Handbolti

HK hóf tímabilið með því að vinna Fram í Safamýrinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brynja Magnúsdóttir skroaði sex mörk fyrir HK í kvöld.
Brynja Magnúsdóttir skroaði sex mörk fyrir HK í kvöld. Mynd/Vilhelm
HK-ingar byrja tímabilið með glæsibrag í N1-deild kvenna en liðið vann í kvöld góðan sex marka sigur á bikarmeisturum Fram á útivelli, 28-22.

HK var aðeins hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni á síðasta tímabili en kom á óvart með því að komast í undanúrslit bikarkeppninnar eftir sigur á Stjörnunni.

Leikmenn HK ætla greinilega að láta til sín taka í vetur en þeir höfðu þó nokkra yfirburði í leiknum í kvöld. Staðan í hálfleik var 14-10, gestunum í vil.

Elva Björg Arnarsdóttir skoraði sjö mörk fyrir HK og Brynja Magnúsdóttir sex. Hjá Fram var Elísabet Gunnarsdóttir markahæst með átta mörk en Ásta Birna Gunnarsdóttir skoraði fimm.

N1-deild kvenna hófst í kvöld með tveimur leikjum en í hinum vann Valur öruggan sigur á Stjörnunni, 28-20.

Fram - HK 22-28 (10-14)

Mörk Fram: Elísabet Gunnarsdóttir 8, Ásta Birna Gunnarsdóttir 5, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 3, Sunna Jónsdóttir 3, Marthe Sördal 1, Birna Berg Haraldsdóttir 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1.

Mörk HK: Elva Björg Arnarsdóttir 7, Brynja Magnúsdóttir 6, Elísa Ósk Viðarsdóttir 5, Elín Anna Baldursdóttir 3, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 2, Gerður Arinbjarnar 1, Harpa Baldursdóttir 1, Arna Björk Almarsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×