Landsdómur Magnús Orri Schram skrifar 14. júní 2011 00:01 Hafinn er málflutningur í máli fyrrverandi forsætisráðherra fyrir landsdómi. Forsaga þessa máls nær aftur til haustsins 2008 er Geir H. Haarde og aðrir fulltrúar þingflokka á Alþingi ákváðu að skipa rannsóknarnefnd Alþingis en skýrslu hennar var ætlað að liggja til grundvallar ályktun þingsins um hvort ráðherrar hefðu brotið lög um ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins. Þannig var í árdaga málsins lagt af stað eftir leiðsögn fyrrverandi forsætisráðherra án þess að lagðar væru til breytingar á lögum um ráðherraábyrgð eða landsdóm. Vorið 2010 ákvað Alþingi að skipa nefnd þingmanna til að móta afstöðu þingsins til skýrslunnar og taka ákvörðun um hvort vísa ætti málum einstakra ráðherra til landsdóms vegna hugsanlegra brota á lögum um ráðherraábyrgð. Þannig skipaði Alþingi okkur þingmennina til verka eftir vinnulagi og við lagaumgjörð sem það hafði sjálft ákveðið. Sérstaklega var leitað eftir því að skipa þingmenn sem ekki höfðu starfað á Alþingi þegar hrunið átti sér stað enda talið mikilvægt að gæta að fjarlægð þingmanna frá viðfangsefninu. Sjö af níu nefndarmönnum töldu að málum þriggja eða fjögurra ráðherra ætti að vísa til landsdóms. Það var svo Alþingi sem ákvað hins vegar að einungis væri ástæða til að senda mál eins ráðherra til landsdóms, þ.e. mál fyrrverandi forsætisráðherra. Málsvörn ráðherrans byggir mikið á að persónugera stöðu hans. Við vinnu þingmannanefndar var hins vegar fagleg og málefnaleg nálgun í fyrirrúmi en verkefnið ekki persónugert. Þannig tók ég t.d. ekki afstöðu til mannsins eða KR-ingsins Geirs H. Haarde við umfjöllun málsins, heldur tók ég afstöðu til þeirra upplýsinga sem komu fram í viðamikilli skýrslu RNA um embættisfærslur viðkomandi ráðherra. Því er manni spurn – hvers vegna eru lög um ráðherraábyrgð ef ekki á að koma til kasta þeirra ef grunur vaknar um embættisglöp? Getur aldrei komið til þess að ráðherrar geti átt að bera ábyrgð? Að mínu mati voru til staðar nægar málsástæður til að vísa ætti málum viðkomandi og fleiri til landsdóms þar sem meðal annarra, okkar vísustu lögspekingar, gætu ákvarðað hvort fyrrverandi forsætisráðherra hefði brotið lög um ráðherraábyrgð eða ekki. Ég taldi þannig að nægar upplýsingar væru fyrir hendi til þess að vísa málinu áfram til landsdóms. Með því er ekki sagt fyrir um sekt eða sakleysi, enda er það landsdóms að komast að efnislegri niðurstöðu og ber ég fullt traust til þess að þar njóti Geir sanngjarnrar og réttlátrar málsmeðferðar og að málinu ljúki með efnislega réttri niðurstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Hafinn er málflutningur í máli fyrrverandi forsætisráðherra fyrir landsdómi. Forsaga þessa máls nær aftur til haustsins 2008 er Geir H. Haarde og aðrir fulltrúar þingflokka á Alþingi ákváðu að skipa rannsóknarnefnd Alþingis en skýrslu hennar var ætlað að liggja til grundvallar ályktun þingsins um hvort ráðherrar hefðu brotið lög um ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins. Þannig var í árdaga málsins lagt af stað eftir leiðsögn fyrrverandi forsætisráðherra án þess að lagðar væru til breytingar á lögum um ráðherraábyrgð eða landsdóm. Vorið 2010 ákvað Alþingi að skipa nefnd þingmanna til að móta afstöðu þingsins til skýrslunnar og taka ákvörðun um hvort vísa ætti málum einstakra ráðherra til landsdóms vegna hugsanlegra brota á lögum um ráðherraábyrgð. Þannig skipaði Alþingi okkur þingmennina til verka eftir vinnulagi og við lagaumgjörð sem það hafði sjálft ákveðið. Sérstaklega var leitað eftir því að skipa þingmenn sem ekki höfðu starfað á Alþingi þegar hrunið átti sér stað enda talið mikilvægt að gæta að fjarlægð þingmanna frá viðfangsefninu. Sjö af níu nefndarmönnum töldu að málum þriggja eða fjögurra ráðherra ætti að vísa til landsdóms. Það var svo Alþingi sem ákvað hins vegar að einungis væri ástæða til að senda mál eins ráðherra til landsdóms, þ.e. mál fyrrverandi forsætisráðherra. Málsvörn ráðherrans byggir mikið á að persónugera stöðu hans. Við vinnu þingmannanefndar var hins vegar fagleg og málefnaleg nálgun í fyrirrúmi en verkefnið ekki persónugert. Þannig tók ég t.d. ekki afstöðu til mannsins eða KR-ingsins Geirs H. Haarde við umfjöllun málsins, heldur tók ég afstöðu til þeirra upplýsinga sem komu fram í viðamikilli skýrslu RNA um embættisfærslur viðkomandi ráðherra. Því er manni spurn – hvers vegna eru lög um ráðherraábyrgð ef ekki á að koma til kasta þeirra ef grunur vaknar um embættisglöp? Getur aldrei komið til þess að ráðherrar geti átt að bera ábyrgð? Að mínu mati voru til staðar nægar málsástæður til að vísa ætti málum viðkomandi og fleiri til landsdóms þar sem meðal annarra, okkar vísustu lögspekingar, gætu ákvarðað hvort fyrrverandi forsætisráðherra hefði brotið lög um ráðherraábyrgð eða ekki. Ég taldi þannig að nægar upplýsingar væru fyrir hendi til þess að vísa málinu áfram til landsdóms. Með því er ekki sagt fyrir um sekt eða sakleysi, enda er það landsdóms að komast að efnislegri niðurstöðu og ber ég fullt traust til þess að þar njóti Geir sanngjarnrar og réttlátrar málsmeðferðar og að málinu ljúki með efnislega réttri niðurstöðu.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun