Hið ískalda hagsmunamat 1. apríl 2011 06:00 Matsfyrirtækið Moody's segir allar líkur á því að fyrirtækið setji íslensk ríkisskuldabréf í ruslflokk fari svo að þjóðin hafni Icesave-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Fari svo að þjóðin samþykki samninginn er líklegast að við breytum horfum úr neikvæðum í stöðugar," segir einnig í svari við fyrirspurn frá blaðamanni Bloomberg-fréttastofunnar en Ísland er nú metið með einkunnina Baa3 með neikvæðum horfum." (sjá www.visir.is 23. febrúar 2011). Ef marka má framangreinda yfirlýsingu Moody's eru miklir hagsmunir í því fólgnir að hafna lögunum um Icesave vegna kostnaðar við endurfjármögnun erlendra skulda hins opinbera. Samanlagðar heildarskuldir hins opinbera, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur eru nú um 1.350 milljarðar króna samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands. Mikið af þessum fjármunum hefur farið í fjárfestingar sem hafa mun lengri endurgreiðslutíma en skuldirnar. Af þeim sökum er eðlilegt að hluti þessara skulda sé endurfjármagnaður. Jafnframt þarf að stofna til nýrra skulda vegna nýrra verkefna í framtíðinni, t.a.m. vegna Hverahlíðar, Þeistareykja og Búðarháls. Kostnað sem líklegt er að falli á ríkissjóð vegna IceSave er sanngjarnt og rétt að skoða í samhengi við þann ávinning sem hlytist af samþykktinni. Talið er að líklegast sé að ríkið muni þurfa að bera 47 milljarða kostnað vegna Icesave. Sá kostnaður er tæp 3,5% af áðurgreindum skuldum hins opinbera. Ef marka má orð Moody's þarf ríkið því að reiða fram 47 milljarða á næstu fimm árum til að viðhalda lánshæfismati sínu og tryggja endurfjármögnun 1.350 milljarða skulda á alþjóðamarkaði á næstu árum. Ef samningnum verður hins vegar hafnað er svo til öruggt að endurfjármögnun skulda verður bæði erfiðari og dýrari. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hver munurinn er á fjármögnunarkostnaði ríkis sem er í ruslflokki og ríkis sem er með fjárfestingareinkunn. Vísbendingar er þó að finna með því að bera saman vexti á ruslskuldabréfum og skuldabréf fyrirtækja með fjárfestingareinkunn í Bandaríkjunum. Nú um stundir er munurinn á þessum tveim flokkum 3,2% á ári. Sú vaxtaprósenta gefur um 43 milljarða á ári miðað við 1.350 milljarða höfuðstól. Ef við hins vegar lækkum muninn í 2% í varúðarskyni þá er munurinn 27 milljarðar á ári. Þess má einnig geta að vaxtaálag Portúgals er nú 5,65% og Grikklands 9,80% sem gefur vísbendingar um að kjör Íslands yrðu um 5,44% í stað 2,24% nú (reyndar myndi betri einkunn í kjölfar samþykktar lækka núverandi álag, en það er önnur saga og lengri). Nú er auðvelt að bera sviðsmyndirnar tvær saman: 1. Samningar samþykktir og fjárfestingaeinkunn tryggð. Þá er líklegast að ríkissjóður þurfi að greiða Bretum og Hollendingum 47 milljarða á næstu fimm árum. 2. Samningnum hafnað og einkunn fer í ruslflokk. Þá er líklegast að fjármögnunarkostnaður verði 27-43 milljörðum hærri á ári vegna lélegra lánshæfismats sem gefur 135 til 216 milljarða á fimm árum. Ef menn vilja taka ákvörðun um hvort þeir samþykkja eða hafna Icesave út frá kostnaði við endurfjármögnun skulda hins opinbera þá er augljóst hvor kosturinn er valinn – þetta er hið ískalda hagsmunamat. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir Icesave Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody's segir allar líkur á því að fyrirtækið setji íslensk ríkisskuldabréf í ruslflokk fari svo að þjóðin hafni Icesave-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Fari svo að þjóðin samþykki samninginn er líklegast að við breytum horfum úr neikvæðum í stöðugar," segir einnig í svari við fyrirspurn frá blaðamanni Bloomberg-fréttastofunnar en Ísland er nú metið með einkunnina Baa3 með neikvæðum horfum." (sjá www.visir.is 23. febrúar 2011). Ef marka má framangreinda yfirlýsingu Moody's eru miklir hagsmunir í því fólgnir að hafna lögunum um Icesave vegna kostnaðar við endurfjármögnun erlendra skulda hins opinbera. Samanlagðar heildarskuldir hins opinbera, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur eru nú um 1.350 milljarðar króna samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands. Mikið af þessum fjármunum hefur farið í fjárfestingar sem hafa mun lengri endurgreiðslutíma en skuldirnar. Af þeim sökum er eðlilegt að hluti þessara skulda sé endurfjármagnaður. Jafnframt þarf að stofna til nýrra skulda vegna nýrra verkefna í framtíðinni, t.a.m. vegna Hverahlíðar, Þeistareykja og Búðarháls. Kostnað sem líklegt er að falli á ríkissjóð vegna IceSave er sanngjarnt og rétt að skoða í samhengi við þann ávinning sem hlytist af samþykktinni. Talið er að líklegast sé að ríkið muni þurfa að bera 47 milljarða kostnað vegna Icesave. Sá kostnaður er tæp 3,5% af áðurgreindum skuldum hins opinbera. Ef marka má orð Moody's þarf ríkið því að reiða fram 47 milljarða á næstu fimm árum til að viðhalda lánshæfismati sínu og tryggja endurfjármögnun 1.350 milljarða skulda á alþjóðamarkaði á næstu árum. Ef samningnum verður hins vegar hafnað er svo til öruggt að endurfjármögnun skulda verður bæði erfiðari og dýrari. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hver munurinn er á fjármögnunarkostnaði ríkis sem er í ruslflokki og ríkis sem er með fjárfestingareinkunn. Vísbendingar er þó að finna með því að bera saman vexti á ruslskuldabréfum og skuldabréf fyrirtækja með fjárfestingareinkunn í Bandaríkjunum. Nú um stundir er munurinn á þessum tveim flokkum 3,2% á ári. Sú vaxtaprósenta gefur um 43 milljarða á ári miðað við 1.350 milljarða höfuðstól. Ef við hins vegar lækkum muninn í 2% í varúðarskyni þá er munurinn 27 milljarðar á ári. Þess má einnig geta að vaxtaálag Portúgals er nú 5,65% og Grikklands 9,80% sem gefur vísbendingar um að kjör Íslands yrðu um 5,44% í stað 2,24% nú (reyndar myndi betri einkunn í kjölfar samþykktar lækka núverandi álag, en það er önnur saga og lengri). Nú er auðvelt að bera sviðsmyndirnar tvær saman: 1. Samningar samþykktir og fjárfestingaeinkunn tryggð. Þá er líklegast að ríkissjóður þurfi að greiða Bretum og Hollendingum 47 milljarða á næstu fimm árum. 2. Samningnum hafnað og einkunn fer í ruslflokk. Þá er líklegast að fjármögnunarkostnaður verði 27-43 milljörðum hærri á ári vegna lélegra lánshæfismats sem gefur 135 til 216 milljarða á fimm árum. Ef menn vilja taka ákvörðun um hvort þeir samþykkja eða hafna Icesave út frá kostnaði við endurfjármögnun skulda hins opinbera þá er augljóst hvor kosturinn er valinn – þetta er hið ískalda hagsmunamat.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun