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar með birtist hann þjóðinni í nýju ljósi. Honum tókst að slá sjálfan sig til riddara sem vörslumann almannahagsmuna. Veislustjóri útrásarinnar breyttist eins og hendi væri veifað í hugrakkan Hróa hött. Þetta var hókus-pókus, allt fyrir ekkert. „Tær snilld", eins og annar maður komst að orði af svipuðu tilefni. En forsetinn lætur ekki þar við sitja. Hann brigslar ríkisstjórninni um landráð, hvorki meira né minna. Með því að semja um Icesave – beygja sig fyrir fáránlegum kröfum og ofbeldi Breta og Hollendinga, eins og hann kallar það – hafi ríkisstjórnin brugðist þjóðarhagsmunum. Ísland er eina ríkið í heiminum, svo mér sé kunnugt um, þar sem forseti ríkisins getur brigslað sitjandi ríkisstjórn um landráð, án þess að það gerist nokkuð. Engin viðbrögð. Hvurnig er það – tekur enginn mark á forsetanum? Frá upphafi var um tvær leiðir að velja til að leysa Icesave-deiluna: Samningaleið eða dómstólaleið. Samningaleiðinni var hafnað – að frumkvæði forsetans – en dómstólaleiðinni hefur ekki verið lokað. ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) hefur komist að þeirri niðurstöðu, að sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að tryggja allar innistæður í íslenskum bönkum og útibúum – en ekki útibúum í útlöndum – sé ólögmæt. Staðfesti EFTA-dómstóllinn þessa niðurstöðu er greið leið fyrir tjónþola að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Þá gætum við ekki borið fyrir okkur samninga um hámarksinnistæður, lægstu vexti og bestu kjör. Þá verða settar fram ýtrustu kröfur um fullar bætur, hæstu vexti og enga greiðslufresti. Þá kann að vakna fyrir alvöru spurningin um, hverjir hafi brugðist þjóðarhagsmunum: Þeir sem höfnuðu samningaleiðinni og opnuðu fyrir dómstólaleiðina – eða hinir? Hvar verður Hrói höttur þá? Á Íslandsdeginum í Tallinn um daginn flutti forsetinn eina af þessum skrumræðum sínum um ágæti Íslendinga (les: eigið ágæti), sem telst vera orðin hans sérgrein – óminnugur orða Snorra um, að oflof er háð. Áður en forsetinn flutti ræðuna hafði eistneski utanríkisráðherrann á orði, að dætur hans ungar væru í sjöunda himni, af því að þeim hefði hlotnast sú náð að taka í höndina á átrúnaðargoði sínu – poppstjörnu, sem væri þekkt sem hin eistneska „Lady Ga Ga". Nærstaddur landi vor, sem heyrði þetta, missti þá út úr sér: Heldurðu að þær verði nokkuð minna upp með sér af því að fá að taka í höndina á okkar íslenska „President Ga Ga"? Það er ekki í lagi, að forseti sem enga ábyrgð ber á stjórnarathöfnum, brigsli þeim ráðherrum, sem axla alla ábyrgðina, um landráð – án þess að það kalli á nokkur viðbrögð. Íslendingar eiga að vísu að vita um ábyrgðarleysi forsetans og geta þess vegna látið eins og orð hans séu ábyrgðarlaust blaður. Öðru máli gegnir um útlendinga. Þeir vita margir hverjir ekki betur en, að forsetinn sé æðsti valdamaður þjóðarinnar og að hann tali f.h. íslenskra stjórnvalda. Sá misskilningur getur reynst þjóðinni dýr, þegar milliríkjasamningar, sem varða brýnustu þjóðarhagsmuni, eru í húfi. Lítt dulin andúð forsetans á Evrópusambandinu og flestu sem því viðkemur, er t.d. þegar orðið milliríkjavandamál. Það fer t.d. ekki framhjá neinum, þegar forseti landsins brigslar Norðurlandaþjóðum og Pólverjum – sem redduðu okkur eftir gjaldþrot seðlabankans – um fjandskap. Þvílík ósvífni. Ríkisstjórn Íslands getur ekki látið svikabrigsl forsetans eins og vind um eyru þjóta. Ef forsetinn sér ekki sjálfur sóma sinn í að gæta tungu sinnar, geta ábyrgir stjórnmálaleiðtogar – eins og ráðherrar utanríkis- og ríkisfjármála – ekki lengur leyft sér að láta hjá líða að svara fullum hálsi – þegar forsetinn fer yfir strikið. Þeim er skylt að taka af tvímæli um, hverjir beri ábyrgð á íslenskum þjóðarhagsmunum. Eða á bara að útskýra málið fyrir viðsemjendum okkar með sögunni af „Lady Ga Ga"?
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun