Stelpurnar stórkostlegar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2011 07:00 Rakel Dögg Bragadóttir landsliðsfyrirliði fagnar sigrinum ásamt liðsfélögum sínum. Fréttablaðið/Daníel Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tók stöllur sínar frá Úkraínu í sextíu mínútna kennslustund í leik liðanna í gærdag. Nítján marka sigur landsliðsins var eitthvað sem var ekki einu sinni til í villtustu draumum þjálfara liðsins Ágústs Jóhannssonar. „Nei, ég verð að viðurkenna það. Ég átti ekki von á svona stórum sigri. Við vorum að tala um það þjálfararnir að sjö marka sigur væri ansi sterkt en stelpurnar spiluðu frábærlega. Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemina, agann og þolinmæðina og svo voru áhorfendur stórkostlegir. Það var frábært að spila á svona heimavelli," sagði Ágúst. Frá því að flautað var til leiks var ljóst hvort liðið ætlaði sér í lokakeppnina í Brasilíu. Íslensku stelpurnar voru ákveðnar í vörninni og fyrir aftan hana átti Guðný Jenný Ásmundsdóttir stórleik. Margir höfðu áhyggjur af markvörslunni fyrir leikinn enda tveir reynslumestu markverðir liðsins fjarri góðu gamni. Þær áhyggjur reyndust ástæðulausar. Í sókninni gekk allt upp framan af leik. Boltinn gekk hratt á milli og leikmenn íslenska liðsins áræðnir í aðgerðum sínum. Skotnýting liðsins var með ólíkindum og markaskorun dreifðist jafnt. Hið sama verður ekki sagt um andstæðinginn en vinstri skytta úkraínska liðsins skoraði tólf af átján mörkum liðsins. „Við erum komnar með virkilega flottan hóp. Hver einasti leikmaður sem kemur inn á er klár og er með sitt hlutverk á hreinu," sagði skælbrosandi Rakel Dögg Bragadóttir fyrirliði í leikslok. Fjórtán af sextán leikmönnum liðsins komu við sögu í leiknum og munar um minna að hafa úr breiddinni að spila. Forskot íslenska liðsins byggðist upp jafnt og þétt og aldrei var slakað á klónni. Liðið jók meira að segja forskot sitt undir lok fyrri hálfleiks þegar liðið var í tvígang manni færri. „Við töluðum um það í hálfleik að fara ekki að halda einhverju heldur að bæta við hægt og rólega. Það gekk eftir," sagði Ágúst þjálfari. Úkraínska landsliðið hefur verið fastagestur á stórmótum undanfarna áratugi en ljóst er að liðið hefur oft verið sterkara. Leikmenn liðsins virkuðu hreinlega áhugalausir líkt og þjálfarinn Leonid Yevtushenko sem var pollrólegur á bekknum. Nýtti ekki einu sinni leikhlé sitt í síðari hálfleiknum til þess að skipuleggja leik liðsins. Hann var skiljanlega ekki bjartsýnn fyrir síðari leik þjóðanna um næstu helgi. „Við eigum engan möguleika. Fimm til sex marka munur eða jafnvel tíu marka munur er möguleiki en ekki nítján," sagði Yevtushenko í leikslok. Sigurvilji og sjálfstraust íslensku stúlknanna er greinilega mikið um þessar mundir. Stígandi hefur verið í leik liðsins á undanförnum árum og ljóst að Ísland á kvennalandslið í handknattleik sem er farið að standast sterkustu þjóðum heimsins snúning. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tók stöllur sínar frá Úkraínu í sextíu mínútna kennslustund í leik liðanna í gærdag. Nítján marka sigur landsliðsins var eitthvað sem var ekki einu sinni til í villtustu draumum þjálfara liðsins Ágústs Jóhannssonar. „Nei, ég verð að viðurkenna það. Ég átti ekki von á svona stórum sigri. Við vorum að tala um það þjálfararnir að sjö marka sigur væri ansi sterkt en stelpurnar spiluðu frábærlega. Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemina, agann og þolinmæðina og svo voru áhorfendur stórkostlegir. Það var frábært að spila á svona heimavelli," sagði Ágúst. Frá því að flautað var til leiks var ljóst hvort liðið ætlaði sér í lokakeppnina í Brasilíu. Íslensku stelpurnar voru ákveðnar í vörninni og fyrir aftan hana átti Guðný Jenný Ásmundsdóttir stórleik. Margir höfðu áhyggjur af markvörslunni fyrir leikinn enda tveir reynslumestu markverðir liðsins fjarri góðu gamni. Þær áhyggjur reyndust ástæðulausar. Í sókninni gekk allt upp framan af leik. Boltinn gekk hratt á milli og leikmenn íslenska liðsins áræðnir í aðgerðum sínum. Skotnýting liðsins var með ólíkindum og markaskorun dreifðist jafnt. Hið sama verður ekki sagt um andstæðinginn en vinstri skytta úkraínska liðsins skoraði tólf af átján mörkum liðsins. „Við erum komnar með virkilega flottan hóp. Hver einasti leikmaður sem kemur inn á er klár og er með sitt hlutverk á hreinu," sagði skælbrosandi Rakel Dögg Bragadóttir fyrirliði í leikslok. Fjórtán af sextán leikmönnum liðsins komu við sögu í leiknum og munar um minna að hafa úr breiddinni að spila. Forskot íslenska liðsins byggðist upp jafnt og þétt og aldrei var slakað á klónni. Liðið jók meira að segja forskot sitt undir lok fyrri hálfleiks þegar liðið var í tvígang manni færri. „Við töluðum um það í hálfleik að fara ekki að halda einhverju heldur að bæta við hægt og rólega. Það gekk eftir," sagði Ágúst þjálfari. Úkraínska landsliðið hefur verið fastagestur á stórmótum undanfarna áratugi en ljóst er að liðið hefur oft verið sterkara. Leikmenn liðsins virkuðu hreinlega áhugalausir líkt og þjálfarinn Leonid Yevtushenko sem var pollrólegur á bekknum. Nýtti ekki einu sinni leikhlé sitt í síðari hálfleiknum til þess að skipuleggja leik liðsins. Hann var skiljanlega ekki bjartsýnn fyrir síðari leik þjóðanna um næstu helgi. „Við eigum engan möguleika. Fimm til sex marka munur eða jafnvel tíu marka munur er möguleiki en ekki nítján," sagði Yevtushenko í leikslok. Sigurvilji og sjálfstraust íslensku stúlknanna er greinilega mikið um þessar mundir. Stígandi hefur verið í leik liðsins á undanförnum árum og ljóst að Ísland á kvennalandslið í handknattleik sem er farið að standast sterkustu þjóðum heimsins snúning.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Sjá meira