Íslenskur hlaupastíll vekur athygli í Englandi 26. júní 2011 11:00 Smári Jósafatsson, framkvæmdastjóri Smart Motion Running, mun kenna Bretum að hlaupa upp á nýtt. Fréttablaðið/gva Íslenskur hlaupastíll sem þróaður er af Smára Jósafatssyni hefur vakið athygli á Englandi. „Ég var með sýningarstand á London Marathon sýningunni í apríl. Þar vakti hlaupastíllinn mikla athygli," segir Smári, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Smart Motion Running. Hlaupastíllinn snýst um að hlaupa með réttu álagi á fætur, liði og mjóbak. „Fulltrúar margra hlaupatímarita og vefsíðna á Englandi komu til mín, spurðu út í þetta og leist vel á." Smári segir að í kjölfar sýningarinnar hafi hann haldið hlaupastílsnámskeið á Englandi fyrir blaðamenn frá ensku hlaupatímariti og tveimur vefsíðum. Von er á fleiri blaðamönnum á námskeið hjá honum. Fyrstu námskeiðin fyrir almenning hefjast í byrjun júlí og skráningar eru þegar hafnar. Smári hefur þjálfað tvo Englendinga sem kenna munu á hlaupastílsnámskeiðum í Englandi, ásamt honum. „Annar kennaranna, Kirsty Smith, er góður frjálsíþróttamaður og var meðal annars í landsliði Bretlands 21 árs og yngri í frjálsum. Hún þekkir fullt af íþróttamönnum og hefur boðið hlaupurum á námskeið," segir Smári og bætir við að hlaupurunum hafi þótt mikið til námskeiðsins koma. „Það hafa líka komið nokkrir hlaupaþjálfarar sem hafa velt því fyrir sér af hverju enginn hafi kennt þeim þessa aðferð." Smári segir að hugmyndin að hlaupastílnum hafi kviknað út frá pilates-æfingum. Smári var virkur í íþróttum á sínum yngri árum en meiddi sig oft og gat orðið ekki hlaupið. Upp úr 2000 lærði hann einkaþjálfun, þolfimi, spinning, jóga og pilates. „Það má segja að pilates hafi breytt öllu hjá mér. Pílates beinist mikið að miðjunni," segir Smári, sem einnig hefur mikinn áhuga á fjallgöngum. „Eftir gönguferðirnar var ég alltaf að drepast í hnjánum en þegar ég lærði pilates tók ég eftir að verkurinn í hnjánum hvarf." Smári fór að velta fyrir sér af hverju verkurinn hvarf með pilates. „Þegar ég fattaði hvað ég gerði öðruvísi datt mér í hug hvort ég gæti hlaupið þannig. Ég prófaði það og gat líka hlaupið lengra. Ég varð mjög undrandi," upplýsir Smári, sem fór að kenna á námskeiðum á Íslandi árið 2006, en nú hafa rúmlega þrjú þúsund Íslendingar lært að hlaupa upp á nýtt. martaf@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
Íslenskur hlaupastíll sem þróaður er af Smára Jósafatssyni hefur vakið athygli á Englandi. „Ég var með sýningarstand á London Marathon sýningunni í apríl. Þar vakti hlaupastíllinn mikla athygli," segir Smári, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Smart Motion Running. Hlaupastíllinn snýst um að hlaupa með réttu álagi á fætur, liði og mjóbak. „Fulltrúar margra hlaupatímarita og vefsíðna á Englandi komu til mín, spurðu út í þetta og leist vel á." Smári segir að í kjölfar sýningarinnar hafi hann haldið hlaupastílsnámskeið á Englandi fyrir blaðamenn frá ensku hlaupatímariti og tveimur vefsíðum. Von er á fleiri blaðamönnum á námskeið hjá honum. Fyrstu námskeiðin fyrir almenning hefjast í byrjun júlí og skráningar eru þegar hafnar. Smári hefur þjálfað tvo Englendinga sem kenna munu á hlaupastílsnámskeiðum í Englandi, ásamt honum. „Annar kennaranna, Kirsty Smith, er góður frjálsíþróttamaður og var meðal annars í landsliði Bretlands 21 árs og yngri í frjálsum. Hún þekkir fullt af íþróttamönnum og hefur boðið hlaupurum á námskeið," segir Smári og bætir við að hlaupurunum hafi þótt mikið til námskeiðsins koma. „Það hafa líka komið nokkrir hlaupaþjálfarar sem hafa velt því fyrir sér af hverju enginn hafi kennt þeim þessa aðferð." Smári segir að hugmyndin að hlaupastílnum hafi kviknað út frá pilates-æfingum. Smári var virkur í íþróttum á sínum yngri árum en meiddi sig oft og gat orðið ekki hlaupið. Upp úr 2000 lærði hann einkaþjálfun, þolfimi, spinning, jóga og pilates. „Það má segja að pilates hafi breytt öllu hjá mér. Pílates beinist mikið að miðjunni," segir Smári, sem einnig hefur mikinn áhuga á fjallgöngum. „Eftir gönguferðirnar var ég alltaf að drepast í hnjánum en þegar ég lærði pilates tók ég eftir að verkurinn í hnjánum hvarf." Smári fór að velta fyrir sér af hverju verkurinn hvarf með pilates. „Þegar ég fattaði hvað ég gerði öðruvísi datt mér í hug hvort ég gæti hlaupið þannig. Ég prófaði það og gat líka hlaupið lengra. Ég varð mjög undrandi," upplýsir Smári, sem fór að kenna á námskeiðum á Íslandi árið 2006, en nú hafa rúmlega þrjú þúsund Íslendingar lært að hlaupa upp á nýtt. martaf@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira