„Við þurftum heldur betur að hafa fyrir þessum sigri,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld.
„Eftir að þeir misstu mann af velli náðu Keflvíkingar að endurskipuleggja sig og við áttum í töluverðum vandræðum með að brjóta þá á bak aftur“.
„Við fenguð fullt af færum til að klára dæmið fyrr en 1-0 sigur dugar“.
