Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, skoraði þrennu fyrir Stjörnuna í 4-1 útisigri á Fylki í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi. Stjarnan hélt því áfram sigurgöngu sinni og er áfram með tveggja stiga forskot á Val á toppi deildarinnar.
Gunnhildur skoraði tvö marka sinna á fyrstu fimmtán mínútum leiksins en innsiglaði þrennuna sautján mínútum fyrir leikslok. Gunnhildur skoraði tvö af þremur mörkum sínum með skalla eftir hornspyrnu.
Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum á Fylkisvelli í gærkvöldi og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Fyrirliðinn fór fyrir Stjörnuliðinu - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Skórnir hennar seldust upp á mínútu
Körfubolti

„Ég var bara með niðurgang“
Fótbolti


„Heilt yfir var ég bara sáttur“
Fótbolti

