Stelpurnar stórkostlegar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2011 07:00 Rakel Dögg Bragadóttir landsliðsfyrirliði fagnar sigrinum ásamt liðsfélögum sínum. Fréttablaðið/Daníel Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tók stöllur sínar frá Úkraínu í sextíu mínútna kennslustund í leik liðanna í gærdag. Nítján marka sigur landsliðsins var eitthvað sem var ekki einu sinni til í villtustu draumum þjálfara liðsins Ágústs Jóhannssonar. „Nei, ég verð að viðurkenna það. Ég átti ekki von á svona stórum sigri. Við vorum að tala um það þjálfararnir að sjö marka sigur væri ansi sterkt en stelpurnar spiluðu frábærlega. Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemina, agann og þolinmæðina og svo voru áhorfendur stórkostlegir. Það var frábært að spila á svona heimavelli," sagði Ágúst. Frá því að flautað var til leiks var ljóst hvort liðið ætlaði sér í lokakeppnina í Brasilíu. Íslensku stelpurnar voru ákveðnar í vörninni og fyrir aftan hana átti Guðný Jenný Ásmundsdóttir stórleik. Margir höfðu áhyggjur af markvörslunni fyrir leikinn enda tveir reynslumestu markverðir liðsins fjarri góðu gamni. Þær áhyggjur reyndust ástæðulausar. Í sókninni gekk allt upp framan af leik. Boltinn gekk hratt á milli og leikmenn íslenska liðsins áræðnir í aðgerðum sínum. Skotnýting liðsins var með ólíkindum og markaskorun dreifðist jafnt. Hið sama verður ekki sagt um andstæðinginn en vinstri skytta úkraínska liðsins skoraði tólf af átján mörkum liðsins. „Við erum komnar með virkilega flottan hóp. Hver einasti leikmaður sem kemur inn á er klár og er með sitt hlutverk á hreinu," sagði skælbrosandi Rakel Dögg Bragadóttir fyrirliði í leikslok. Fjórtán af sextán leikmönnum liðsins komu við sögu í leiknum og munar um minna að hafa úr breiddinni að spila. Forskot íslenska liðsins byggðist upp jafnt og þétt og aldrei var slakað á klónni. Liðið jók meira að segja forskot sitt undir lok fyrri hálfleiks þegar liðið var í tvígang manni færri. „Við töluðum um það í hálfleik að fara ekki að halda einhverju heldur að bæta við hægt og rólega. Það gekk eftir," sagði Ágúst þjálfari. Úkraínska landsliðið hefur verið fastagestur á stórmótum undanfarna áratugi en ljóst er að liðið hefur oft verið sterkara. Leikmenn liðsins virkuðu hreinlega áhugalausir líkt og þjálfarinn Leonid Yevtushenko sem var pollrólegur á bekknum. Nýtti ekki einu sinni leikhlé sitt í síðari hálfleiknum til þess að skipuleggja leik liðsins. Hann var skiljanlega ekki bjartsýnn fyrir síðari leik þjóðanna um næstu helgi. „Við eigum engan möguleika. Fimm til sex marka munur eða jafnvel tíu marka munur er möguleiki en ekki nítján," sagði Yevtushenko í leikslok. Sigurvilji og sjálfstraust íslensku stúlknanna er greinilega mikið um þessar mundir. Stígandi hefur verið í leik liðsins á undanförnum árum og ljóst að Ísland á kvennalandslið í handknattleik sem er farið að standast sterkustu þjóðum heimsins snúning. Íslenski handboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tók stöllur sínar frá Úkraínu í sextíu mínútna kennslustund í leik liðanna í gærdag. Nítján marka sigur landsliðsins var eitthvað sem var ekki einu sinni til í villtustu draumum þjálfara liðsins Ágústs Jóhannssonar. „Nei, ég verð að viðurkenna það. Ég átti ekki von á svona stórum sigri. Við vorum að tala um það þjálfararnir að sjö marka sigur væri ansi sterkt en stelpurnar spiluðu frábærlega. Ég er gríðarlega ánægður með vinnusemina, agann og þolinmæðina og svo voru áhorfendur stórkostlegir. Það var frábært að spila á svona heimavelli," sagði Ágúst. Frá því að flautað var til leiks var ljóst hvort liðið ætlaði sér í lokakeppnina í Brasilíu. Íslensku stelpurnar voru ákveðnar í vörninni og fyrir aftan hana átti Guðný Jenný Ásmundsdóttir stórleik. Margir höfðu áhyggjur af markvörslunni fyrir leikinn enda tveir reynslumestu markverðir liðsins fjarri góðu gamni. Þær áhyggjur reyndust ástæðulausar. Í sókninni gekk allt upp framan af leik. Boltinn gekk hratt á milli og leikmenn íslenska liðsins áræðnir í aðgerðum sínum. Skotnýting liðsins var með ólíkindum og markaskorun dreifðist jafnt. Hið sama verður ekki sagt um andstæðinginn en vinstri skytta úkraínska liðsins skoraði tólf af átján mörkum liðsins. „Við erum komnar með virkilega flottan hóp. Hver einasti leikmaður sem kemur inn á er klár og er með sitt hlutverk á hreinu," sagði skælbrosandi Rakel Dögg Bragadóttir fyrirliði í leikslok. Fjórtán af sextán leikmönnum liðsins komu við sögu í leiknum og munar um minna að hafa úr breiddinni að spila. Forskot íslenska liðsins byggðist upp jafnt og þétt og aldrei var slakað á klónni. Liðið jók meira að segja forskot sitt undir lok fyrri hálfleiks þegar liðið var í tvígang manni færri. „Við töluðum um það í hálfleik að fara ekki að halda einhverju heldur að bæta við hægt og rólega. Það gekk eftir," sagði Ágúst þjálfari. Úkraínska landsliðið hefur verið fastagestur á stórmótum undanfarna áratugi en ljóst er að liðið hefur oft verið sterkara. Leikmenn liðsins virkuðu hreinlega áhugalausir líkt og þjálfarinn Leonid Yevtushenko sem var pollrólegur á bekknum. Nýtti ekki einu sinni leikhlé sitt í síðari hálfleiknum til þess að skipuleggja leik liðsins. Hann var skiljanlega ekki bjartsýnn fyrir síðari leik þjóðanna um næstu helgi. „Við eigum engan möguleika. Fimm til sex marka munur eða jafnvel tíu marka munur er möguleiki en ekki nítján," sagði Yevtushenko í leikslok. Sigurvilji og sjálfstraust íslensku stúlknanna er greinilega mikið um þessar mundir. Stígandi hefur verið í leik liðsins á undanförnum árum og ljóst að Ísland á kvennalandslið í handknattleik sem er farið að standast sterkustu þjóðum heimsins snúning.
Íslenski handboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Sjá meira