„Þetta var góðir leikur af okkar hálfu,“ sagði Garðar Jóhannsson, markamaskína Stjörnunnar, eftir sigurinn á Val.
„Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleiknum og áttu í raun að skora fimm eða sex mörk í þeim hálfleik. Við náðum síðan að bæta við tveimur mörkum í seinni hálfleik sem var annars heldur bragðdaufur".
„Það er ekki á hverjum degi sem við höldum markinu hreinu og það er frábært, að skora fimm mörk í einum leik er líka mjög gott“.
