Íslenskur hlaupastíll vekur athygli í Englandi 26. júní 2011 11:00 Smári Jósafatsson, framkvæmdastjóri Smart Motion Running, mun kenna Bretum að hlaupa upp á nýtt. Fréttablaðið/gva Íslenskur hlaupastíll sem þróaður er af Smára Jósafatssyni hefur vakið athygli á Englandi. „Ég var með sýningarstand á London Marathon sýningunni í apríl. Þar vakti hlaupastíllinn mikla athygli," segir Smári, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Smart Motion Running. Hlaupastíllinn snýst um að hlaupa með réttu álagi á fætur, liði og mjóbak. „Fulltrúar margra hlaupatímarita og vefsíðna á Englandi komu til mín, spurðu út í þetta og leist vel á." Smári segir að í kjölfar sýningarinnar hafi hann haldið hlaupastílsnámskeið á Englandi fyrir blaðamenn frá ensku hlaupatímariti og tveimur vefsíðum. Von er á fleiri blaðamönnum á námskeið hjá honum. Fyrstu námskeiðin fyrir almenning hefjast í byrjun júlí og skráningar eru þegar hafnar. Smári hefur þjálfað tvo Englendinga sem kenna munu á hlaupastílsnámskeiðum í Englandi, ásamt honum. „Annar kennaranna, Kirsty Smith, er góður frjálsíþróttamaður og var meðal annars í landsliði Bretlands 21 árs og yngri í frjálsum. Hún þekkir fullt af íþróttamönnum og hefur boðið hlaupurum á námskeið," segir Smári og bætir við að hlaupurunum hafi þótt mikið til námskeiðsins koma. „Það hafa líka komið nokkrir hlaupaþjálfarar sem hafa velt því fyrir sér af hverju enginn hafi kennt þeim þessa aðferð." Smári segir að hugmyndin að hlaupastílnum hafi kviknað út frá pilates-æfingum. Smári var virkur í íþróttum á sínum yngri árum en meiddi sig oft og gat orðið ekki hlaupið. Upp úr 2000 lærði hann einkaþjálfun, þolfimi, spinning, jóga og pilates. „Það má segja að pilates hafi breytt öllu hjá mér. Pílates beinist mikið að miðjunni," segir Smári, sem einnig hefur mikinn áhuga á fjallgöngum. „Eftir gönguferðirnar var ég alltaf að drepast í hnjánum en þegar ég lærði pilates tók ég eftir að verkurinn í hnjánum hvarf." Smári fór að velta fyrir sér af hverju verkurinn hvarf með pilates. „Þegar ég fattaði hvað ég gerði öðruvísi datt mér í hug hvort ég gæti hlaupið þannig. Ég prófaði það og gat líka hlaupið lengra. Ég varð mjög undrandi," upplýsir Smári, sem fór að kenna á námskeiðum á Íslandi árið 2006, en nú hafa rúmlega þrjú þúsund Íslendingar lært að hlaupa upp á nýtt. martaf@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Íslenskur hlaupastíll sem þróaður er af Smára Jósafatssyni hefur vakið athygli á Englandi. „Ég var með sýningarstand á London Marathon sýningunni í apríl. Þar vakti hlaupastíllinn mikla athygli," segir Smári, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Smart Motion Running. Hlaupastíllinn snýst um að hlaupa með réttu álagi á fætur, liði og mjóbak. „Fulltrúar margra hlaupatímarita og vefsíðna á Englandi komu til mín, spurðu út í þetta og leist vel á." Smári segir að í kjölfar sýningarinnar hafi hann haldið hlaupastílsnámskeið á Englandi fyrir blaðamenn frá ensku hlaupatímariti og tveimur vefsíðum. Von er á fleiri blaðamönnum á námskeið hjá honum. Fyrstu námskeiðin fyrir almenning hefjast í byrjun júlí og skráningar eru þegar hafnar. Smári hefur þjálfað tvo Englendinga sem kenna munu á hlaupastílsnámskeiðum í Englandi, ásamt honum. „Annar kennaranna, Kirsty Smith, er góður frjálsíþróttamaður og var meðal annars í landsliði Bretlands 21 árs og yngri í frjálsum. Hún þekkir fullt af íþróttamönnum og hefur boðið hlaupurum á námskeið," segir Smári og bætir við að hlaupurunum hafi þótt mikið til námskeiðsins koma. „Það hafa líka komið nokkrir hlaupaþjálfarar sem hafa velt því fyrir sér af hverju enginn hafi kennt þeim þessa aðferð." Smári segir að hugmyndin að hlaupastílnum hafi kviknað út frá pilates-æfingum. Smári var virkur í íþróttum á sínum yngri árum en meiddi sig oft og gat orðið ekki hlaupið. Upp úr 2000 lærði hann einkaþjálfun, þolfimi, spinning, jóga og pilates. „Það má segja að pilates hafi breytt öllu hjá mér. Pílates beinist mikið að miðjunni," segir Smári, sem einnig hefur mikinn áhuga á fjallgöngum. „Eftir gönguferðirnar var ég alltaf að drepast í hnjánum en þegar ég lærði pilates tók ég eftir að verkurinn í hnjánum hvarf." Smári fór að velta fyrir sér af hverju verkurinn hvarf með pilates. „Þegar ég fattaði hvað ég gerði öðruvísi datt mér í hug hvort ég gæti hlaupið þannig. Ég prófaði það og gat líka hlaupið lengra. Ég varð mjög undrandi," upplýsir Smári, sem fór að kenna á námskeiðum á Íslandi árið 2006, en nú hafa rúmlega þrjú þúsund Íslendingar lært að hlaupa upp á nýtt. martaf@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira