„Ég er eiginlega bara ánægður með allt nema niðurstöðuna í leiknum,“ sagði Guðjón Pétur Lýðsson, markaskorari Vals, eftir leikinn.
„Ég held að þeir hafi átt eitt skot á marki á meðan við lágum í sókn, í raun ótrúlegt að við skyldum ekki ná að vinna þennan leik".
„Það vantaði ekki mikið uppá hjá okkur í kvöld, kannski smá greddu á lokaþriðjungnum á vellinum, ég hefði til að mynda átt að skora fyrr í leiknum. Við fengum alveg nóg af færum til að klára dæmið, en þetta var ekki alveg okkar dagur og því tökum við stigið“.
Guðjón: Áttum að vinna þennan leik
Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar
Mest lesið
Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
