Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 30-25 Kristinn Páll Teitsson í Strandgötu skrifar 28. desember 2011 13:11 Mynd/daníel Góður kafli í fyrri hálfleik tryggði Valsstúlkum deildarbikartitilinn annað árið í röð gegn Fram í Hafnafirðinum í kvöld en leiknum lauk með 30-25 sigri Valsstúklna. Eftir jafnræði meðal liða fyrstu mínúturnar fóru Framstúlkur að sigla fram úr um miðjan hálfleik og tók Stefán Arnarson, þjálfari Vals leikhlé. Valsstúlkur stigu á lagið eftir það og náðu góðum kafla þar sem þær skoruðu 10 mörk gegn 2 mörkum Fram og náðu þær 6 marka forystu inn í hálfleikinn, 16-10. Framarar reyndu að vinna sig aftur inn í leikinn í seinni háfleik en náðu aldrei að ógna forskoti Vals sem unnu að lokum öruggan 5 marka sigur. Dagný Skúladóttir var atkvæðamest í liði Vals en hún skoraði 7 mörk, þar af 6 hraðaupphlaup. Hrafnhildur Ósk og Þorgerður Anna voru einnig drjúgar í liði Vals en þær skoruðu 6 mörk hver. Í liði Fram var Stella Sigurðardóttir atkvæðamest með 7 mörk. Hrafnhildur: Alltaf gaman að lyfta dollu„Góður sigur og meiriháttar endir á góðu ári hjá okkur. Það er alltaf skemmtilegt að fá að lyfta svona dollu eftir leik," sagði Hrafnhildur Skúladóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Helmingurinn af hópnum eru búnar að vera í Brasilíu og ég var ánægð hvernig við komum inn í þetta í dag. Ég hélt að við yrðum meira ryðgaðar en við sýndum fram á annað." „Þetta hefur verið einkennandi fyrir okkar leik, við höfum verið lengi í gang en eftir ákveðinn tíma förum við að sigla hægt og bítandi framundan og vinnum örugga sigra." „Það kom sjálfri mér á óvart hversu vel við spiluðum hérna í dag en kjarnin í þessu liði hefur verið saman núna í 3-4 ár og við þekkjum vel inn á hvora aðra," sagði Hrafnhildur Stella: Hata að tapa á móti Val„Það er alltaf leiðinlegt að tapa, við erum búnar að komast held ég alltaf í úrslit þessa móts en tapa núna tvisvar í röð gegn Val. Það sást að við þurfum að spila aðeins meira saman hérna í kvöld," sagði Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram eftir leikinn í kvöld. „Liðið er búið að æfa lítið saman síðustu vikur og það sást að það vantar meiri liðsæfingu í þetta. Ég náði aðeins einni æfingu fyrir þennan leik, varnarleikurinn var slakur og það þarf að stilla saman strengina." „Við höfum spilað nánast alla úrslitaleiki við Val síðustu þrjú ár, núna þurfum við að æfa meira og meira því ég ætla mér að gera betur í vor. Ég hata að tapa á móti Val og við ætlum okkur að vinna þær í úrslitakeppninni í vor." „Um leið og þær keyrðu á okkur þá virtist vera eins og alla trú vantaði, við vorum þunnskipaðar með aðeins tvo leikmenn á bekknum og það var erfitt. Núna kemur þétt leikjaprógram í janúar og við ætlum okkur að koma betur inn í það," sagði Stella. Guðný: Þessi lið þekkjast vel„Það er alltaf gaman að vinna þegar bikar er í húfi, þessi lið þekkjast vel enda búin að mætast í deild og bikar og margar hverjar að spila saman í landsliðinu," sagði Guðný Jenný Ásmundarsson, markmaður Vals eftir leikinn. „Þær þekkja okkur vel og við þekkjum þær vel, þetta er allt spurning um hugarfarið. Það lið sem mætir meira tilbúið í leikinn og er með meiri baráttu í sér tók sigurinn hér í kvöld." „Þetta small alveg þvílíkt í gang hjá okkur á kafla, vörnin tvíefldist og við það komu auðveldari boltar. Stella og Birna voru að setja þvílík skot hérna í byrjun en þegar vörnin gekk aðeins út þá varð þetta auðveldara fyrir mig." „Eftir það var þetta bara spurning um að halda áfram, halda þessum góða varnarleik og mér fannst við spila vel út leikinn," sagði Guðný. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Enski boltinn „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Körfubolti Fleiri fréttir „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Sjá meira
Góður kafli í fyrri hálfleik tryggði Valsstúlkum deildarbikartitilinn annað árið í röð gegn Fram í Hafnafirðinum í kvöld en leiknum lauk með 30-25 sigri Valsstúklna. Eftir jafnræði meðal liða fyrstu mínúturnar fóru Framstúlkur að sigla fram úr um miðjan hálfleik og tók Stefán Arnarson, þjálfari Vals leikhlé. Valsstúlkur stigu á lagið eftir það og náðu góðum kafla þar sem þær skoruðu 10 mörk gegn 2 mörkum Fram og náðu þær 6 marka forystu inn í hálfleikinn, 16-10. Framarar reyndu að vinna sig aftur inn í leikinn í seinni háfleik en náðu aldrei að ógna forskoti Vals sem unnu að lokum öruggan 5 marka sigur. Dagný Skúladóttir var atkvæðamest í liði Vals en hún skoraði 7 mörk, þar af 6 hraðaupphlaup. Hrafnhildur Ósk og Þorgerður Anna voru einnig drjúgar í liði Vals en þær skoruðu 6 mörk hver. Í liði Fram var Stella Sigurðardóttir atkvæðamest með 7 mörk. Hrafnhildur: Alltaf gaman að lyfta dollu„Góður sigur og meiriháttar endir á góðu ári hjá okkur. Það er alltaf skemmtilegt að fá að lyfta svona dollu eftir leik," sagði Hrafnhildur Skúladóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Helmingurinn af hópnum eru búnar að vera í Brasilíu og ég var ánægð hvernig við komum inn í þetta í dag. Ég hélt að við yrðum meira ryðgaðar en við sýndum fram á annað." „Þetta hefur verið einkennandi fyrir okkar leik, við höfum verið lengi í gang en eftir ákveðinn tíma förum við að sigla hægt og bítandi framundan og vinnum örugga sigra." „Það kom sjálfri mér á óvart hversu vel við spiluðum hérna í dag en kjarnin í þessu liði hefur verið saman núna í 3-4 ár og við þekkjum vel inn á hvora aðra," sagði Hrafnhildur Stella: Hata að tapa á móti Val„Það er alltaf leiðinlegt að tapa, við erum búnar að komast held ég alltaf í úrslit þessa móts en tapa núna tvisvar í röð gegn Val. Það sást að við þurfum að spila aðeins meira saman hérna í kvöld," sagði Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram eftir leikinn í kvöld. „Liðið er búið að æfa lítið saman síðustu vikur og það sást að það vantar meiri liðsæfingu í þetta. Ég náði aðeins einni æfingu fyrir þennan leik, varnarleikurinn var slakur og það þarf að stilla saman strengina." „Við höfum spilað nánast alla úrslitaleiki við Val síðustu þrjú ár, núna þurfum við að æfa meira og meira því ég ætla mér að gera betur í vor. Ég hata að tapa á móti Val og við ætlum okkur að vinna þær í úrslitakeppninni í vor." „Um leið og þær keyrðu á okkur þá virtist vera eins og alla trú vantaði, við vorum þunnskipaðar með aðeins tvo leikmenn á bekknum og það var erfitt. Núna kemur þétt leikjaprógram í janúar og við ætlum okkur að koma betur inn í það," sagði Stella. Guðný: Þessi lið þekkjast vel„Það er alltaf gaman að vinna þegar bikar er í húfi, þessi lið þekkjast vel enda búin að mætast í deild og bikar og margar hverjar að spila saman í landsliðinu," sagði Guðný Jenný Ásmundarsson, markmaður Vals eftir leikinn. „Þær þekkja okkur vel og við þekkjum þær vel, þetta er allt spurning um hugarfarið. Það lið sem mætir meira tilbúið í leikinn og er með meiri baráttu í sér tók sigurinn hér í kvöld." „Þetta small alveg þvílíkt í gang hjá okkur á kafla, vörnin tvíefldist og við það komu auðveldari boltar. Stella og Birna voru að setja þvílík skot hérna í byrjun en þegar vörnin gekk aðeins út þá varð þetta auðveldara fyrir mig." „Eftir það var þetta bara spurning um að halda áfram, halda þessum góða varnarleik og mér fannst við spila vel út leikinn," sagði Guðný.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Enski boltinn „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Körfubolti Fleiri fréttir „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Sjá meira