Þeir Saul Perlmutter, Lawrence Berkeley og Brian Schmidt hlutu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í dag. Verðlaunin fá þeir fyrir rannsóknir sínar á fjarlægum sprengistjörnum.
Á síðustu árum hafa vísindamenn komist að því að alheimurinn sé sífellt stækkandi og það er almennt álit manna að alheimurinn hægði á sér í þessari stækkun.
Með rannsóknum sínum hafa þremenningarnir komist að því að þetta er rangt. Alheimurinn er alls ekki að hægja á sér, heldur eykur hann hraðann sífellt.
Sprengistjörnur eru öflugustu fyrirbæri sem finnast í alheiminum. Þær myndast þegar hefðbundnar stjörnur klára eldsneyti sitt og falla í kjölfarið saman.
Nóbelsverðlaun í eðlisfræði afhent í dag
