Skynsemi eða tilfinningar? Gylfi Zoëga skrifar 8. apríl 2011 08:00 Samninganefnd Íslands undir forystu Lee Buchheit hefur fært sterk rök fyrir því að Íslendingar staðfesti nýgerðan samning um ríkistryggingu á skuldbindingum innlánatryggingasjóðs í stað þess að hætta á málaferli. Höfnun samningsins mun tefja fyrir aðgengi íslenska ríkisins og innlendra stofnana að erlendu lánsfé sem er nauðsynlegt til þess að Ísland geti staðið á eigin fótum án aðstoðar Norðurlanda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Væntanlegur kostnaður við samninginn er metinn á 30 milljarða króna sem er álíka upphæð og kostnaður við byggingu tónlistarhússins í Reykjavík eða sem svarar tíu vikna sparnaði þjóðarinnar um þessar mundir. Til þess að mæta óvissu um endanlegar byrðar ríkissjóðs er samningurinn sérstaklega gerður með það í huga að greiðslubyrðin verði ekki of mikil. Á móti mæla þau tilfinningarök að ekki eigi að greiða skuldir eigenda Landsbankans. En þá gleymist að féð sem bankarnir dældu inn í íslenska hagkerfið skilaði sér í stóraukinni fjármunaeign, betri skuldastöðu ríkissjóðs og góðum lífskjörum árin fyrir 2008. Eftir standa ný borgar hverfi, vegir og sundlaugar sem erlendir kröfuhafar munu að verulegu leyti á endanum bera kostnað af. Það vill svo til að þeir sem ganga lengst í að mæla gegn samþykki samningsins eru margir hverjir sömu aðilar og gáfu ríkisbankana ævintýramönnum og leyfðu þeim að skuldsetja sig svo mikið að tjón erlendra aðila vegna falls þeirra nemur yfir 7000 milljörðum króna sem er hærri upphæð en núvirt verðmæti fiskafla á Íslandsmiðum um alla framtíð margfölduð með þremur. Með því að samþykkja samninginn er ekki verið að greiða skuldir þessara óreiðumanna heldur að tryggja að það tjón sem þeir ollu erlendum innstæðueigendum umfram íslenska verði bætt. Svo endurreisn efnahagslífsins geti haldið áfram í friði við nágranna okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Samninganefnd Íslands undir forystu Lee Buchheit hefur fært sterk rök fyrir því að Íslendingar staðfesti nýgerðan samning um ríkistryggingu á skuldbindingum innlánatryggingasjóðs í stað þess að hætta á málaferli. Höfnun samningsins mun tefja fyrir aðgengi íslenska ríkisins og innlendra stofnana að erlendu lánsfé sem er nauðsynlegt til þess að Ísland geti staðið á eigin fótum án aðstoðar Norðurlanda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Væntanlegur kostnaður við samninginn er metinn á 30 milljarða króna sem er álíka upphæð og kostnaður við byggingu tónlistarhússins í Reykjavík eða sem svarar tíu vikna sparnaði þjóðarinnar um þessar mundir. Til þess að mæta óvissu um endanlegar byrðar ríkissjóðs er samningurinn sérstaklega gerður með það í huga að greiðslubyrðin verði ekki of mikil. Á móti mæla þau tilfinningarök að ekki eigi að greiða skuldir eigenda Landsbankans. En þá gleymist að féð sem bankarnir dældu inn í íslenska hagkerfið skilaði sér í stóraukinni fjármunaeign, betri skuldastöðu ríkissjóðs og góðum lífskjörum árin fyrir 2008. Eftir standa ný borgar hverfi, vegir og sundlaugar sem erlendir kröfuhafar munu að verulegu leyti á endanum bera kostnað af. Það vill svo til að þeir sem ganga lengst í að mæla gegn samþykki samningsins eru margir hverjir sömu aðilar og gáfu ríkisbankana ævintýramönnum og leyfðu þeim að skuldsetja sig svo mikið að tjón erlendra aðila vegna falls þeirra nemur yfir 7000 milljörðum króna sem er hærri upphæð en núvirt verðmæti fiskafla á Íslandsmiðum um alla framtíð margfölduð með þremur. Með því að samþykkja samninginn er ekki verið að greiða skuldir þessara óreiðumanna heldur að tryggja að það tjón sem þeir ollu erlendum innstæðueigendum umfram íslenska verði bætt. Svo endurreisn efnahagslífsins geti haldið áfram í friði við nágranna okkar.
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar