
Uppgjör gengislána andstætt stjórnarskrá?
Tilgangur greinar þessarar er að benda á tvö atriði í nýju lögunum er vakið hafa undirritaðan til umhugsunar og lúta annars vegar að því hvers konar lánsskuldbindingar falli undir lögin og hins vegar að þeirri stöðu þegar skuldaraskipti hafa orðið að lánssamningi sem inniheldur ólögmætt gengistryggingarákvæði.
Varðandi fyrrnefnda atriðið kemur fram í lögunum að þau taki til húsnæðislána til neytenda sem falli undir skilgreiningu B-liðar 68. gr. laga um tekjuskatt og einnig til lánssamninga og eignaleigusamninga sem einstaklingar hafa gert við fjármálafyrirtæki vegna kaupa á bifreið til einkanota.
Að mati undirritaðs er þessi þrönga skilgreining á hugtakinu húsnæðislán í lögunum til þess fallin að mismuna skuldurum gengistryggðra lána, enda er það skilyrði samkvæmt nefndu ákvæði tekjuskattslaganna að lán hafi verið tekið vegna kaupa eða byggingar á húsnæði til eigin nota. Í þessu felst að lögin ná ekki til allra einstaklinga sem tekið hafa lán sem tryggð eru með veði í íbúðarhúsnæði. Sem dæmi falla utan við gildissvið laganna svonefnd lánsveð, t.d. þegar einstaklingur hefur fengið veð að láni hjá vinum eða vandamönnum. Hið sama á við um einstaklinga sem sitja uppi með tvær fasteignir á gengistryggðum lánum og ekki hefur tekist að selja fyrra húsnæði í kjölfar efnahagshrunsins, en þá er sú fasteign sem ekki er nýtt til eigin nota undanþegin samkvæmt lögunum. Fleiri dæmi mætti taka og ljóst að margs konar takmarkatilvik geta komið upp varðandi túlkun á þessu skilyrði. Sömu sögu er að segja um það skilyrði laganna að bifreið hafi verið keypt til einkanota, t.d. varðandi bifhjól og leigubifreiðar sem nýttar eru bæði í einkaerindum og atvinnurekstri. Undirritaður er þeirrar skoðunar að lögin standist að þessu leyti tæpast jafnræðisákvæði laga og stjórnarskrár.
Síðarnefnda atriðið sem undirritaður telur ástæðu til að vekja athygli á er áhrif skuldaraskipta á endurútreikning gengistryggðra lánssamninga. Í 8. mgr. 1. gr. laga nr. 151/2010, sbr. 18 gr. laga nr. 38/2001, er ákvæði er mælir fyrir um að ef einu sinni eða oftar hafa orðið aðila- eða skuldaraskipti að slíkum lánssamningi skuli hver skuldari eiga sjálfstæðan rétt gagnvart kröfuhafa til leiðréttingar á greiðslum vegna lánsins. Réttindi og skyldur hvers og eins aðila skuli miðast við þann tíma sem viðkomandi var skuldari lánssamnings og leiðrétting nái bæði til greiðslna og höfuðstóls á því tímabili samkvæmt ákveðnum reglum sem nánar eru útlistaðar í lögunum.
Það er kunnara en frá þurfi að segja að skuldaraskipti hafa undantekningarlítið átt sér stað í tengslum við eigendaskipti að veðsettum eignum. Þegar slík yfirtaka á sér stað tekur hinn nýi skuldari yfir réttindi og skyldur samkvæmt viðkomandi lánssamningi á yfirtökudegi. Að mati undirritaðs eiga leiðréttingar á ofgreiðslum á samningstímanum í slíkum tilvikum að renna óskertar til þess aðila sem yfirtekið hefur viðkomandi lánssamning en ekki fyrri skuldara samningsins. Með lögunum er hins vegar rótgrónum reglum kröfuréttar um aðilaskipti að kröfum og reglum um viðskiptabréf breytt og mælt fyrir um sjálfstæðan rétt fyrri skuldara gagnvart kröfuhafa til leiðréttinga á ofgreiðslum. Undirritaður telur því hugsanlegt að lögin gangi í berhögg við eignaréttarákvæði stjórnarskrár og reglum um bann við afturvirkni laga. Er því mikilvægt fyrir núverandi skuldara gengistryggðra lánssamninga að kanna réttarstöðu sína, þ.m.t. hvort íslenska ríkið hafi með lagasetningunni hugsanlega bakað sér skaðabótaskyldu.
Skoðun

Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB?
Sveinn Ólafsson skrifar

Sama steypan
Ingólfur Sverrisson skrifar

Ofbeldi gagnvart eldra fólki
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Að taka ekki mark á sjálfum sér
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri borg
Alexandra Briem skrifar

Að eiga sæti við borðið
Grímur Grímsson skrifar

Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Íþróttir eru lykilinn
Willum Þór Þórsson skrifar

Framtíð safna í ferðaþjónustu
Guðrún D. Whitehead skrifar

Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp?
Einar Baldvin Árnason skrifar

Að skapa framtíð úr fortíð
Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar

Tími til umbóta í byggingareftirliti
Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Stærð er ekki mæld í sentimetrum
Sigmar Guðmundsson skrifar

Áður en íslenskan leysist upp
Gamithra Marga skrifar

Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna
Samúel Torfi Pétursson skrifar

Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra?
Tómas Ellert Tómasson skrifar

Hverjum þjónar nýsköpunin?
Halldóra Mogensen skrifar

Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur
Eden Frost Kjartansbur skrifar

Þegar ríkið fer á sjóinn
Svanur Guðmundsson skrifar

Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar
Guðbjörg Pálsdóttir skrifar

Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk
Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar

Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni
Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar

Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga
Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar

Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Í lífshættu eftir ofbeldi
Jokka G Birnudóttir skrifar

Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við?
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra?
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni
Auður Kjartansdóttir skrifar