Cardinals tryggði sér titilinn í nótt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2011 11:00 Leikmenn Cardinals fagna í nótt. Nordic Photos / Getty Images Ótrúleg saga St. Louis Cardinals fékk góðan endi í nótt er liðið tryggði sér titilinn í bandarísku MLB-deildinni í hafnabolta. Liðið hafði betur, 6-2, gegn Texas Rangers í oddaleik liðanna í St. Louis í nótt. Í ágúst síðastliðnum reiknaði enginn með því að Cardinals kæmist einu sinni í úrslitakeppnina. Liðið komst svo á ótrúlegan sprett í september og náði að tryggja sig inn í úrslitakeppnina á lokadegi deildakeppninnar. Liðið vann svo hvern andstæðinginn á fætur öðrum í úrslitakeppninni og komst í sjálfa úrslitarimmuna, World Series, þar sem liðið mætti Rangers. Rangers komst í 3-2 forystu í rimmunni og var aðeins einu kasti frá því að tryggja sér sigurinn í venjulegum leiktíma í sjötta leik liðanna í fyrrakvöld. Cardinals jafnaði en Rangers var svo aftur einu höggi frá því að tryggja sér sigurinn í tíundu lotu. Aftur jafnaði Cardinals og vann svo ótrúlegan 10-9 sigur í elleftu lotunni. Leikurinn í nótt var ekki jafn spennandi en mestu munaði þegar að Cardinals breytti stöðunni úr 3-2 í 5-2 í fimmtu lotunni. Forystu Cardinals var aldrei ógnað eftir þetta og fögnuðu heimamenn glæsilegum árangri. David Freese, sem tryggði Cardinals áðurnefndan sigur í fyrrakvöld, var valinn besti leikmaður úrslitarimmunnar. Þetta er í ellefta sinn sem Cardinals vinur titilinn en síðast gerðist það árið 2006. Rangers hefur aldrei unnið titilinn en þetta er annað árið í röð sem liðið tapar í World Series. Félagið var stofnað árið 1961 og keppt undir nafninu Texas Rangers síðan 1972. Erlendar Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Sjá meira
Ótrúleg saga St. Louis Cardinals fékk góðan endi í nótt er liðið tryggði sér titilinn í bandarísku MLB-deildinni í hafnabolta. Liðið hafði betur, 6-2, gegn Texas Rangers í oddaleik liðanna í St. Louis í nótt. Í ágúst síðastliðnum reiknaði enginn með því að Cardinals kæmist einu sinni í úrslitakeppnina. Liðið komst svo á ótrúlegan sprett í september og náði að tryggja sig inn í úrslitakeppnina á lokadegi deildakeppninnar. Liðið vann svo hvern andstæðinginn á fætur öðrum í úrslitakeppninni og komst í sjálfa úrslitarimmuna, World Series, þar sem liðið mætti Rangers. Rangers komst í 3-2 forystu í rimmunni og var aðeins einu kasti frá því að tryggja sér sigurinn í venjulegum leiktíma í sjötta leik liðanna í fyrrakvöld. Cardinals jafnaði en Rangers var svo aftur einu höggi frá því að tryggja sér sigurinn í tíundu lotu. Aftur jafnaði Cardinals og vann svo ótrúlegan 10-9 sigur í elleftu lotunni. Leikurinn í nótt var ekki jafn spennandi en mestu munaði þegar að Cardinals breytti stöðunni úr 3-2 í 5-2 í fimmtu lotunni. Forystu Cardinals var aldrei ógnað eftir þetta og fögnuðu heimamenn glæsilegum árangri. David Freese, sem tryggði Cardinals áðurnefndan sigur í fyrrakvöld, var valinn besti leikmaður úrslitarimmunnar. Þetta er í ellefta sinn sem Cardinals vinur titilinn en síðast gerðist það árið 2006. Rangers hefur aldrei unnið titilinn en þetta er annað árið í röð sem liðið tapar í World Series. Félagið var stofnað árið 1961 og keppt undir nafninu Texas Rangers síðan 1972.
Erlendar Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Sjá meira