HBO staðfestir að Game of Thrones sé á leið til Íslands 24. ágúst 2011 12:00 Jon Snow sem leikinn er af Kit Harington er sendur í könnunarleiðangur norður fyrir Vegginn í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Þau atriði verða tekin upp á Íslandi. Þættirnir eru sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2. Önnur þáttaröð Game of Thrones verður að hluta til tekin upp á Íslandi. Tökulið frá HBO kemur hingað til lands í tvær vikur síðar á árinu. Bandaríski sjónvarpsrisinn HBO staðfesti í gær tvo nýja tökustaði fyrir aðra þáttaröð af Game of Thrones, sem slegið hafa rækilega í gegn hjá sjónvarpsáhorfendum um allan heim. Fréttablaðið sagði frá þessum áformum í síðustu viku en nú hefur formleg staðfesting verið send út. Króatía varð fyrir valinu í sumartökur en Ísland verður notað fyrir kaldari senur. Á fréttavef Entertainment Weekly kemur fram að Ísland eigi að vera notað fyrir svæðið norðan Veggsins sem Jon Snow og Næturverðir hans kanna. Blaðamaður Entertainment Weekly lýsir því jafnframt yfir að þetta sýni glögglega þann mikla metnað sem lagður er í þættina, það hljóti að vera einsdæmi að sjónvarpsþættir séu teknir upp í þremur löndum á tímum tölvutækni en aðalbækistöðvar tökuliðsins verða á Norður-Írlandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eiga tökurnar að standa yfir í hálfan mánuð og því ljóst að þetta er umfangsmikið verkefni. Þá er jafnframt ágætis möguleiki á því að íslensk karlmenni sem telja sig lipur með sverð eigi möguleika á því að fá statistahlutverk. Hins vegar er enn ekki orðið ljóst hversu margir munu koma að þessu tökum. Þetta er annað stóra tökuverkefnið sem berst til Íslands á skömmum tíma því fyrr í sumar tók leikstjórinn Ridley Scott upp senur fyrir kvikmynd sína Prometheus við Heklu og Dettifoss. Ekki liggur hins vegar fyrir hvar tökulið Game of Thrones hyggst athafna sig. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun framleiðslufyrirtækið Pegasus aðstoða tökuliðið en forsvarsmenn fyrirtækisins vildu ekkert tjá sig um málið. freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Lífið Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Önnur þáttaröð Game of Thrones verður að hluta til tekin upp á Íslandi. Tökulið frá HBO kemur hingað til lands í tvær vikur síðar á árinu. Bandaríski sjónvarpsrisinn HBO staðfesti í gær tvo nýja tökustaði fyrir aðra þáttaröð af Game of Thrones, sem slegið hafa rækilega í gegn hjá sjónvarpsáhorfendum um allan heim. Fréttablaðið sagði frá þessum áformum í síðustu viku en nú hefur formleg staðfesting verið send út. Króatía varð fyrir valinu í sumartökur en Ísland verður notað fyrir kaldari senur. Á fréttavef Entertainment Weekly kemur fram að Ísland eigi að vera notað fyrir svæðið norðan Veggsins sem Jon Snow og Næturverðir hans kanna. Blaðamaður Entertainment Weekly lýsir því jafnframt yfir að þetta sýni glögglega þann mikla metnað sem lagður er í þættina, það hljóti að vera einsdæmi að sjónvarpsþættir séu teknir upp í þremur löndum á tímum tölvutækni en aðalbækistöðvar tökuliðsins verða á Norður-Írlandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eiga tökurnar að standa yfir í hálfan mánuð og því ljóst að þetta er umfangsmikið verkefni. Þá er jafnframt ágætis möguleiki á því að íslensk karlmenni sem telja sig lipur með sverð eigi möguleika á því að fá statistahlutverk. Hins vegar er enn ekki orðið ljóst hversu margir munu koma að þessu tökum. Þetta er annað stóra tökuverkefnið sem berst til Íslands á skömmum tíma því fyrr í sumar tók leikstjórinn Ridley Scott upp senur fyrir kvikmynd sína Prometheus við Heklu og Dettifoss. Ekki liggur hins vegar fyrir hvar tökulið Game of Thrones hyggst athafna sig. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun framleiðslufyrirtækið Pegasus aðstoða tökuliðið en forsvarsmenn fyrirtækisins vildu ekkert tjá sig um málið. freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Lífið Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira