„Þetta var mjög kærkominn sigur fyrir okkur eftir skell í bikarnum í síðustu viku,“ sagði Kristinn Steindórsson, leikmaður Breiðabliks, eftir leikinn.
„Við ætluðum að taka þrjú stig í dag og það gekk eftir. Eftir bikarleikinn í síðustu viku þá tókum við nokkurskonar hópefli og reyndum að þjappa hópnum saman, hafa gaman af því að spila fótbolta og það skilaði sér greinilega í kvöld“.
Dylan Macallister lagði upp bæði mörkin fyrir Kristinn í kvöld, en Kristinn hefur gert átta mörk í Pepsi-deildinni í sumar og er markahæsti leikmaður deildarinnar.
"Dylan er að komast meira og meira inn í hlutina hjá okkur og við erum að finna okkur vel saman".
