Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 25-20 Stefán Hirst Friðriksson í Strandgötu skrifar 28. desember 2011 13:14 Mynd/daníel Haukar urðu í kvöld deildarbikarmeistarar í handbolta með góðum fimm marka sigri, 25-20 á nágrönnum sínum í FH. Leikurinn var rafmagnaður og létu áhorfendur vel í sér heyra í þessum Hafnarfjarðarslag sem var haldinn í íþróttahúsinu að Strandgötu. Sigurinn vannst á gríðarlega sterkri vörn Hauka ásamt því að Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka var í góður í markinu. FH-ingar áttu lítil svör við sterkri vörn Hauka, sem voru með undirtökin allan leikinn. Stefán Rafn Sigurmannsson leikmaður Hauka bar af í sóknarleik sinna manna en hann skoraði sjö mörk í leiknum. Þórður Rafn Guðmundsson í liði Hauka átti einnig góðan leik en hann skoraði fimm mörk í leiknum. Það var fátt um fína drætti hjá FH en það var aðallega Ari Magnús Þorgeirsson sem sýndi lit í sóknarleiknum. Leikurinn fór vel af stað og var mikið jafnræði með liðunum á upphafsmínútunum. Haukar voru þó með undirtökin í upphafi og var það hlutverk FH-inga að elta. Mikil barátta einkenndi fyrri hálfleikinn og var það greinilegt að bæði lið voru tilbúin að berjast fyrir málstaðinn. FH-ingar náðu að minnka muninn í eitt mark eftir gott hraðaupphlaupsmark um miðbik fyrri hálfleiksins en eftir það tóku Haukar völdin og juku forystu sína jafnt og þétt og voru með fjögurra marka forystu þegar flautað var til leikhlés. Haukar skelltu í lás á upphafsmínútum síðari hálfleiksins og spiluðu þeir virkilega sterka vörn ásamt góðri markvörslu sem FH-ingar áttu fá svör við. Haukar héldu áfram að auka forystuna og var hún komin í átta mörk snemma í hálfleiknum. Jafnræði var með liðunum á næstu mínútum en FH-ingar voru þó ekki alveg hættir því að þeim tókst að minnka muninn og voru þeir einungis þremur mörkum undir þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Lokamínúturnar voru æsispennandi og fengu FH-ingar dæmda á sig tveggja brottvísun þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum ásamt því að Ísak Rafnsson var rekinn af velli fyrir ljótt brot undir lok leiks. Haukar nýttu sér liðsmuninn til fullnustu og unnu að lokum öruggan fimm marka sigur.Stefán Rafn: Það er gott að vera í Haukum í dag ,,Þetta var frábær leikur hjá okkur. Við mættum virkilega stemmdir til leiks og náðum upp flottri vörn ásamt því að markvarslan var frábær. Við héldum þeim í tuttugu mörkum hérna sem er frábært." sagði Stefán ,,Við settum okkur markmið fyrir tímabilið og við ætlum að halda þeim. Það er einn titill kominn núna og við ætlum núna að einbeita okkur að hinum. Við höfum ekki unnið titil núna í eitt og hálft ár síðan að Aron fór þannig að þetta er gaman. Það er mjög öflugt að fá hann til baka en hann er frábær þjálfari sem kemur með nýjar áherslur þannig að það er bara gaman að vera í Haukum í dag. " sagði Stefán Stefán Rafn spilaði mjög vel í sóknarleiknum í dag og var hann mjög hættulegur í langskotum sínum. Hann var að vonum sáttur með sitt framlag ,,Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu. Ég var að finna mig ágætlega og skjóta ágætlega og liðið var að finna sig vel. Þetta gekk bara mjög vel í dag." sagði Stefán að lokumAron: Skemmir ekki fyrir að vinna FH í úrslitaleik ,,Þetta var góður sigur hjá okkur í kvöld og ekki skemmdi það fyrir að við vorum að vinna erkifjendurna í FH hérna í kvöld. Ég er gríðarlega ánægður með liðið í þessum leik. Markvarslan og vörnin var mest allan leikinn mjög góð. Við duttum þarna niður aðeins í seinni hálfleik en þá breyttum við um áherslur í vörninni og strákarnir gerðu það frábærlega." sagði Aron. Þetta var fyrsti titill Hauka á tímabilinu og fyrsti titill Arons eftir endurkomu hans sem þjálfara Hauka og og var hann að vonum ánægður með fyrsta titil tímabilsins. ,,Við erum að vinna okkar fyrsta titil í ár hérna í kvöld og þetta var ágætis leið til þess að enda árið. Við erum búnir að eiga fínt tímabil til þessa og sýna mikinn stöðugleika. Þetta voru ágætis verðlaun fyrir það." ,,Nú þurfum við aðeins að pústa næstu vikuna og svo byrjar undirbúningurinn fyrir síðari hluta tímabilsins og við þurfum bara að halda okkur á jörðinni og vinna vel." sagði Aron að lokum.Kristján Arason: Ætlum að vinna Hauka ,,Þetta gekk ekki í kvöld, þeir voru bara betri aðilinn í leiknum og unnu sanngjarnt. Mér fannst það hafa komið bersýnilega í ljós að liðið mitt er þreytt og við vorum lengi vel á hælunum." sagði Kristján Aðspurður hvað olli þreytu liðsins vildi Kristján meina að þáttaka sinna manna í Evrópukeppninni væri að taka sinn toll ,,Evrópukeppnin er að stríða okkur. Þessi fjöldi leikja og ferðalög. Leikmennirnir virðast ekki vera að þola það. Ég er þessvegna mjög ánægður með fríið sem er handan við hornið. Við þurfum að nýta fríið og keyra okkur vel upp í formi til þess að vinna Haukana en það er akkúrat það sem við ætlum að gera." sagði Kristján að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira
Haukar urðu í kvöld deildarbikarmeistarar í handbolta með góðum fimm marka sigri, 25-20 á nágrönnum sínum í FH. Leikurinn var rafmagnaður og létu áhorfendur vel í sér heyra í þessum Hafnarfjarðarslag sem var haldinn í íþróttahúsinu að Strandgötu. Sigurinn vannst á gríðarlega sterkri vörn Hauka ásamt því að Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka var í góður í markinu. FH-ingar áttu lítil svör við sterkri vörn Hauka, sem voru með undirtökin allan leikinn. Stefán Rafn Sigurmannsson leikmaður Hauka bar af í sóknarleik sinna manna en hann skoraði sjö mörk í leiknum. Þórður Rafn Guðmundsson í liði Hauka átti einnig góðan leik en hann skoraði fimm mörk í leiknum. Það var fátt um fína drætti hjá FH en það var aðallega Ari Magnús Þorgeirsson sem sýndi lit í sóknarleiknum. Leikurinn fór vel af stað og var mikið jafnræði með liðunum á upphafsmínútunum. Haukar voru þó með undirtökin í upphafi og var það hlutverk FH-inga að elta. Mikil barátta einkenndi fyrri hálfleikinn og var það greinilegt að bæði lið voru tilbúin að berjast fyrir málstaðinn. FH-ingar náðu að minnka muninn í eitt mark eftir gott hraðaupphlaupsmark um miðbik fyrri hálfleiksins en eftir það tóku Haukar völdin og juku forystu sína jafnt og þétt og voru með fjögurra marka forystu þegar flautað var til leikhlés. Haukar skelltu í lás á upphafsmínútum síðari hálfleiksins og spiluðu þeir virkilega sterka vörn ásamt góðri markvörslu sem FH-ingar áttu fá svör við. Haukar héldu áfram að auka forystuna og var hún komin í átta mörk snemma í hálfleiknum. Jafnræði var með liðunum á næstu mínútum en FH-ingar voru þó ekki alveg hættir því að þeim tókst að minnka muninn og voru þeir einungis þremur mörkum undir þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Lokamínúturnar voru æsispennandi og fengu FH-ingar dæmda á sig tveggja brottvísun þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum ásamt því að Ísak Rafnsson var rekinn af velli fyrir ljótt brot undir lok leiks. Haukar nýttu sér liðsmuninn til fullnustu og unnu að lokum öruggan fimm marka sigur.Stefán Rafn: Það er gott að vera í Haukum í dag ,,Þetta var frábær leikur hjá okkur. Við mættum virkilega stemmdir til leiks og náðum upp flottri vörn ásamt því að markvarslan var frábær. Við héldum þeim í tuttugu mörkum hérna sem er frábært." sagði Stefán ,,Við settum okkur markmið fyrir tímabilið og við ætlum að halda þeim. Það er einn titill kominn núna og við ætlum núna að einbeita okkur að hinum. Við höfum ekki unnið titil núna í eitt og hálft ár síðan að Aron fór þannig að þetta er gaman. Það er mjög öflugt að fá hann til baka en hann er frábær þjálfari sem kemur með nýjar áherslur þannig að það er bara gaman að vera í Haukum í dag. " sagði Stefán Stefán Rafn spilaði mjög vel í sóknarleiknum í dag og var hann mjög hættulegur í langskotum sínum. Hann var að vonum sáttur með sitt framlag ,,Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu. Ég var að finna mig ágætlega og skjóta ágætlega og liðið var að finna sig vel. Þetta gekk bara mjög vel í dag." sagði Stefán að lokumAron: Skemmir ekki fyrir að vinna FH í úrslitaleik ,,Þetta var góður sigur hjá okkur í kvöld og ekki skemmdi það fyrir að við vorum að vinna erkifjendurna í FH hérna í kvöld. Ég er gríðarlega ánægður með liðið í þessum leik. Markvarslan og vörnin var mest allan leikinn mjög góð. Við duttum þarna niður aðeins í seinni hálfleik en þá breyttum við um áherslur í vörninni og strákarnir gerðu það frábærlega." sagði Aron. Þetta var fyrsti titill Hauka á tímabilinu og fyrsti titill Arons eftir endurkomu hans sem þjálfara Hauka og og var hann að vonum ánægður með fyrsta titil tímabilsins. ,,Við erum að vinna okkar fyrsta titil í ár hérna í kvöld og þetta var ágætis leið til þess að enda árið. Við erum búnir að eiga fínt tímabil til þessa og sýna mikinn stöðugleika. Þetta voru ágætis verðlaun fyrir það." ,,Nú þurfum við aðeins að pústa næstu vikuna og svo byrjar undirbúningurinn fyrir síðari hluta tímabilsins og við þurfum bara að halda okkur á jörðinni og vinna vel." sagði Aron að lokum.Kristján Arason: Ætlum að vinna Hauka ,,Þetta gekk ekki í kvöld, þeir voru bara betri aðilinn í leiknum og unnu sanngjarnt. Mér fannst það hafa komið bersýnilega í ljós að liðið mitt er þreytt og við vorum lengi vel á hælunum." sagði Kristján Aðspurður hvað olli þreytu liðsins vildi Kristján meina að þáttaka sinna manna í Evrópukeppninni væri að taka sinn toll ,,Evrópukeppnin er að stríða okkur. Þessi fjöldi leikja og ferðalög. Leikmennirnir virðast ekki vera að þola það. Ég er þessvegna mjög ánægður með fríið sem er handan við hornið. Við þurfum að nýta fríið og keyra okkur vel upp í formi til þess að vinna Haukana en það er akkúrat það sem við ætlum að gera." sagði Kristján að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira