Handbolti

Stelpurnar okkar spila seint á kvöldin á HM í Brasilíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rut Jónsdóttir.
Rut Jónsdóttir. Mynd/Daníel
Alþjóðahandboltasambandið er búið að gefa út leikjaplanið fyrir HM kvenna í Brasilíu sem fer fram í desember næstkomandi en íslensku stelpurnar eru nú með á heimsmeistaramóti fyrst íslenskra kvennalandsliðs.

Íslenska handboltalandsliðið spilar sinn fyrsta leik á móti Svartfjallandi klukkan 17.00 laugardaginn 3. desember en stelpurnar spiluðu einmitt við Svartfjallaland á EM í Danmörku í fyrra.

Það vekur athygli að þrír af fimm leikjum íslenska landsliðsins í riðlinum hefjast ekki fyrr en klukkan 21.30 að íslenskum tíma en það eru leikirnir á móti Angóla, Þýskalandi og Kína. Þetta eru fyrirfram þeir leikir þar sem íslenska liðið á mesta möguleika á sigri.

Fimmti leikur íslenska liðsins er síðan á móti Evrópumeisturum Noregs en það er einmitt Þórir Hergeirsson sem þjálfar norska liðið. Sá leikur hefst klukkan 19.15 að íslenskum tíma þriðjudaginn 6. desember.

Íslenski riðillinn fer allur fram í Santos sem er í Sao Paulo fylki.

Leikir stelpnanna okkar á HM að íslenskum tíma:

3.desember

Svarfjalland - Ísland kl.17.00

 

4.desember

Ísland  - Angóla kl.21.30

 

6.desember

Noregur - Ísland  kl.19.15

 

7.desember

Ísland  - Þýskaland kl.21.30

 

9.desember

Kína - Ísland  kl.21.30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×