Sænskur landsliðsmaður fórst í flugslysinu í Rússlandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. september 2011 16:45 Stefan Liv í leik í Rússlandi í febrúar síðastliðnum. Nordic Photos / Getty Images Sænski landsliðsmarkvörðurinn í íshokkí, Stefan Liv, var einn þeirra sem fórst í flugslysinu rétt utan Jaroslavl í Rússlandi í dag. Alls voru 45 umborð í vélinni og aðeins tveir komust lífs af. Liv og félagar hans í Lokomotiv Jaroslavl vour á leiðinni til Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands, þar sem liðið átti að leika gegn Dinamo Minsk í opnunarleik Kontinental-deildarinnar í íshokkí. Liv var fastamaður í sænska landsliðinu og vann til margra verðlauna með liðinu á stórmótum, bæði Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum. Sænskir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um slysið og dauða hans í dag. Fulltrúir félagsins hafa látið hafa eftir sér í dag að allir leikmenn og þjálfarar aðalliðsins voru með í för í dag, sem og fjórir leikmenn úr ungmennaliði félagsins. Þeir fórust allir, nema Rússinn Alexander Galimov, sem var annar þeirra sem lifði slysið af ásamt meðlimi í áhöfn flugvélarinnar. „Þetta er svartasti dagurinn í sögu íþróttinnar okkar," sagði Rene Fasel, forseti alþjóðaíshokkísambandsins. „Það eru ekki aðeins Rússar sem eiga um sárt að binda því alls voru leikmenn og þjálfarar frá tíu löndum á mála hjá Lokomotiv. Þetta er hræðilegur harmleikur fyrir íshokkísamfélagið." Margir leikmenn Lokomotiv léku áður með liðum í bandarísku NHL-deildinni og eru því heimsþekktir íþróttamenn. Meðal þeirra má nefna Slóvakann Pavol Demitra sem lék áður með St. Louis Blues og Vancouver Canucks í NHL-deildinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íþróttafélag missir svo marga leikmenn í flugslysi. Flugvél með leikmönnum Manchester United fórst í München í Þýskalandi árið 1958 en níu árum áður fórust átján leikmenn Torino frá Ítalíu í flugslysi. Árið 1961 fórst svo bandaríska landsliðið í listhlaupi, alls átján manns, á skautum á leið sinni á heimsmeistaramótið sem haldið var í Brussel í Belgíu. Erlendar Tengdar fréttir Heilt íshokkílið fórst í rússnesku flugslysi Heilt íshokkílið fórst þegar farþegaþota hrapaði skömmu eftir flugtak í vesturhluta Rússlands í dag. 7. september 2011 15:41 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Sænski landsliðsmarkvörðurinn í íshokkí, Stefan Liv, var einn þeirra sem fórst í flugslysinu rétt utan Jaroslavl í Rússlandi í dag. Alls voru 45 umborð í vélinni og aðeins tveir komust lífs af. Liv og félagar hans í Lokomotiv Jaroslavl vour á leiðinni til Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands, þar sem liðið átti að leika gegn Dinamo Minsk í opnunarleik Kontinental-deildarinnar í íshokkí. Liv var fastamaður í sænska landsliðinu og vann til margra verðlauna með liðinu á stórmótum, bæði Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum. Sænskir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um slysið og dauða hans í dag. Fulltrúir félagsins hafa látið hafa eftir sér í dag að allir leikmenn og þjálfarar aðalliðsins voru með í för í dag, sem og fjórir leikmenn úr ungmennaliði félagsins. Þeir fórust allir, nema Rússinn Alexander Galimov, sem var annar þeirra sem lifði slysið af ásamt meðlimi í áhöfn flugvélarinnar. „Þetta er svartasti dagurinn í sögu íþróttinnar okkar," sagði Rene Fasel, forseti alþjóðaíshokkísambandsins. „Það eru ekki aðeins Rússar sem eiga um sárt að binda því alls voru leikmenn og þjálfarar frá tíu löndum á mála hjá Lokomotiv. Þetta er hræðilegur harmleikur fyrir íshokkísamfélagið." Margir leikmenn Lokomotiv léku áður með liðum í bandarísku NHL-deildinni og eru því heimsþekktir íþróttamenn. Meðal þeirra má nefna Slóvakann Pavol Demitra sem lék áður með St. Louis Blues og Vancouver Canucks í NHL-deildinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íþróttafélag missir svo marga leikmenn í flugslysi. Flugvél með leikmönnum Manchester United fórst í München í Þýskalandi árið 1958 en níu árum áður fórust átján leikmenn Torino frá Ítalíu í flugslysi. Árið 1961 fórst svo bandaríska landsliðið í listhlaupi, alls átján manns, á skautum á leið sinni á heimsmeistaramótið sem haldið var í Brussel í Belgíu.
Erlendar Tengdar fréttir Heilt íshokkílið fórst í rússnesku flugslysi Heilt íshokkílið fórst þegar farþegaþota hrapaði skömmu eftir flugtak í vesturhluta Rússlands í dag. 7. september 2011 15:41 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Heilt íshokkílið fórst í rússnesku flugslysi Heilt íshokkílið fórst þegar farþegaþota hrapaði skömmu eftir flugtak í vesturhluta Rússlands í dag. 7. september 2011 15:41