Eldstöðin sofnuð og tiltektin langt komin 30. maí 2011 11:51 Hreinsunarstarf er langt komið Mynd: Stefán Karlsson Eldstöðin í Grímsvötnum hefur ekkert bært á sér í rúma tvo sólarhringa og bendir nú flest til þess að gosinu hafi lokið á laugardagsmorgun. Í Skaftárhreppi er hreinsunarstarf langt komið en þó eru enn nokkrir dagar í að sundlaugin á Kirkjubæjarklaustri verði opnuð. Síðustu merki um eldsumbrotin í Grímsvötnum sáust á jarðskjálftamæli á Grímsfjalli klukkan sjö á laugardagsmorgni en eftir það hefur enginn órói komið fram á mælum. Þá hafði mjög dregið úr gosinu og virðist því raunar að mestu hafa lokið á fimmtudeginum. Svo heppilega vildi til að kraftmiklar norðan og norðaustanáttir dagana á undan höfðu þá blásið út á haf stórum hluta öskunnar sem féll í byggð. Fyrir helgi tóku svo við rigingar á Kirkjubæjarklaustri og nærsveitum sem hjálpuðu enn betur til við að skola öskunni burt. Heimamenn ásamt fjölda fólks úr öðrum landshlutum, þar á meðal slökkviliðsmönnum, hafa síðan verið að hreinsa til í kringum hýbýli fólks, stofnanir og fyrirtæki. Anton Kári Halldórsson, byggingarfulltrúi Skaftárhrepps, sagði nú fyrir hádegi að hreinsunarstarf væri langt komið, en einn slökkviliðsbíll, frá Reykjavíkurflugvelli, væri að fara yfir það sem eftir væri. Þó væru einn einhverjir dagar í að hreinsun sundlaugarinnar á Klaustri lyki og fara þyrfti með myndavél í gegnum götulagnir sem væru sumar enn stíflaðar af ösku. Þrátt fyrir að horfur séu nú betri, en leit út fyrir eftir fyrstu sólarhringa gossins, sjá Skaftfellingar fram á að glíma við öskuryk í lofti næstu vikur og mánuði, enda mikil aska í túnum og á heiðum. Þannig mældist svifryk á Klaustri um tíma í morgun yfir 100 míkrógrömm á rúmmetra, sem þýðir að loftgæðin voru slæm fyrir fólk með öndunarfærasjúkdóma, en ástandið lagaðist þó á ný fyrir hádegi. Helstu fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Sjá meira
Eldstöðin í Grímsvötnum hefur ekkert bært á sér í rúma tvo sólarhringa og bendir nú flest til þess að gosinu hafi lokið á laugardagsmorgun. Í Skaftárhreppi er hreinsunarstarf langt komið en þó eru enn nokkrir dagar í að sundlaugin á Kirkjubæjarklaustri verði opnuð. Síðustu merki um eldsumbrotin í Grímsvötnum sáust á jarðskjálftamæli á Grímsfjalli klukkan sjö á laugardagsmorgni en eftir það hefur enginn órói komið fram á mælum. Þá hafði mjög dregið úr gosinu og virðist því raunar að mestu hafa lokið á fimmtudeginum. Svo heppilega vildi til að kraftmiklar norðan og norðaustanáttir dagana á undan höfðu þá blásið út á haf stórum hluta öskunnar sem féll í byggð. Fyrir helgi tóku svo við rigingar á Kirkjubæjarklaustri og nærsveitum sem hjálpuðu enn betur til við að skola öskunni burt. Heimamenn ásamt fjölda fólks úr öðrum landshlutum, þar á meðal slökkviliðsmönnum, hafa síðan verið að hreinsa til í kringum hýbýli fólks, stofnanir og fyrirtæki. Anton Kári Halldórsson, byggingarfulltrúi Skaftárhrepps, sagði nú fyrir hádegi að hreinsunarstarf væri langt komið, en einn slökkviliðsbíll, frá Reykjavíkurflugvelli, væri að fara yfir það sem eftir væri. Þó væru einn einhverjir dagar í að hreinsun sundlaugarinnar á Klaustri lyki og fara þyrfti með myndavél í gegnum götulagnir sem væru sumar enn stíflaðar af ösku. Þrátt fyrir að horfur séu nú betri, en leit út fyrir eftir fyrstu sólarhringa gossins, sjá Skaftfellingar fram á að glíma við öskuryk í lofti næstu vikur og mánuði, enda mikil aska í túnum og á heiðum. Þannig mældist svifryk á Klaustri um tíma í morgun yfir 100 míkrógrömm á rúmmetra, sem þýðir að loftgæðin voru slæm fyrir fólk með öndunarfærasjúkdóma, en ástandið lagaðist þó á ný fyrir hádegi.
Helstu fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Sjá meira