Reikningsskapur Líf Magneudóttir skrifar 16. ágúst 2011 07:00 Þegar þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar birtist loks eftir dúk og disk lét oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa eftir sér að hann skildi ekki upphlaup minnihlutans og þætti það reyndar vandræðalegt. Áður en Dagur Eggertsson og Jón Gnarr tóku höndum saman hefðu áætlanir aðeins verið framreikningar og því líklega ekki merkilegir pappírar. Þeir kumpánar kynnu hins vegar til verka og myndu ekki afgreiða neinar áætlanir nema allt væri komið upp á borðið varðandi kostnað. Það er því athyglisvert að skoða þessa þriggja ára áætlun með hliðsjón af ummælum Dags, en hún er aðgengileg á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Þar má sjá að gert er ráð fyrir nákvæmlega sömu skatttekjum öll þrjú árin sem spáin nær til. Og það er kannski ekki skrýtið því áætlun þeirra Dags og Jóns gerir ráð fyrir óbreyttum launakostnaði næstu þrjú árin (sem sagt – sama kostnaði og í ár). Það er óþarfi að rekja tölurnar í smáatriðum en sömu sögu er að segja um áætlun vegna samstæðunnar, A- og B-hluta borgarsjóðs. Þetta er auðvitað ekki hægt að kalla framreikninga, þar sem ekkert er reiknað, og getur því áætlanagerð af þessu tagi varla fengið háa einkunn. Í inngangi hennar má kannski finna skýringu á þessu en þar segir að ekki sé tekið tillit til nýgerðra kjarasamninga við starfsmenn borgarinnar; að ekki sé tekið tillit til vísbendinga um óhagstæðara verðlag gengisþróunar (en gert var ráð fyrir í endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2011), að ekki sé gert ráð fyrir ábendingum fagsviða um mögulega kostnaðarauka á næstu árum og að ekki sé gert ráð fyrir aukningu útsvarstekna og fasteignagjalda umfram það sem núgildandi álagningarhlutföll og álagningarstofnar leiða af sér. Þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir neinu sem liggur fyrir að muni gerast á næstu þremur árum, telur Dagur Eggertsson, og væntanlega Jón Gnarr líka, að nauðsynlegt sé að bíða eftir tölum um kostnað vegna flutnings málefna fatlaðra frá ríkinu. Það er mikilvægur málaflokkur og ég skil að honum vilji menn sinna vel. En er ekki frekar lélegt að nota flutning málaflokks fatlaðra frá ríki til sveitarfélags sem afsökun fyrir því að meirihlutinn í Reykjavík geti ekki komið saman þriggja ára áætlun? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar birtist loks eftir dúk og disk lét oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa eftir sér að hann skildi ekki upphlaup minnihlutans og þætti það reyndar vandræðalegt. Áður en Dagur Eggertsson og Jón Gnarr tóku höndum saman hefðu áætlanir aðeins verið framreikningar og því líklega ekki merkilegir pappírar. Þeir kumpánar kynnu hins vegar til verka og myndu ekki afgreiða neinar áætlanir nema allt væri komið upp á borðið varðandi kostnað. Það er því athyglisvert að skoða þessa þriggja ára áætlun með hliðsjón af ummælum Dags, en hún er aðgengileg á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Þar má sjá að gert er ráð fyrir nákvæmlega sömu skatttekjum öll þrjú árin sem spáin nær til. Og það er kannski ekki skrýtið því áætlun þeirra Dags og Jóns gerir ráð fyrir óbreyttum launakostnaði næstu þrjú árin (sem sagt – sama kostnaði og í ár). Það er óþarfi að rekja tölurnar í smáatriðum en sömu sögu er að segja um áætlun vegna samstæðunnar, A- og B-hluta borgarsjóðs. Þetta er auðvitað ekki hægt að kalla framreikninga, þar sem ekkert er reiknað, og getur því áætlanagerð af þessu tagi varla fengið háa einkunn. Í inngangi hennar má kannski finna skýringu á þessu en þar segir að ekki sé tekið tillit til nýgerðra kjarasamninga við starfsmenn borgarinnar; að ekki sé tekið tillit til vísbendinga um óhagstæðara verðlag gengisþróunar (en gert var ráð fyrir í endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2011), að ekki sé gert ráð fyrir ábendingum fagsviða um mögulega kostnaðarauka á næstu árum og að ekki sé gert ráð fyrir aukningu útsvarstekna og fasteignagjalda umfram það sem núgildandi álagningarhlutföll og álagningarstofnar leiða af sér. Þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir neinu sem liggur fyrir að muni gerast á næstu þremur árum, telur Dagur Eggertsson, og væntanlega Jón Gnarr líka, að nauðsynlegt sé að bíða eftir tölum um kostnað vegna flutnings málefna fatlaðra frá ríkinu. Það er mikilvægur málaflokkur og ég skil að honum vilji menn sinna vel. En er ekki frekar lélegt að nota flutning málaflokks fatlaðra frá ríki til sveitarfélags sem afsökun fyrir því að meirihlutinn í Reykjavík geti ekki komið saman þriggja ára áætlun?
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar