Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. Keflavík vann Val, Fjölnir vann Hauka og Njarðvík rúllaði yfir Hamar í Hveragerði.
Haukaliðið, sem hefur verið í fremstu röð í kvennakörfunni á undanförnum árum, er enn án stiga en Fjölnisliðið heldur áfram að koma þægilega á óvart.
Úrslit kvöldsins:
Haukar-Fjölnir 81-84
Haukar: Hope Elam 18/18 fráköst, Jence Ann Rhoads 18/7 fráköst/9 stoðsendingar, Íris Sverrisdóttir 18, Margrét Rósa Hálfdánardótir 17/4 fráköst, Guðrún Ósk Ámundardóttir 7/11 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 3.
Fjölnir: Brittney Jones 34/5 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir/4 varin skot, Katina Mandylaris 20/14 fráköst, Birna Eiríksdóttir 18, Erla Sif Kristinsdóttir 8/4 fráköst, Eva María Emilsdóttir 3/9 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 1/4 fráköst.
Valur-Keflavík 70-84
Hamar-Njarðvík 72-91
Öll úrslit kvöldsins í kvennakörfunni

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Valur-Keflavík 70-84
Íslandsmeistarar Keflavíkur er komnar í gang eftir öruggan 14 stiga sigur á Val, 84-70, í Vodafone-höllinni í kvöld. Pálína Gunnlaugsdóttir fór á kostum annan leikinn í röð og reyndist Valsliðinu erfið í þriðja leikhlutanum þegar Keflavík gerði nánast út um leikinn.