Hið ískalda hagsmunamat 1. apríl 2011 06:00 Matsfyrirtækið Moody's segir allar líkur á því að fyrirtækið setji íslensk ríkisskuldabréf í ruslflokk fari svo að þjóðin hafni Icesave-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Fari svo að þjóðin samþykki samninginn er líklegast að við breytum horfum úr neikvæðum í stöðugar," segir einnig í svari við fyrirspurn frá blaðamanni Bloomberg-fréttastofunnar en Ísland er nú metið með einkunnina Baa3 með neikvæðum horfum." (sjá www.visir.is 23. febrúar 2011). Ef marka má framangreinda yfirlýsingu Moody's eru miklir hagsmunir í því fólgnir að hafna lögunum um Icesave vegna kostnaðar við endurfjármögnun erlendra skulda hins opinbera. Samanlagðar heildarskuldir hins opinbera, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur eru nú um 1.350 milljarðar króna samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands. Mikið af þessum fjármunum hefur farið í fjárfestingar sem hafa mun lengri endurgreiðslutíma en skuldirnar. Af þeim sökum er eðlilegt að hluti þessara skulda sé endurfjármagnaður. Jafnframt þarf að stofna til nýrra skulda vegna nýrra verkefna í framtíðinni, t.a.m. vegna Hverahlíðar, Þeistareykja og Búðarháls. Kostnað sem líklegt er að falli á ríkissjóð vegna IceSave er sanngjarnt og rétt að skoða í samhengi við þann ávinning sem hlytist af samþykktinni. Talið er að líklegast sé að ríkið muni þurfa að bera 47 milljarða kostnað vegna Icesave. Sá kostnaður er tæp 3,5% af áðurgreindum skuldum hins opinbera. Ef marka má orð Moody's þarf ríkið því að reiða fram 47 milljarða á næstu fimm árum til að viðhalda lánshæfismati sínu og tryggja endurfjármögnun 1.350 milljarða skulda á alþjóðamarkaði á næstu árum. Ef samningnum verður hins vegar hafnað er svo til öruggt að endurfjármögnun skulda verður bæði erfiðari og dýrari. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hver munurinn er á fjármögnunarkostnaði ríkis sem er í ruslflokki og ríkis sem er með fjárfestingareinkunn. Vísbendingar er þó að finna með því að bera saman vexti á ruslskuldabréfum og skuldabréf fyrirtækja með fjárfestingareinkunn í Bandaríkjunum. Nú um stundir er munurinn á þessum tveim flokkum 3,2% á ári. Sú vaxtaprósenta gefur um 43 milljarða á ári miðað við 1.350 milljarða höfuðstól. Ef við hins vegar lækkum muninn í 2% í varúðarskyni þá er munurinn 27 milljarðar á ári. Þess má einnig geta að vaxtaálag Portúgals er nú 5,65% og Grikklands 9,80% sem gefur vísbendingar um að kjör Íslands yrðu um 5,44% í stað 2,24% nú (reyndar myndi betri einkunn í kjölfar samþykktar lækka núverandi álag, en það er önnur saga og lengri). Nú er auðvelt að bera sviðsmyndirnar tvær saman: 1. Samningar samþykktir og fjárfestingaeinkunn tryggð. Þá er líklegast að ríkissjóður þurfi að greiða Bretum og Hollendingum 47 milljarða á næstu fimm árum. 2. Samningnum hafnað og einkunn fer í ruslflokk. Þá er líklegast að fjármögnunarkostnaður verði 27-43 milljörðum hærri á ári vegna lélegra lánshæfismats sem gefur 135 til 216 milljarða á fimm árum. Ef menn vilja taka ákvörðun um hvort þeir samþykkja eða hafna Icesave út frá kostnaði við endurfjármögnun skulda hins opinbera þá er augljóst hvor kosturinn er valinn – þetta er hið ískalda hagsmunamat. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir Icesave Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody's segir allar líkur á því að fyrirtækið setji íslensk ríkisskuldabréf í ruslflokk fari svo að þjóðin hafni Icesave-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Fari svo að þjóðin samþykki samninginn er líklegast að við breytum horfum úr neikvæðum í stöðugar," segir einnig í svari við fyrirspurn frá blaðamanni Bloomberg-fréttastofunnar en Ísland er nú metið með einkunnina Baa3 með neikvæðum horfum." (sjá www.visir.is 23. febrúar 2011). Ef marka má framangreinda yfirlýsingu Moody's eru miklir hagsmunir í því fólgnir að hafna lögunum um Icesave vegna kostnaðar við endurfjármögnun erlendra skulda hins opinbera. Samanlagðar heildarskuldir hins opinbera, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur eru nú um 1.350 milljarðar króna samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands. Mikið af þessum fjármunum hefur farið í fjárfestingar sem hafa mun lengri endurgreiðslutíma en skuldirnar. Af þeim sökum er eðlilegt að hluti þessara skulda sé endurfjármagnaður. Jafnframt þarf að stofna til nýrra skulda vegna nýrra verkefna í framtíðinni, t.a.m. vegna Hverahlíðar, Þeistareykja og Búðarháls. Kostnað sem líklegt er að falli á ríkissjóð vegna IceSave er sanngjarnt og rétt að skoða í samhengi við þann ávinning sem hlytist af samþykktinni. Talið er að líklegast sé að ríkið muni þurfa að bera 47 milljarða kostnað vegna Icesave. Sá kostnaður er tæp 3,5% af áðurgreindum skuldum hins opinbera. Ef marka má orð Moody's þarf ríkið því að reiða fram 47 milljarða á næstu fimm árum til að viðhalda lánshæfismati sínu og tryggja endurfjármögnun 1.350 milljarða skulda á alþjóðamarkaði á næstu árum. Ef samningnum verður hins vegar hafnað er svo til öruggt að endurfjármögnun skulda verður bæði erfiðari og dýrari. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hver munurinn er á fjármögnunarkostnaði ríkis sem er í ruslflokki og ríkis sem er með fjárfestingareinkunn. Vísbendingar er þó að finna með því að bera saman vexti á ruslskuldabréfum og skuldabréf fyrirtækja með fjárfestingareinkunn í Bandaríkjunum. Nú um stundir er munurinn á þessum tveim flokkum 3,2% á ári. Sú vaxtaprósenta gefur um 43 milljarða á ári miðað við 1.350 milljarða höfuðstól. Ef við hins vegar lækkum muninn í 2% í varúðarskyni þá er munurinn 27 milljarðar á ári. Þess má einnig geta að vaxtaálag Portúgals er nú 5,65% og Grikklands 9,80% sem gefur vísbendingar um að kjör Íslands yrðu um 5,44% í stað 2,24% nú (reyndar myndi betri einkunn í kjölfar samþykktar lækka núverandi álag, en það er önnur saga og lengri). Nú er auðvelt að bera sviðsmyndirnar tvær saman: 1. Samningar samþykktir og fjárfestingaeinkunn tryggð. Þá er líklegast að ríkissjóður þurfi að greiða Bretum og Hollendingum 47 milljarða á næstu fimm árum. 2. Samningnum hafnað og einkunn fer í ruslflokk. Þá er líklegast að fjármögnunarkostnaður verði 27-43 milljörðum hærri á ári vegna lélegra lánshæfismats sem gefur 135 til 216 milljarða á fimm árum. Ef menn vilja taka ákvörðun um hvort þeir samþykkja eða hafna Icesave út frá kostnaði við endurfjármögnun skulda hins opinbera þá er augljóst hvor kosturinn er valinn – þetta er hið ískalda hagsmunamat.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun