Goslokum lýst yfir og hættuástandi aflétt 30. maí 2011 18:46 Vísindamenn Veðurstofu og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands lýstu því yfir í dag að eldgosinu í Grímsvötnum væri lokið og hafa almannavarnir nú aflétt hættustigi.Það byraði fyrir níu dögum sem eitt öflugasta öskugos síðari tíma á Íslandi, á fyrsta sólarhringum þeyttist upp meiri aska en úr Eyjafjallajökli í fyrravor og það var helst Kötlugosið 1918 sem stóðst samjöfnuð. Flug raskaðist á Íslandi og í norðanverðri Evrópu og í Skaftárhreppi, þar sem öskufallið var mest, varð myrkur um miðjan dag. Athafnalíf milli Eldhrauns og Lómagnúps lamaðist í þrjá sólahringa, hringveginum var lokað og vatnsból menguðust á nokkrum bæjum. Ekki er vitað til þess að nokkur maður hafi skaðast vegna hamfaranna en bændur misstu sauðfé og hesta en dýrin virðast flest hafa blindast af öskunni og drukknað í skurðum. Um miðja viku hafði dregið svo úr gosinu og birt til á ný að hreinsun gat hafist. Náttúran sá þó sjálf um mestu tiltektina með því að blása miklum hluta öskunnar úr byggðunum og á haf út og skola svo út með góðri rigningu. Menn sjá því fram á að eftirmál þessa eldgoss verði hverfandi miðað við það sem í stefndi í upphafi. Síðustu merki um gosóróa sáust á mælum á laugardag og í dag staðfestu leiðangursmenn í ferð Jöklarannsóknafélagsins í Grímsvötn að gosinu væri lokið. Helstu fréttir Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Vísindamenn Veðurstofu og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands lýstu því yfir í dag að eldgosinu í Grímsvötnum væri lokið og hafa almannavarnir nú aflétt hættustigi.Það byraði fyrir níu dögum sem eitt öflugasta öskugos síðari tíma á Íslandi, á fyrsta sólarhringum þeyttist upp meiri aska en úr Eyjafjallajökli í fyrravor og það var helst Kötlugosið 1918 sem stóðst samjöfnuð. Flug raskaðist á Íslandi og í norðanverðri Evrópu og í Skaftárhreppi, þar sem öskufallið var mest, varð myrkur um miðjan dag. Athafnalíf milli Eldhrauns og Lómagnúps lamaðist í þrjá sólahringa, hringveginum var lokað og vatnsból menguðust á nokkrum bæjum. Ekki er vitað til þess að nokkur maður hafi skaðast vegna hamfaranna en bændur misstu sauðfé og hesta en dýrin virðast flest hafa blindast af öskunni og drukknað í skurðum. Um miðja viku hafði dregið svo úr gosinu og birt til á ný að hreinsun gat hafist. Náttúran sá þó sjálf um mestu tiltektina með því að blása miklum hluta öskunnar úr byggðunum og á haf út og skola svo út með góðri rigningu. Menn sjá því fram á að eftirmál þessa eldgoss verði hverfandi miðað við það sem í stefndi í upphafi. Síðustu merki um gosóróa sáust á mælum á laugardag og í dag staðfestu leiðangursmenn í ferð Jöklarannsóknafélagsins í Grímsvötn að gosinu væri lokið.
Helstu fréttir Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira