Skynsemi eða tilfinningar? Gylfi Zoëga skrifar 8. apríl 2011 08:00 Samninganefnd Íslands undir forystu Lee Buchheit hefur fært sterk rök fyrir því að Íslendingar staðfesti nýgerðan samning um ríkistryggingu á skuldbindingum innlánatryggingasjóðs í stað þess að hætta á málaferli. Höfnun samningsins mun tefja fyrir aðgengi íslenska ríkisins og innlendra stofnana að erlendu lánsfé sem er nauðsynlegt til þess að Ísland geti staðið á eigin fótum án aðstoðar Norðurlanda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Væntanlegur kostnaður við samninginn er metinn á 30 milljarða króna sem er álíka upphæð og kostnaður við byggingu tónlistarhússins í Reykjavík eða sem svarar tíu vikna sparnaði þjóðarinnar um þessar mundir. Til þess að mæta óvissu um endanlegar byrðar ríkissjóðs er samningurinn sérstaklega gerður með það í huga að greiðslubyrðin verði ekki of mikil. Á móti mæla þau tilfinningarök að ekki eigi að greiða skuldir eigenda Landsbankans. En þá gleymist að féð sem bankarnir dældu inn í íslenska hagkerfið skilaði sér í stóraukinni fjármunaeign, betri skuldastöðu ríkissjóðs og góðum lífskjörum árin fyrir 2008. Eftir standa ný borgar hverfi, vegir og sundlaugar sem erlendir kröfuhafar munu að verulegu leyti á endanum bera kostnað af. Það vill svo til að þeir sem ganga lengst í að mæla gegn samþykki samningsins eru margir hverjir sömu aðilar og gáfu ríkisbankana ævintýramönnum og leyfðu þeim að skuldsetja sig svo mikið að tjón erlendra aðila vegna falls þeirra nemur yfir 7000 milljörðum króna sem er hærri upphæð en núvirt verðmæti fiskafla á Íslandsmiðum um alla framtíð margfölduð með þremur. Með því að samþykkja samninginn er ekki verið að greiða skuldir þessara óreiðumanna heldur að tryggja að það tjón sem þeir ollu erlendum innstæðueigendum umfram íslenska verði bætt. Svo endurreisn efnahagslífsins geti haldið áfram í friði við nágranna okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Samninganefnd Íslands undir forystu Lee Buchheit hefur fært sterk rök fyrir því að Íslendingar staðfesti nýgerðan samning um ríkistryggingu á skuldbindingum innlánatryggingasjóðs í stað þess að hætta á málaferli. Höfnun samningsins mun tefja fyrir aðgengi íslenska ríkisins og innlendra stofnana að erlendu lánsfé sem er nauðsynlegt til þess að Ísland geti staðið á eigin fótum án aðstoðar Norðurlanda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Væntanlegur kostnaður við samninginn er metinn á 30 milljarða króna sem er álíka upphæð og kostnaður við byggingu tónlistarhússins í Reykjavík eða sem svarar tíu vikna sparnaði þjóðarinnar um þessar mundir. Til þess að mæta óvissu um endanlegar byrðar ríkissjóðs er samningurinn sérstaklega gerður með það í huga að greiðslubyrðin verði ekki of mikil. Á móti mæla þau tilfinningarök að ekki eigi að greiða skuldir eigenda Landsbankans. En þá gleymist að féð sem bankarnir dældu inn í íslenska hagkerfið skilaði sér í stóraukinni fjármunaeign, betri skuldastöðu ríkissjóðs og góðum lífskjörum árin fyrir 2008. Eftir standa ný borgar hverfi, vegir og sundlaugar sem erlendir kröfuhafar munu að verulegu leyti á endanum bera kostnað af. Það vill svo til að þeir sem ganga lengst í að mæla gegn samþykki samningsins eru margir hverjir sömu aðilar og gáfu ríkisbankana ævintýramönnum og leyfðu þeim að skuldsetja sig svo mikið að tjón erlendra aðila vegna falls þeirra nemur yfir 7000 milljörðum króna sem er hærri upphæð en núvirt verðmæti fiskafla á Íslandsmiðum um alla framtíð margfölduð með þremur. Með því að samþykkja samninginn er ekki verið að greiða skuldir þessara óreiðumanna heldur að tryggja að það tjón sem þeir ollu erlendum innstæðueigendum umfram íslenska verði bætt. Svo endurreisn efnahagslífsins geti haldið áfram í friði við nágranna okkar.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar