Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Úrvalslið HSÍ 33-24 Kolbeinn Tumi Daðason í Laugardalshöllinni skrifar 4. nóvember 2011 15:23 Aron Pálmarsson í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Íslenska karlalandsliðið í handbolta lagði úrvalslið HSÍ í æfingaleik í Laugardalshöll í kvöld, 33-24. Eftir jafnan fyrri hálfleik seig landsliðið fram úr og vann öruggan sigur. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar. Í stöðunni 4-4 setti landsliðið í annan gír, náði þriggja marka forystu og virtist ætla að síga fram úr. Markaskorunin dreifðist nokkuð jafnt og Hreiðar Leví varði vel í markinu. Um miðjan hálfleikinn, í stöðunni 9-6, tók Guðmundur landsliðsþjálfari leikhlé og skipti í kjölfarið nýju liði inná. Óhætt er að segja að sexmenningarnir sem mönnuðu sóknarleikinn út hálfleikinn hafi ekki nýtt tækifærið. Úrvalsliðið, sem gerði einnig nokkrar breytingar á sínu liði, komst aftur inn í leikinn. Róbert Aron Hostert átti góða innkomu og skoraði tvö glæsileg mörk. Liðið jafnaði 11-11 og náði í kjölfarið forystunni og leiddi með tveimur mörkum í hálfleik. Úrvalsliðið hefði raunar getað haft enn meiri forystu í leikhléinu ef ekki hefði verið fyrir stórleik Hreiðars í markinu. Í síðari hálfleik var allt annað að sjá til landsliðsins. Byrjunarliðið tók aftur við keflinu, var fljótt að jafna leikinn og eftir það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Aron Pálmarsson fór á kostum í síðari hálfleik. Hann skoraði mörk úr öllum regnbogans litum og þau urðu í heildina níu. Snorri Steinn braut sér leið í gegnum vörnina þegar þurfti og Hreiðar hélt áfram að verja. Úrslitin urðu 33-24 landsliðinu í vil nokkuð skemmtilegum leik þar sem sáust fín tilþrif. Aron og Hreiðar voru bestu menn liðsins í kvöld. Þórir Ólafsson nýtti færi sín vel að venju en annars dreifðist markaskorun nokkuð jafnt manna á milli. Það er áhyggjuefni fyrir Guðmund landsliðsþjálfara hversu illa gekk þegar hann skipti nýju liði inn á um miðjan hálfleikinn. Þrátt fyrir að það geti oft reynst erfitt að gera margar breytingar afsakar það ekki fimm marka sveiflu gegn lakari andstæðingi. Ólafur Guðmundsson var atkvæðamestur í úrvalsliðinu, skoraði 5 mörk en tók einnig flest skot leikmanna liðsins. Ólafur Bjarki Ragnarsson stýrði leik liðsins lengst af en gekk illa fyrir utan. Orri Freyr nýtti færi sín á línunni vel og skoraði 4 mörk líkt og Oddur Grétarsson sem hefur þó oft nýtt færi sín betur. Miklu munaði um að úrvalsliðið gat ekki teflt fram örvhentri skyttu í leiknum. Nokkrir reyndu sig í stöðunni en lítil ógn var af hægri vængnum og sóknarleikurinn því nokkuð einhæfur. Hér fyrir neðan birtast sjálfkrafa allar helstu upplsýingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Hreiðar Leví: Bjóst við því að Sveinbjörn kæmi inn áHreiðar Leví Guðmundsson.Mynd/StefánHreiðar Leví Guðmundsson virtist ekkert sammála blaðamanni þegar hann sagði hann hafa átt flottan leik. Hreiðar varði 24 skot í leiknum, þar af tvö vítaköst. „Nú jæja, 50 prósent varsla. Það er fínt. Það var fullt af erfiðum boltum. Þetta eru efnilegir strákar og margir farnir að banka á dyrnar hjá landsliðinu," sagið Hreiðar um andstæðinganna. Landsliðið var tveimur mörkum undir í hálfleik og Guðmundur Þórður lét sína menn heyra það inni í klefa. „Já, verðskuldað. Það vantaði vilja og það var of mikið kæruleysi. Við gerðum átta tæknimistök sem er alls ekki gott. Við vorum 9-6 yfir og áttum möguleika að keyra yfir þá. Svo var staðan orðin 11-13," sagði Hreiðar um sviptingarnar í fyrri hálfleik. Guðmundur skipti öllu byrjunarliðinu útaf um miðjan hálfleikinn og við það hrundi leikur íslenska liðsins. Hreiðar var ekki sammála því að breiddin væri hugsanlegt áhyggjuefni hjá landsliðinu. „Nei nei. Það er oft erfitt þegar það kemur heilt lið inná, allir kaldir. Það tekur oft tíma að finna sig. Ég myndi ekki hafa áhyggjur af breiddinni. Það er fullt af flottum leikmönnum í liðinu." Sveinbjörn Pétursson, sem kallaður var inn í landsliðið í stað Björgvins Páls, sat á bekknum allan tímann. Blaðamaður spurði Hreiðar hvort hann væri ekki með samviskubit yfir að hafa haldið honum á bekknum allan tímann. „Ég var að bíða eftir að hann kæmi inná. Ég bjóst við því í seinni hálfleik en svona er þetta," sagði Hreiðar Leví léttur. Kristján: Gummi vildi ekki lána mér hægri skyttuKristján ArasonMynd/StefánKristján Arason, þjálfari FH, stýrði úrvalsliðinu ásamt Einari Jónssyni, þjálfara Fram. Úrvalsliðið leiddi í hálfleik með tveimur mörkum og það leiddist Kristjáni ekki. „Ég held að þeir hafi fengið eitthvað til að hugsa um í hálfleiknum. Við spiluðum fanta góðan leik í fyrri hálfleik. Við spiluðum góða vörn og keyrðum hraðaupphlaupin, vorum nokkuð kræfir í því og fengum fullt af mörkum," sagði Kristján. „Í raun og veru hefði munurinn getað verið enn meiri. Þeir skiptu vissulega öllu liðinu útaf um miðjan hálfleikinn en Hreiðar Leví varði mjög vel. Hefðum við nýtt einhver þeirra dauðafæra hefði þetta litið enn betur út," sagði Kristján en Hreiðar Leví átti stórleik í fyrri hálfleik og varði oft úr opnum færum. „Við vorum hins vegar allan leikinn í vandræðum með skyttustöðuna hægra megin. Það var enginn lærður leikmaður, hvorki örvhentur né rétthentur, sem er vanur að spila hana. Svo þegar Róbert Aron meiddist varð sóknarleikurinn mjög einhæfur," sagði Kristján sem vildi þó ekki meina að hægri skyttan væri endilega vandræðastaða í íslenskum handknattleik. „Bæði Jóhann Gunnar (Einarsson) og Ragnar (Jóhannsson) í FH eru meiddir. Svo vildi Gummi (Guðmundur Þórður Guðmundsson) ekki lána mér einn örvhentan til þess að fá enn jafnari leik," sagði Kristján og hló. Kristján taldi nokkra leikmenn úrvalsliðisns hafa minnt vel á sig í leiknum. „Mér finnst Ólafur Bjarki (Ragnarsson) virkilega eiga skilið að vera í þessum hóp. Ólafur Guðmunds sýndi það líka að hann á sæti sitt í hópnum skilið. Svo voru línumennirnir sterkir. Margir bönkuðu á dyrnar. Oddur (Grétarsson), sem átti kannski ekki sinn besta leik í kvöld, hefur sýnt að hann er flottur að nýta sín færi. Það er gott að það sé smá samkeppni og hinir finna að þeir eiga ekki öruggt sæti þótt kjarninn sé auðvitað klár," sagði Kristján. Guðmundur Þórður: Einstefna í síðari hálfleikGuðmundur Guðmundsson.Mynd/StefánGuðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var nokkuð sáttur með úrslitin í leikslok en viðurkenndi að hann hefði allt annað en sáttur í hálfleik. „Þetta var slakt af okkar hálfu (í fyrri hálfleik). Við byrjuðum ágætlega og vorum komnir fjórum mörkum yfir en misnotuðum endalaust af dauðafærum, sjö eða átta í fyrri hálfleik. Gerðum átta tæknimistök sem er óásættanlegt fyrir landsliðið." Íslenska liðið hafði frumkvæðið í leiknum og hafði 2-3 marka forystu fyrri hluta hálfleiksins. Þá brá Guðmundur á það ráð að skipta öllu liðinu útaf og má segja að leikur liðsins hafi hrunið í kjölfarið. „Menn voru værukærir. Það er erfitt fyrir landsliðið að gíra sig upp fyrir svona leiki. Þeir hlustuðu vel á mig í hálfleik, ég lét þá aðeins heyra það og þeir komu miklu grimmari í síðari hálfleik. Það var einstefna," sagði Guðmundur. Hans sterkasta lið hóf leikinn í síðari hálfleik og það skilaði sér. „Já, ég gerði það. Ég vildi fá þetta í gang. Þeir svöruðu því mjög vel og í sjálfu sér var síðari hálfleikurinn mjög góður. Varnarlega vorum við að gera þetta eins og við viljum gera það og það er mjög jákvætt," sagði Guðmundur. Guðmundur sagði stöðuna á liðinu misjafna. Hann nefndi þó að breiddin mætti vera meiri enda vantar sterka leikmenn í íslenska landsliðið. Björgvin Páll, Guðjón Valur og Ólafur Stefánsson voru allir fjarri góðu gamni í kvöld. Guðmundur sagði marga leikmenn pressuliðins hafa staðið sig vel. „Ég hef fylgst með mörgum þessara drengja. Ólafur Guðmunds stóð sig vel og Róbert Aron er mjög efnilegur handboltamaður sem á framtíðina fyrir sér ef hann fylgir því eftir. Ólafur Bjarki sömuleiðis og fleiri góðir." Íslenski handboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta lagði úrvalslið HSÍ í æfingaleik í Laugardalshöll í kvöld, 33-24. Eftir jafnan fyrri hálfleik seig landsliðið fram úr og vann öruggan sigur. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar. Í stöðunni 4-4 setti landsliðið í annan gír, náði þriggja marka forystu og virtist ætla að síga fram úr. Markaskorunin dreifðist nokkuð jafnt og Hreiðar Leví varði vel í markinu. Um miðjan hálfleikinn, í stöðunni 9-6, tók Guðmundur landsliðsþjálfari leikhlé og skipti í kjölfarið nýju liði inná. Óhætt er að segja að sexmenningarnir sem mönnuðu sóknarleikinn út hálfleikinn hafi ekki nýtt tækifærið. Úrvalsliðið, sem gerði einnig nokkrar breytingar á sínu liði, komst aftur inn í leikinn. Róbert Aron Hostert átti góða innkomu og skoraði tvö glæsileg mörk. Liðið jafnaði 11-11 og náði í kjölfarið forystunni og leiddi með tveimur mörkum í hálfleik. Úrvalsliðið hefði raunar getað haft enn meiri forystu í leikhléinu ef ekki hefði verið fyrir stórleik Hreiðars í markinu. Í síðari hálfleik var allt annað að sjá til landsliðsins. Byrjunarliðið tók aftur við keflinu, var fljótt að jafna leikinn og eftir það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Aron Pálmarsson fór á kostum í síðari hálfleik. Hann skoraði mörk úr öllum regnbogans litum og þau urðu í heildina níu. Snorri Steinn braut sér leið í gegnum vörnina þegar þurfti og Hreiðar hélt áfram að verja. Úrslitin urðu 33-24 landsliðinu í vil nokkuð skemmtilegum leik þar sem sáust fín tilþrif. Aron og Hreiðar voru bestu menn liðsins í kvöld. Þórir Ólafsson nýtti færi sín vel að venju en annars dreifðist markaskorun nokkuð jafnt manna á milli. Það er áhyggjuefni fyrir Guðmund landsliðsþjálfara hversu illa gekk þegar hann skipti nýju liði inn á um miðjan hálfleikinn. Þrátt fyrir að það geti oft reynst erfitt að gera margar breytingar afsakar það ekki fimm marka sveiflu gegn lakari andstæðingi. Ólafur Guðmundsson var atkvæðamestur í úrvalsliðinu, skoraði 5 mörk en tók einnig flest skot leikmanna liðsins. Ólafur Bjarki Ragnarsson stýrði leik liðsins lengst af en gekk illa fyrir utan. Orri Freyr nýtti færi sín á línunni vel og skoraði 4 mörk líkt og Oddur Grétarsson sem hefur þó oft nýtt færi sín betur. Miklu munaði um að úrvalsliðið gat ekki teflt fram örvhentri skyttu í leiknum. Nokkrir reyndu sig í stöðunni en lítil ógn var af hægri vængnum og sóknarleikurinn því nokkuð einhæfur. Hér fyrir neðan birtast sjálfkrafa allar helstu upplsýingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Hreiðar Leví: Bjóst við því að Sveinbjörn kæmi inn áHreiðar Leví Guðmundsson.Mynd/StefánHreiðar Leví Guðmundsson virtist ekkert sammála blaðamanni þegar hann sagði hann hafa átt flottan leik. Hreiðar varði 24 skot í leiknum, þar af tvö vítaköst. „Nú jæja, 50 prósent varsla. Það er fínt. Það var fullt af erfiðum boltum. Þetta eru efnilegir strákar og margir farnir að banka á dyrnar hjá landsliðinu," sagið Hreiðar um andstæðinganna. Landsliðið var tveimur mörkum undir í hálfleik og Guðmundur Þórður lét sína menn heyra það inni í klefa. „Já, verðskuldað. Það vantaði vilja og það var of mikið kæruleysi. Við gerðum átta tæknimistök sem er alls ekki gott. Við vorum 9-6 yfir og áttum möguleika að keyra yfir þá. Svo var staðan orðin 11-13," sagði Hreiðar um sviptingarnar í fyrri hálfleik. Guðmundur skipti öllu byrjunarliðinu útaf um miðjan hálfleikinn og við það hrundi leikur íslenska liðsins. Hreiðar var ekki sammála því að breiddin væri hugsanlegt áhyggjuefni hjá landsliðinu. „Nei nei. Það er oft erfitt þegar það kemur heilt lið inná, allir kaldir. Það tekur oft tíma að finna sig. Ég myndi ekki hafa áhyggjur af breiddinni. Það er fullt af flottum leikmönnum í liðinu." Sveinbjörn Pétursson, sem kallaður var inn í landsliðið í stað Björgvins Páls, sat á bekknum allan tímann. Blaðamaður spurði Hreiðar hvort hann væri ekki með samviskubit yfir að hafa haldið honum á bekknum allan tímann. „Ég var að bíða eftir að hann kæmi inná. Ég bjóst við því í seinni hálfleik en svona er þetta," sagði Hreiðar Leví léttur. Kristján: Gummi vildi ekki lána mér hægri skyttuKristján ArasonMynd/StefánKristján Arason, þjálfari FH, stýrði úrvalsliðinu ásamt Einari Jónssyni, þjálfara Fram. Úrvalsliðið leiddi í hálfleik með tveimur mörkum og það leiddist Kristjáni ekki. „Ég held að þeir hafi fengið eitthvað til að hugsa um í hálfleiknum. Við spiluðum fanta góðan leik í fyrri hálfleik. Við spiluðum góða vörn og keyrðum hraðaupphlaupin, vorum nokkuð kræfir í því og fengum fullt af mörkum," sagði Kristján. „Í raun og veru hefði munurinn getað verið enn meiri. Þeir skiptu vissulega öllu liðinu útaf um miðjan hálfleikinn en Hreiðar Leví varði mjög vel. Hefðum við nýtt einhver þeirra dauðafæra hefði þetta litið enn betur út," sagði Kristján en Hreiðar Leví átti stórleik í fyrri hálfleik og varði oft úr opnum færum. „Við vorum hins vegar allan leikinn í vandræðum með skyttustöðuna hægra megin. Það var enginn lærður leikmaður, hvorki örvhentur né rétthentur, sem er vanur að spila hana. Svo þegar Róbert Aron meiddist varð sóknarleikurinn mjög einhæfur," sagði Kristján sem vildi þó ekki meina að hægri skyttan væri endilega vandræðastaða í íslenskum handknattleik. „Bæði Jóhann Gunnar (Einarsson) og Ragnar (Jóhannsson) í FH eru meiddir. Svo vildi Gummi (Guðmundur Þórður Guðmundsson) ekki lána mér einn örvhentan til þess að fá enn jafnari leik," sagði Kristján og hló. Kristján taldi nokkra leikmenn úrvalsliðisns hafa minnt vel á sig í leiknum. „Mér finnst Ólafur Bjarki (Ragnarsson) virkilega eiga skilið að vera í þessum hóp. Ólafur Guðmunds sýndi það líka að hann á sæti sitt í hópnum skilið. Svo voru línumennirnir sterkir. Margir bönkuðu á dyrnar. Oddur (Grétarsson), sem átti kannski ekki sinn besta leik í kvöld, hefur sýnt að hann er flottur að nýta sín færi. Það er gott að það sé smá samkeppni og hinir finna að þeir eiga ekki öruggt sæti þótt kjarninn sé auðvitað klár," sagði Kristján. Guðmundur Þórður: Einstefna í síðari hálfleikGuðmundur Guðmundsson.Mynd/StefánGuðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var nokkuð sáttur með úrslitin í leikslok en viðurkenndi að hann hefði allt annað en sáttur í hálfleik. „Þetta var slakt af okkar hálfu (í fyrri hálfleik). Við byrjuðum ágætlega og vorum komnir fjórum mörkum yfir en misnotuðum endalaust af dauðafærum, sjö eða átta í fyrri hálfleik. Gerðum átta tæknimistök sem er óásættanlegt fyrir landsliðið." Íslenska liðið hafði frumkvæðið í leiknum og hafði 2-3 marka forystu fyrri hluta hálfleiksins. Þá brá Guðmundur á það ráð að skipta öllu liðinu útaf og má segja að leikur liðsins hafi hrunið í kjölfarið. „Menn voru værukærir. Það er erfitt fyrir landsliðið að gíra sig upp fyrir svona leiki. Þeir hlustuðu vel á mig í hálfleik, ég lét þá aðeins heyra það og þeir komu miklu grimmari í síðari hálfleik. Það var einstefna," sagði Guðmundur. Hans sterkasta lið hóf leikinn í síðari hálfleik og það skilaði sér. „Já, ég gerði það. Ég vildi fá þetta í gang. Þeir svöruðu því mjög vel og í sjálfu sér var síðari hálfleikurinn mjög góður. Varnarlega vorum við að gera þetta eins og við viljum gera það og það er mjög jákvætt," sagði Guðmundur. Guðmundur sagði stöðuna á liðinu misjafna. Hann nefndi þó að breiddin mætti vera meiri enda vantar sterka leikmenn í íslenska landsliðið. Björgvin Páll, Guðjón Valur og Ólafur Stefánsson voru allir fjarri góðu gamni í kvöld. Guðmundur sagði marga leikmenn pressuliðins hafa staðið sig vel. „Ég hef fylgst með mörgum þessara drengja. Ólafur Guðmunds stóð sig vel og Róbert Aron er mjög efnilegur handboltamaður sem á framtíðina fyrir sér ef hann fylgir því eftir. Ólafur Bjarki sömuleiðis og fleiri góðir."
Íslenski handboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Sjá meira