Tökur á einum umtalaðasta þætti Bandaríkjanna um þessar mundir, Game of Thrones, munu fara fram hér í Ríki Vatnajökuls í lok nóvember n.k., samkvæmt fréttavef Hornafjarðar.
Þar segir að samkvæmt aðdáendasíðu þáttanna, winter-is-coming.net, stóð valið á milli Marokkó og Íslands og nú hefur Ísland orðið fyrir valinu.
Það er framleiðslufyrirtækið Pegasus um að þjónusta verkefnið og er nú verið að leita að aukaleikurum til að leika í þáttunum sem verða teknir upp hér. Að sögn Söru hjá Pegasus þá er verið að leita bæði að konum og körlum og þurfa karlarnir helst að vera skeggjaðir og vígalegir. Áhugasamir geta sent tölvupóst á sara@pegasus.is.
Game of Thrones á Íslandi - leitað að skeggjuðum vígamönnum

Mest lesið



Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því?
Tíska og hönnun


Gamli er (ekki) alveg með'etta
Gagnrýni




