Handboltatímabilið hófst með veislu í Kaplakrika í gær þegar FH sigraði Val 39-38 eftir tvær framlengingar og vítakeppni í Meistarakeppni HSÍ í gær í sannkölluðum háspennuleik.
Sturla Ásgeirsson skaut í slá í síðasta víti Valsmanna en það var Baldvin Þorsteinsson skoraði úr síðasta víti FH-inga. Sturla átti annars flottan leik go skoraði ellefu mörk en Andri Berg Haraldsson skoraði fimmtán mörk fyrir FH í leiknum.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik FH og Vals í Kaplakrika í gær og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Handboltaveisla þegar FH vann Meistarakeppni HSÍ - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman
Íslenski boltinn



Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn

Messi slær enn eitt metið
Fótbolti



„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“
Íslenski boltinn
