Cardinals tryggði sér titilinn í nótt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2011 11:00 Leikmenn Cardinals fagna í nótt. Nordic Photos / Getty Images Ótrúleg saga St. Louis Cardinals fékk góðan endi í nótt er liðið tryggði sér titilinn í bandarísku MLB-deildinni í hafnabolta. Liðið hafði betur, 6-2, gegn Texas Rangers í oddaleik liðanna í St. Louis í nótt. Í ágúst síðastliðnum reiknaði enginn með því að Cardinals kæmist einu sinni í úrslitakeppnina. Liðið komst svo á ótrúlegan sprett í september og náði að tryggja sig inn í úrslitakeppnina á lokadegi deildakeppninnar. Liðið vann svo hvern andstæðinginn á fætur öðrum í úrslitakeppninni og komst í sjálfa úrslitarimmuna, World Series, þar sem liðið mætti Rangers. Rangers komst í 3-2 forystu í rimmunni og var aðeins einu kasti frá því að tryggja sér sigurinn í venjulegum leiktíma í sjötta leik liðanna í fyrrakvöld. Cardinals jafnaði en Rangers var svo aftur einu höggi frá því að tryggja sér sigurinn í tíundu lotu. Aftur jafnaði Cardinals og vann svo ótrúlegan 10-9 sigur í elleftu lotunni. Leikurinn í nótt var ekki jafn spennandi en mestu munaði þegar að Cardinals breytti stöðunni úr 3-2 í 5-2 í fimmtu lotunni. Forystu Cardinals var aldrei ógnað eftir þetta og fögnuðu heimamenn glæsilegum árangri. David Freese, sem tryggði Cardinals áðurnefndan sigur í fyrrakvöld, var valinn besti leikmaður úrslitarimmunnar. Þetta er í ellefta sinn sem Cardinals vinur titilinn en síðast gerðist það árið 2006. Rangers hefur aldrei unnið titilinn en þetta er annað árið í röð sem liðið tapar í World Series. Félagið var stofnað árið 1961 og keppt undir nafninu Texas Rangers síðan 1972. Erlendar Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Ótrúleg saga St. Louis Cardinals fékk góðan endi í nótt er liðið tryggði sér titilinn í bandarísku MLB-deildinni í hafnabolta. Liðið hafði betur, 6-2, gegn Texas Rangers í oddaleik liðanna í St. Louis í nótt. Í ágúst síðastliðnum reiknaði enginn með því að Cardinals kæmist einu sinni í úrslitakeppnina. Liðið komst svo á ótrúlegan sprett í september og náði að tryggja sig inn í úrslitakeppnina á lokadegi deildakeppninnar. Liðið vann svo hvern andstæðinginn á fætur öðrum í úrslitakeppninni og komst í sjálfa úrslitarimmuna, World Series, þar sem liðið mætti Rangers. Rangers komst í 3-2 forystu í rimmunni og var aðeins einu kasti frá því að tryggja sér sigurinn í venjulegum leiktíma í sjötta leik liðanna í fyrrakvöld. Cardinals jafnaði en Rangers var svo aftur einu höggi frá því að tryggja sér sigurinn í tíundu lotu. Aftur jafnaði Cardinals og vann svo ótrúlegan 10-9 sigur í elleftu lotunni. Leikurinn í nótt var ekki jafn spennandi en mestu munaði þegar að Cardinals breytti stöðunni úr 3-2 í 5-2 í fimmtu lotunni. Forystu Cardinals var aldrei ógnað eftir þetta og fögnuðu heimamenn glæsilegum árangri. David Freese, sem tryggði Cardinals áðurnefndan sigur í fyrrakvöld, var valinn besti leikmaður úrslitarimmunnar. Þetta er í ellefta sinn sem Cardinals vinur titilinn en síðast gerðist það árið 2006. Rangers hefur aldrei unnið titilinn en þetta er annað árið í röð sem liðið tapar í World Series. Félagið var stofnað árið 1961 og keppt undir nafninu Texas Rangers síðan 1972.
Erlendar Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira