Katrín og Kristín hetjurnar 23. júlí 2011 06:00 Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði KR-konum sæti í bikarúrslitaleiknum á lokamínútu leiksins. Mynd/Hag Valur og KR mætast í fjórða sinn í bikarúrslitaleik kvenna eftir sigra í undan-úrslitaleikjum Valitor-bikars kvenna í gærkvöldi. Valur vann 1-0 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ en KR vann 2-1 sigur á Fylki í Árbænum. KR tryggði sér sæti í úrslitum Valitor-bikars kvenna í gærkvöld með 2-1 sigri á Fylki með marki Katrínar Ásbjörnsdóttur á lokamínútum leiksins. Fylkir þótti sigurstranglegra liðið fyrir leik liðanna en KR-stelpur blésu á það og hófu leikinn af miklum krafti og komust yfir á 9. mínútu þegar Ólöf Gerður Jónsdóttir Ísberg skoraði úr víti sem dæmt var þegar Lidija Stojkanovic fékk boltann klaufalega í höndina í teignum. Stojkanovic kvittaði fyrir vítið þegar hún jafnaði metin eftir hornspyrnu á 26. mínútu en Fylkir réð lögum og lofum á vellinum eftir að KR komst yfir. KR hóf seinni hálfleikinn mun betur en er leið á hálfleikinn náði Fylkir yfirhöndinni án þess að skapa sér afgerandi færi. Þegar allt virtist stefna í framlengingu tryggði Katrín Ásbjörnsdóttir KR sætið í úrslitunum með laglegu skoti eftir skyndisókn. „Það virðist vera bikarstemning hjá okkur í ár og þetta var verðskuldað hjá okkur. Mér fannst við betra liðið í kaflaskiptum leik,“ sagði Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari KR að leiknum loknum. „Ég er með mjög fljóta vörn og gengur vel á móti fljótum framherjum en á í meira basli gegn líkamlega sterkum framherjum,“ sagði Björgvin um góðan varnarleik síns liðs, sérstaklega í seinni hálfleik. Bláklæddar Valskonur mættu grimmari til leiks í Mosfellsbæ í gærkvöld. Þær sóttu nokkuð ákaft framan af og sóknin bar árangur á 21. mínútu. Þá gaf Dagný Brynjarsdóttir boltann frá hægri út í teiginn þar sem markahrókurinn Kristín Ýr Bjarnadóttir setti knöttinn í nærhornið. Færi fyrri hálfleiksins voru Valskvenna sem náðu þó ekki að nýta þau og Íslands- og bikarmeistararnir með eins marks forystu í hálfleik. Í síðari hálfleik voru leikar mun jafnari. Mosfellingar voru ákveðnari fram á við og gáfu Valskonum minni tíma með boltann. „Við dettum stundum í of flókna hluti í seinni hálfleik eftir að hafa verið betri í fyrri hálfleik. Ofhugsum allt í staðinn fyrir að sparka bara í boltann og hlaupa. Við erum við að hugsa of mikið um að gera allt rétt,“ sagði markaskorarinn Kristín Ýr Bjarnadóttir. Valskonur virtust óviðbúnar mótspyrnunni, misstu góð tök sín á leiknum án þess þó að gefa nema eitt færi á sér. Ahkeelea Mollon sem er í láni frá Stjörnunni komst þá í gegn en Meagan McCray varði vel í marki Vals. Valskonur voru nær því að bæta við marki í lokin en heimamenn að jafna. Meðal annars átti Björk Gunnarsdóttir hörkuskot í þverslá. Valskonur eru komnar í bikarúrslit en bikarinn er þeirra að verja. „Þetta er skemmtilegasti leikur ársins að mínu mati. við ætluðum þangað allan tímann,“ sagði Kristín Ýr sem skoraði þrennu þegar Valur vann 3-0 sigur á Þór/KA í undanúrslitunum í fyrra. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Valur og KR mætast í fjórða sinn í bikarúrslitaleik kvenna eftir sigra í undan-úrslitaleikjum Valitor-bikars kvenna í gærkvöldi. Valur vann 1-0 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ en KR vann 2-1 sigur á Fylki í Árbænum. KR tryggði sér sæti í úrslitum Valitor-bikars kvenna í gærkvöld með 2-1 sigri á Fylki með marki Katrínar Ásbjörnsdóttur á lokamínútum leiksins. Fylkir þótti sigurstranglegra liðið fyrir leik liðanna en KR-stelpur blésu á það og hófu leikinn af miklum krafti og komust yfir á 9. mínútu þegar Ólöf Gerður Jónsdóttir Ísberg skoraði úr víti sem dæmt var þegar Lidija Stojkanovic fékk boltann klaufalega í höndina í teignum. Stojkanovic kvittaði fyrir vítið þegar hún jafnaði metin eftir hornspyrnu á 26. mínútu en Fylkir réð lögum og lofum á vellinum eftir að KR komst yfir. KR hóf seinni hálfleikinn mun betur en er leið á hálfleikinn náði Fylkir yfirhöndinni án þess að skapa sér afgerandi færi. Þegar allt virtist stefna í framlengingu tryggði Katrín Ásbjörnsdóttir KR sætið í úrslitunum með laglegu skoti eftir skyndisókn. „Það virðist vera bikarstemning hjá okkur í ár og þetta var verðskuldað hjá okkur. Mér fannst við betra liðið í kaflaskiptum leik,“ sagði Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari KR að leiknum loknum. „Ég er með mjög fljóta vörn og gengur vel á móti fljótum framherjum en á í meira basli gegn líkamlega sterkum framherjum,“ sagði Björgvin um góðan varnarleik síns liðs, sérstaklega í seinni hálfleik. Bláklæddar Valskonur mættu grimmari til leiks í Mosfellsbæ í gærkvöld. Þær sóttu nokkuð ákaft framan af og sóknin bar árangur á 21. mínútu. Þá gaf Dagný Brynjarsdóttir boltann frá hægri út í teiginn þar sem markahrókurinn Kristín Ýr Bjarnadóttir setti knöttinn í nærhornið. Færi fyrri hálfleiksins voru Valskvenna sem náðu þó ekki að nýta þau og Íslands- og bikarmeistararnir með eins marks forystu í hálfleik. Í síðari hálfleik voru leikar mun jafnari. Mosfellingar voru ákveðnari fram á við og gáfu Valskonum minni tíma með boltann. „Við dettum stundum í of flókna hluti í seinni hálfleik eftir að hafa verið betri í fyrri hálfleik. Ofhugsum allt í staðinn fyrir að sparka bara í boltann og hlaupa. Við erum við að hugsa of mikið um að gera allt rétt,“ sagði markaskorarinn Kristín Ýr Bjarnadóttir. Valskonur virtust óviðbúnar mótspyrnunni, misstu góð tök sín á leiknum án þess þó að gefa nema eitt færi á sér. Ahkeelea Mollon sem er í láni frá Stjörnunni komst þá í gegn en Meagan McCray varði vel í marki Vals. Valskonur voru nær því að bæta við marki í lokin en heimamenn að jafna. Meðal annars átti Björk Gunnarsdóttir hörkuskot í þverslá. Valskonur eru komnar í bikarúrslit en bikarinn er þeirra að verja. „Þetta er skemmtilegasti leikur ársins að mínu mati. við ætluðum þangað allan tímann,“ sagði Kristín Ýr sem skoraði þrennu þegar Valur vann 3-0 sigur á Þór/KA í undanúrslitunum í fyrra.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Dagskráin í dag: Undankeppni HM 2026 og NFL deildin Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira