Meðfylgjandi myndir voru teknar í Gamla bíó í gærkvöldi á frumsýningu uppistandsins Steini, Pési og gaur á trommu. Um er að ræða uppistandsveislu með leikurunum Pétri Jóhanni Sigfússyni og Þorsteini Guðmundssyni.
Troðfullt var út úr dyrum og eins og sjá má í myndasafni voru gestir í spariskapi. Þá má einnig sjá myndir sem teknar voru baksviðs rétt áður en sýningin hófst. - Sjá nánar Gamlabio.is
Meðfylgjandi myndskeið var tekið baksviðs.
