Stjórnarráðið opnar ekki pósthólf Geirs 11. febrúar 2011 11:00 Í forsætisráðuneytinu efast menn um heimild saksóknara Alþingis til að leggja hald á gögn.Fréttablaðið/gva Forsætisráðuneytið hefur neitað að afhenda saksóknara Alþingis afrit af tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde nema að undangengnum dómsúrskurði. „Það er ekki til að flýta fyrir málinu," segir saksóknarinn Sigríður Friðjónsdóttir. Sigríður óskaði upphaflega eftir því að Þjóðskjalasafn afhenti henni afrit af tölvupóstsamskiptum Geirs úr gagnasafni rannsóknarnefndar Alþingis, ásamt skýrslum af tugum einstaklinga. Því var hafnað. Sigríður hefur skotið hluta þess máls til héraðsdóms. Þegar í ljós kom að í gagnasafni rannsóknarnefndarinnar var einungis að finna fáein tölvubréf Geirs féll hún frá kröfu um haldlagningu þeirra hjá Þjóðskjalasafni og sneri sér þess í stað til forsætisráðuneytisins. Þaðan óskaði Sigríður eftir rafrænu afriti af öllu pósthólfi Geirs frá þeim tíma sem hann gegndi embætti forsætisráðherra árin 2006 til 2009. Verjandi Geirs andmælti afhendingunni í bréfi til ráðuneytisins. „Þetta getur auðvitað varðað ýmis einkamálefni eins og venja er við rannsóknir mála," útskýrir Sigríður. Slík samskipti eigi hins vegar ekki heima í sakamálinu og með þau yrði því ekkert gert. Fyrir nokkrum dögum barst svar úr ráðuneytinu þar sem segir að það telji sér ekki fært að afhenda gögnin nema fyrir liggi dómsúrskurður í þá veru. Röksemdin er sú að ekki sé ótvírætt að saksóknari Alþingis megi beita lagaákvæðum um haldlagningu í sakamálalögum, þótt í lögum um landsdóm segi að sakamálalögin eigi við þar sem landsdómslögum sleppi. Sjálf segist Sigríður telja augljóst að þessi ákvæði eigi við í hennar rannsókn. „Ég er ekki að segja að þetta sé endilega fráleitt en þetta er ekki niðurstaðan sem maður hefði búist við af þessu stjórnvaldi," segir Sigríður og vísar til þess að málshöfðunin á hendur Geir hafi verið samþykkt af Alþingi. Sigríður hefur ekki ákveðið hvort hún fer með málið lengra strax eða hvort hún bíður niðurstöðu annarra vafamála sem risin eru fyrir dómstólum. Sigríður fór einnig fram á afrit af fundargerðum og minnisblöðum af ríkisstjórnarfundum og hefur fengið heimild til að skoða þau skjöl. stigur@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Sjá meira
Forsætisráðuneytið hefur neitað að afhenda saksóknara Alþingis afrit af tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde nema að undangengnum dómsúrskurði. „Það er ekki til að flýta fyrir málinu," segir saksóknarinn Sigríður Friðjónsdóttir. Sigríður óskaði upphaflega eftir því að Þjóðskjalasafn afhenti henni afrit af tölvupóstsamskiptum Geirs úr gagnasafni rannsóknarnefndar Alþingis, ásamt skýrslum af tugum einstaklinga. Því var hafnað. Sigríður hefur skotið hluta þess máls til héraðsdóms. Þegar í ljós kom að í gagnasafni rannsóknarnefndarinnar var einungis að finna fáein tölvubréf Geirs féll hún frá kröfu um haldlagningu þeirra hjá Þjóðskjalasafni og sneri sér þess í stað til forsætisráðuneytisins. Þaðan óskaði Sigríður eftir rafrænu afriti af öllu pósthólfi Geirs frá þeim tíma sem hann gegndi embætti forsætisráðherra árin 2006 til 2009. Verjandi Geirs andmælti afhendingunni í bréfi til ráðuneytisins. „Þetta getur auðvitað varðað ýmis einkamálefni eins og venja er við rannsóknir mála," útskýrir Sigríður. Slík samskipti eigi hins vegar ekki heima í sakamálinu og með þau yrði því ekkert gert. Fyrir nokkrum dögum barst svar úr ráðuneytinu þar sem segir að það telji sér ekki fært að afhenda gögnin nema fyrir liggi dómsúrskurður í þá veru. Röksemdin er sú að ekki sé ótvírætt að saksóknari Alþingis megi beita lagaákvæðum um haldlagningu í sakamálalögum, þótt í lögum um landsdóm segi að sakamálalögin eigi við þar sem landsdómslögum sleppi. Sjálf segist Sigríður telja augljóst að þessi ákvæði eigi við í hennar rannsókn. „Ég er ekki að segja að þetta sé endilega fráleitt en þetta er ekki niðurstaðan sem maður hefði búist við af þessu stjórnvaldi," segir Sigríður og vísar til þess að málshöfðunin á hendur Geir hafi verið samþykkt af Alþingi. Sigríður hefur ekki ákveðið hvort hún fer með málið lengra strax eða hvort hún bíður niðurstöðu annarra vafamála sem risin eru fyrir dómstólum. Sigríður fór einnig fram á afrit af fundargerðum og minnisblöðum af ríkisstjórnarfundum og hefur fengið heimild til að skoða þau skjöl. stigur@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Sjá meira