Ingibjörg Jakobsdóttir, leikstjórnandi í körfuboltaliði Keflavíkur, verður varla meira með á þessari leiktíð þar sem hún er með slitið krossband í hné.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Ingibjörg meiddist í Lengjubikarnum áður en tímabilið hófst og hefur því ekkert spilað með liðinu í fyrstu umferðum Iceland Express-deildar kvenna.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ingibjörg lendir í álíka meiðslum því hún missti af tímabilinu 2008-9 vegna krossbandsslita í hné. Hún er ekki nema 21 árs gömlu.
Ingibjargar er greinilega sárt saknað því að Keflavík steinlá fyrir KR í Meistarakeppni KKÍ í haust auk þess sem liðið tapaði óvænt fyrir nýliðum Fjölnis í fyrstu umferð deildarinnar.
Hún átti stóan þátt í velgengni Keflavíkur á síðustu leiktíð er liðið varð Íslands- og bikarmeistari.
Ingibjörg aftur með slitið krossband
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Enski boltinn


Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR
Íslenski boltinn

Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn

„Ég get ekki beðið“
Handbolti



„Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“
Íslenski boltinn

Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn