Haukakonur urðu í gær Lengjubikarmeistarar kvenna eftir 63-61 sigur á Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur í úrslitaleik í Grafarvogi. Bjarni Magnússon byrjar því vel með kvennalið Hauka en hann tók við liðinu fyrir tímabilið.
Leikurinn var æsispennandi en Haukakonur voru sterkari á lokasprettinum, ekki síst þökk sé frábærri frammistöðu hinnar bandarísku Jence Ann Rhoads sem var með 34 stig, 10 fráköst og 5 stolna bolta í leiknum
Það fer ekki á milli mála að Bjarni hefur fundið gullmola í Jence, sem hefur hækkað stigaskor sitt í hverjum leik og var með 30 stig að meðaltali í Lengjubikarnum.
Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik KR og ÍBV á KR-vellinum í gær og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.

