Gengi krónunnar og leigugjald fyrir kvóta Þórólfur Matthíasson skrifar 23. febrúar 2011 09:00 Fyrir nokkru leyfði ég mér að draga athygli lesenda Fréttablaðsins að upplýsingum Hagstofu Íslands um afar góða afkomu veiða og vinnslu á fyrsta heila árinu eftir hrun. Þessar upplýsingar falla ekki vel að fullyrðingum talsmanna stærri útgerðarfyrirtækja. Þeir hafa haldið því fram að kæmi til þess að útgerðin þyrfti að greiða leigu eða afgjald fyrir afnot af sjávarauðlindinni myndi horfa til auðnar í greininni. Hagstofutölurnar sýna að gjaldþol greinarinnar er umtalsvert, hvað sem barlómi talsmanna hennar líður. Hagfræðingur LÍÚ minnir á, í grein hér í blaðinu 19. febrúar, að á tímum handaflsstýringar og haftabúskapar hafi gengi íslensku krónunnar verið stillt í samræmi við óskir og þarfir útgerðarinnar. Væri sömu reglu beitt nú, segir hann, myndi aukinn tilkostnaður útgerðaraðila koma fram í lækkuðu gengi krónunnar. Við þetta er tvennt að athuga. Í fyrsta lagi sýna Hagstofutölurnar að væri farið að gömlu verðlagsráðsverðsformúlunni mætti hækka gengi krónunnar verulega! Sú staðreynd, hversu lágt gengi krónunnar er nú og afkoma útgerðar góð, sýnir glögglega að staða útgerðarinnar er ekki lengur einráð um gengisskráninguna, hvort heldur er til hækkunar eða lækkunar. Í öðru lagi greiða útgerðarmenn afgjald fyrir afnot af auðlindinni nú þegar, beint þegar um leigu á kvóta er að ræða, óbeint þegar útgerðarmaður ákveður að nota „eigin" kvóta frekar en að leigja hann frá sér. Það að leigugjaldið renni til eiganda auðlindarinnar í stað handhafa kvótans breytir engu um rekstrarskilyrði útgerðarinnar þó það hafi vissulega áhrif á efnahag handhafa kvótans. Það eru tvö óskyld mál. Sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands heldur því fram í grein þann 22. febrúar að undirrituðum sé eitthvað í nöp við aflamarkskerfið. Þetta er rangt. Aflamarkskerfið og önnur skyld kerfi skila því hlutverki mætavel að draga úr útgerðarkostnaði. Þetta hef ég sagt m.a. á ráðstefnum þar sem sérfræðingur Lagastofnunar var viðstaddur. Vandinn við hina íslensku útfærslu kvótakerfisins er að arðurinn af auðlindinni rennur allur til örfárra útvalinna. Ég hef ítrekað talað fyrir því að sá agnúi verði sniðinn af kerfinu. Nú liggja á borðinu hugmyndir um svokallaða tilboðsleið. Tillögur Jóns Steinssonar og Þorkels Helgasonar um útfærslu á þeirri leið myndu færa um helminginn af tekjum af auðlindinni til eiganda auðlindarinnar, íslensku þjóðarinnar. Það er lausn sem flestir ættu að geta unað við. Í akademískri umræðu er þess krafist að þátttakendur geri grein fyrir hugsanlegum hagsmunatengslum. Mér er ljúft að upplýsa að sem Íslendingur hef ég hagsmuni af að íslenskur almenningur njóti tekna af auðlindum í þjóðareigu. LÍÚ greiðir hluta af kostnaði við sérfræðingsstöðu Helga Áss Grétarssonar. Það er lágmarkskurteisi við lesendur Fréttablaðsins að þeim sé gert viðvart um slík tengsl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru leyfði ég mér að draga athygli lesenda Fréttablaðsins að upplýsingum Hagstofu Íslands um afar góða afkomu veiða og vinnslu á fyrsta heila árinu eftir hrun. Þessar upplýsingar falla ekki vel að fullyrðingum talsmanna stærri útgerðarfyrirtækja. Þeir hafa haldið því fram að kæmi til þess að útgerðin þyrfti að greiða leigu eða afgjald fyrir afnot af sjávarauðlindinni myndi horfa til auðnar í greininni. Hagstofutölurnar sýna að gjaldþol greinarinnar er umtalsvert, hvað sem barlómi talsmanna hennar líður. Hagfræðingur LÍÚ minnir á, í grein hér í blaðinu 19. febrúar, að á tímum handaflsstýringar og haftabúskapar hafi gengi íslensku krónunnar verið stillt í samræmi við óskir og þarfir útgerðarinnar. Væri sömu reglu beitt nú, segir hann, myndi aukinn tilkostnaður útgerðaraðila koma fram í lækkuðu gengi krónunnar. Við þetta er tvennt að athuga. Í fyrsta lagi sýna Hagstofutölurnar að væri farið að gömlu verðlagsráðsverðsformúlunni mætti hækka gengi krónunnar verulega! Sú staðreynd, hversu lágt gengi krónunnar er nú og afkoma útgerðar góð, sýnir glögglega að staða útgerðarinnar er ekki lengur einráð um gengisskráninguna, hvort heldur er til hækkunar eða lækkunar. Í öðru lagi greiða útgerðarmenn afgjald fyrir afnot af auðlindinni nú þegar, beint þegar um leigu á kvóta er að ræða, óbeint þegar útgerðarmaður ákveður að nota „eigin" kvóta frekar en að leigja hann frá sér. Það að leigugjaldið renni til eiganda auðlindarinnar í stað handhafa kvótans breytir engu um rekstrarskilyrði útgerðarinnar þó það hafi vissulega áhrif á efnahag handhafa kvótans. Það eru tvö óskyld mál. Sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands heldur því fram í grein þann 22. febrúar að undirrituðum sé eitthvað í nöp við aflamarkskerfið. Þetta er rangt. Aflamarkskerfið og önnur skyld kerfi skila því hlutverki mætavel að draga úr útgerðarkostnaði. Þetta hef ég sagt m.a. á ráðstefnum þar sem sérfræðingur Lagastofnunar var viðstaddur. Vandinn við hina íslensku útfærslu kvótakerfisins er að arðurinn af auðlindinni rennur allur til örfárra útvalinna. Ég hef ítrekað talað fyrir því að sá agnúi verði sniðinn af kerfinu. Nú liggja á borðinu hugmyndir um svokallaða tilboðsleið. Tillögur Jóns Steinssonar og Þorkels Helgasonar um útfærslu á þeirri leið myndu færa um helminginn af tekjum af auðlindinni til eiganda auðlindarinnar, íslensku þjóðarinnar. Það er lausn sem flestir ættu að geta unað við. Í akademískri umræðu er þess krafist að þátttakendur geri grein fyrir hugsanlegum hagsmunatengslum. Mér er ljúft að upplýsa að sem Íslendingur hef ég hagsmuni af að íslenskur almenningur njóti tekna af auðlindum í þjóðareigu. LÍÚ greiðir hluta af kostnaði við sérfræðingsstöðu Helga Áss Grétarssonar. Það er lágmarkskurteisi við lesendur Fréttablaðsins að þeim sé gert viðvart um slík tengsl.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar