Nýkrýndir bikarmeistarar Vals minnkuðu forskot Stjörnunnar á toppi Pepsi-deildar kvenna í fjögur stig með því að vinna 3-1 sigur á Breiðabliki í Kópavoginum í kvöld. Stjarnan getur aftur aukið forskotið á morgun þegar liðið heimsækir ÍBV út í Eyjar.
Hólmfríður Magnúsdóttir kom Val yfir í fyrri hálfleik og þær Kristín Ýr Bjarnadóttir og Björk Gunnarsdóttir bættu við mörkum á síðustu fjórtán mínútunum í leiknum. Fanndís Friðriksdóttir minnkaði síðan muninn í uppbótartíma.
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá vefsíðunni fótbolti.net.
