„Svona strax eftir leik finnst mér við verðskulda allavega stig útúr þessum leik,“ sagði Guðmundur Steinarsson, leikmaður Keflvíkinga, eftir tapið gegn FH í kvöld.
„Miðað við hvað við hlupum mikið og lögðum mikla vinnu í leikinn þá áttum við meira skilið, liðið á hrós skilið fyrir frábæra baráttu hér í kvöld“.
„Þetta er alveg djöfull súrt akkúrat núna að hafa ekki fengið allavega stigið. Það þýddi ekkert að grenja það að missa mann af velli og menn áttuði sig á því að við þurftum að leggja enn meira á okkur, sem og við gerðum“.
