Páll Óskar tekur upp plötu í New York 8. febrúar 2011 10:00 Popparinn vinsæli ætlar að vinna að næstu plötu sinni í New York í sumar. „Ég ætla að hoppa aðeins til New York í sumar. Ég ætla bæði að kúpla mig út og vinna svolítið líka,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann ætlar að vinna að nýrri plötu í New York sem mun fylgja eftir hinu gríðarvinsæla Silfursafni sem kom út fyrir jólin 2008. „Síðan Silfursafnið kom út hef ég ekki gert neitt annað en að troða upp. Þessar mínútur sem ég þarf til að fara í stúdíó til að koma með efni koma ekki og þess vegna þarf ég að búa mér til tíma,“ segir Palli. „Ég klára þetta „show“ með Sinfó í Hörpunni í júní og um leið og það er búið sting ég af.“ Hann kemur aftur heim rétt fyrir Þjóðhátíð í Eyjum í byrjun ágúst þar sem hann treður upp á Húkkaraballinu og aftur á sunnudagskvöldinu. Palli hefur verið vinsæll brúðkaupssöngvari en mun ekki taka að sér slík gigg á þessu ári sökum anna. „Þetta er spurning um að forgangsraða,“ segir hann. Um helgina skemmti popparinn á þorrablóti í Árósum sem gekk eins og í sögu. Í maí fer hann svo aftur til Danmerkur þegar stórir tónleikar með íslenskum Eurovision-flytjendum verða haldnir á staðnum Cirkus. Fleira er á döfinni hjá Páli Óskari því um næstu helgi treður hann upp á tíu ára afmæli skemmtistaðarins Nasa. Fyrr um kvöldið verður hann einnig í sviðsljósinu því þá hleypur hann í skarðið fyrir Ragnhildi Steinunni sem kynnir í úrslitum Eurovision, en Ragnhildur verður erlendis þetta kvöld. „Þetta „meikar sens“ þar sem ég er að taka við keflinu,“ segir Palli og á þar við Eurovision-þættina Alla leið sem hefjast undir hans stjórn í byrjun apríl í Sjónvarpinu. - fb Tónlist Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
„Ég ætla að hoppa aðeins til New York í sumar. Ég ætla bæði að kúpla mig út og vinna svolítið líka,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann ætlar að vinna að nýrri plötu í New York sem mun fylgja eftir hinu gríðarvinsæla Silfursafni sem kom út fyrir jólin 2008. „Síðan Silfursafnið kom út hef ég ekki gert neitt annað en að troða upp. Þessar mínútur sem ég þarf til að fara í stúdíó til að koma með efni koma ekki og þess vegna þarf ég að búa mér til tíma,“ segir Palli. „Ég klára þetta „show“ með Sinfó í Hörpunni í júní og um leið og það er búið sting ég af.“ Hann kemur aftur heim rétt fyrir Þjóðhátíð í Eyjum í byrjun ágúst þar sem hann treður upp á Húkkaraballinu og aftur á sunnudagskvöldinu. Palli hefur verið vinsæll brúðkaupssöngvari en mun ekki taka að sér slík gigg á þessu ári sökum anna. „Þetta er spurning um að forgangsraða,“ segir hann. Um helgina skemmti popparinn á þorrablóti í Árósum sem gekk eins og í sögu. Í maí fer hann svo aftur til Danmerkur þegar stórir tónleikar með íslenskum Eurovision-flytjendum verða haldnir á staðnum Cirkus. Fleira er á döfinni hjá Páli Óskari því um næstu helgi treður hann upp á tíu ára afmæli skemmtistaðarins Nasa. Fyrr um kvöldið verður hann einnig í sviðsljósinu því þá hleypur hann í skarðið fyrir Ragnhildi Steinunni sem kynnir í úrslitum Eurovision, en Ragnhildur verður erlendis þetta kvöld. „Þetta „meikar sens“ þar sem ég er að taka við keflinu,“ segir Palli og á þar við Eurovision-þættina Alla leið sem hefjast undir hans stjórn í byrjun apríl í Sjónvarpinu. - fb
Tónlist Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira